Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFjármál fyrirtækja LAUGARDAGUR 28. APRÍL 20122 1. CARLOS SLIM HELÚ Ríkasti maður heims þriðja árið í röð, þrátt fyrir að hafa tapaði miklum auðævum milli ára. Fallandi hlutabréfa- verð í helstu eign hans, fjarskiptarisanum American Movil, er helsta ástæðan fyrir tapinu en helmingur eigna hans er bundinn í fyrirtækinu. Foreldrar Carlos eru bæði af líbönskum uppruna. Hann býr í Mexíkóborg og á sex börn. Land: Mexíkó | Aldur: 72 ára | Uppspretta auðs: Fjarskipti | Eign: 8714 milljarðar króna 8. STEFAN PERSSON Auðugasti maður Norður- landa er Stefan Persson, sonur stofnenda verslunar- keðjunnar H&M. Faðir hans setti fyrstu H&M-verslunina á fót í Svíþjóð árið 1947. Í dag eru H&M-verslanir um 2.500 talsins í 53 löndum um allan heim. Persson getur þakkað Íslendingum að hluta til enda verslunin ein sú vinsælasta í verslunarferðum Íslendinga undanfarna áratugi. Hann býr í Stokkhólmi og spilar golf og tennis í frístundum. Land: Svíþjóð | Aldur: 64 | Uppspretta auðs: Verslunarrisinn H&M | Eign: 3280 milljarðar 9. LI KASHING Ríkasti maður Asíu, og um leiðs einn sá valdamesti, er Hong Kong-búinn Li Ka- shing. Hann hefur stundað margs konar viðskipti um ævina og er meðal annars umsvifamikill bygginga- verktaki. Fyrirtæki hans hafa byggt sjö af hverjum tíu íbúðum í Hong Kong. Veldi hans nær til 53 landa og 270.000 starfsmenn starfa hjá fyrir- tækjum hans. Land: Hong Kong | Aldur: 83 | Uppspretta auðs: Ýmis rekstur | Eign: 3217 milljarðar NOKKUR NÖFN Á LISTANUM 28. ALISHER USMANOV Alisher Usm- anov er ríkasti Rússinn á listan- um í ár. Hann er umsvifamikill í stál- og járn- framleiðslu auk þess að eiga hlut í leikja- fyrirtækinu Zynga og Groupon. Auður hans mun væntanlega vaxa mikið í ár þegar Facebook fer á markað en hann á hlut í fyrirtækinu. Hann á auk þess stærsta viðskiptablað Rússlands. Land: Rússland | Aldur: 58 ára | Uppspretta auðs: Stál og fjar- skipti | Eign: 2371 milljarðar króna 11. CHRISTY WALTON Ríkasta kona veraldar er Christy Walton, einn meðlima Walton-fjöl- skyldunnar. Tengdafaðir hennar, Sam Walton, stofnaði Walmart-verslunarkeðjuna í Bandaríkjunum árið 1962. Hún var áður gift einum af sonum hans, John T. Walton, sem lést árið 2005. Eftir lát hans erfði hún eignir hans. Land: Bandaríkin | Aldur: 57 ára | Uppspretta auðs: Verslun | Eign: 3191 milljarðar króna 19. MUKESH AMBANI Ríkasti maður Indlands er hinn 54 ára Mukesh Ambani. Veldi hans byggist á vinnslu á olíu og gasi í gegnum eitt verðmætasta fyrirtæki Indlands, Reliance Group. Fjölskylda hans býr í 27 hæða húsi í borginni Bombay sem talið er vera dýrasta íbúðarhús sögunnar. Land: Indland | Aldur: 54 ára | Uppspretta auðs: Olía og stál | Eign: 2813 milljarðar króna 35. MARK ZUCKERBERG Yngstur á listanum er einn stofnenda sam- skiptavefsins Facebook, aðeins 27 ára gamall. Í apríl 2012 voru not- endur síðunnar rúmlega 900 milljónir. Fyrirtækið fer bráðlega á markað og má búast við að auður hans marg- faldist í ár. Zuckerberg hætti í Harvard til að geta einbeitt sér að fyrirtækinu og sér varla eftir því. Land: Bandaríkin | Aldur: 27 ára | Uppspretta auðs: Facebook | Eign: 2207 milljarðar króna Með kjörorðinu viljum við undirstrika að í kjölfar stefnumótunar hlut-hafanna sem endurfjármögnuðu bankann fyrir ári þá hefur bankinn tekið þá ákvörðun að leggja fyrst og fremst áherslu á það að vera banki atvinnulífsins. MP banki verður þannig eini bankinn sem sérhæf- ir sig í bankaþjónustu fyrir minni og með- alstór fyrirtæki ásamt því sem veitum ein- staklingum í atvinnulífinu og tengdum að- ilum bankaþjónustu, svo sem eigendum og stjórnendum,“ segir Lárus. Hver er sérstaða fyrirtækjaþjónustu bankans? „Við finnum að viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með hversu mikill fókus er á fyrirtækjaþjónustu hjá okkur og kjörin góð. Boðleiðir eru stuttar og viðskiptastjórar hafa skýrt umboð til ákvarðanatöku. Við fáum líka talsvert oft þau viðbrögð að viðskipta- vinir líti á okkur sem samstarfaðila og er það ólíkt því sem þeir eiga að venjast með fyrri viðskiptabanka. Við lítum svo á að árangur okkar felist í árangri viðskiptavina okkar,“ segir Ólafur. Sérstakt fyrirtækjaútibú og eignaleigu- sviðið Lykill „Við höfum einnig skipulagt okkur betur til að geta veitt fyrirtækjum skjóta en um- fram allt faglega og persónulega þjónustu,“ segir Ólafur. „Þá höfum við lagt áherslu á að kynna okkur vel þarfir viðskiptavina okkar. Við höfum einnig byggt upp sérhæft fyrir- tækjaútibú með reynslumiklum starfsmönn- um í Ármúla. Að auki geta fyrirtæki nýtt sér útibú okkar í Borgartúni, þjónustuver og net- banka. Þá hefur verið sett á laggirnar eigna- leigusvið sem starfar undir vörumerkinu Lykill. Lykill býður bílasamninga, bílalán og kaupleigusamninga vegna ýmissa atvinnu- tækja og þar starfar reynslumikið starfsfólk.“ Veitir MP banki alla bankaþjónustu fyrir fyrirtæki? „Já, við bjóðum allar helstu tegundir fjár- mögnunar, veltureikninga, fyrirtækjakort og greiðslumiðlun svo sem innheimtu- þjónustu. Þá höfum við komið að endur- fjármögnun fjölmargra fyrirtækja. Einnig höfum við sérhæft okkur í kröfu- og birgða- fjármögnun. Þess má geta að bankinn er eini bankinn sem hefur staðið að fullu við allar skuldbindingar sínar við erlendar fjármálastofnanir og við veitum alla þjón- ustu sem tengist erlendum viðskiptum svo sem gjaldeyrisreikninga, gjaldeyrismiðl- un, ábyrgðir og þess háttar. Svo er bank- inn í fremstu röð í fyrirtækjaráðgjöf en þar starfar öflugt teymi að kaupum og sölu fyr- irtækja og sinnir ráðgjöf,“ segir Lárus. Hvað ráðleggið þið fyrirtækjum sem vilja skoða viðskipti við MP banka? „Það er einfalt. Ég hvet þau til að hafa sam- band við mig eða einhvern af viðskipta- stjórum fyrirtækjaútibúsins í Ármúla. Allir starfsmenn bankans eru á starfsmannalista á mp.is með mynd, netfangi og beinu síma- númeri. Við bjóðum viðkomandi á fund og kynnumst fyrirtækinu og skoðum hvern- ig við getum best aðstoðað. Í framhaldinu er gert tilboð um kjör og skilmála,“ segir Lárus. MP-banki, banki atvinnulífsins MP banki hefur auglýst undir kjörorðinu „banki atvinnulífsins“. Er það til marks um aukna áherslu bankans á fyrirtækjaþjónustu? Lárus Sigurðsson, útibússtjóri fyrirtækjaútibús MP banka og Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs voru teknir tali og spurðir út í sérstöðu bankans. Lárus Sigurðsson, útibússtjóri fyrirtækjaútibús MP banka og Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs bankans. Þeir eru með yfir 25 og 30 ára banka- reynslu og þekkja því vel þarfir íslenskra fyrirtækja. MYND/STEFÁN Aldarfjórðungur er síðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hóf að birta lista yfir ríkasta fólk verald- ar. Tímaritið miðar við eign upp á lágmark milljarð króna og fyrsta árið voru millj- arðamæringarnir 140 talsins. Nýjasti list- inn, sem birtur var í mars, inniheldur 1.226 manns sem er nýtt met. Þriðja árið í röð er Mexíkóinn Carlos Slim Helú ríkasti maður heims. Auðævi hans eru metin á rúmlega 8700 milljarða íslenskra króna. Næstur á listanum er Bill Gates, annar stofnenda Microsoft. Auður hans er metinn á rúm- lega 7700 milljarða króna. Þriðji á listanum er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett. Auður hins 81 árs gamla Buffett er metinn á rúmlega 5550 milljarða króna. Sjöunda árið í röð er Christy Walton ríkasta kona heims. Hún er dóttir Sams Walton, stofn- anda Walmart-verslunarkeðjunnar. Afkom- endur hans eiga 48% hlut í keðjunni í dag. Flestir milljarðamæringar eru Banda- ríkjamenn Sem fyrr eiga Bandaríkjamenn flesta millj- arðamæringa á listanum eða 425 talsins. Næstir koma Rússar og Kínverjar með tæp- lega 100 hvor þjóð. Á listanum er að finna 128 nýliða en sautján féllu af listanum frá fyrra ári. Milljarðamæringarnir koma frá 58 löndum en enginn Íslendingur er á list- anum. Indverski stálkóngurinn, Lakshmi Mittal, sem á stærsta stálfyrirtæki heims, er sá sem tapar mestum peningum milli ára samkvæmt lista Forbes. Auður hans er met- inn á rúmlega 2600 milljarða króna í dag en hann tapaði rúmlega 1300 milljörðum milli ára. Elsti milljarðamæringurinn í hópnum er 101 árs Svisslendingur, Walter Haefner. Hann á stóran hlut í hugbúnaðarfyrirtæk- inu CA. Alls eru sautján manns á listanum 90 ára og eldri. Ríkasta fólk veraldar árið 2012 Metfjöldi komst inn á nýjasta lista Forbes yfir milljarðamæringa í heiminum í dag. Mexíkóinn Carlos Slim Helú er ríkasti maður heims þriðja árið í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.