Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 82
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR42 timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir okkar og mágur, GUNNAR JÓHANNSSON Reynimel 76, 107 Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 15. apríl sl. Útför hans hefur þegar farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir færum við öllu því góða fólki sem kom honum til aðstoðar við skyndileg veikindi hans, þá einkum starfsfólki deilda 14E og 12B á Landspítalanum fyrir umönnun alla við lífslok hans, sem og öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð, hluttekningu og hlýhug vegna andláts og útfarar hans. Kristrún Gunnarsdóttir Hjálmar R. Hafsteinsson Halla Líf og Jökull Mar Hjálmarsbörn Karl F. Jóhannsson Bergljót Aradóttir Anna Guðrún Jóhannsdóttir Steinunn Jóhannsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR 90 ára afmæli Erlendur Þórðarson fyrrv. mjólkurfræðingur og sendibíl- stjóri verður níræður 29. apríl nk. Af því tilefni býður hann ætting jum og vinum til mannfagnaðar í safnaðar- heimili Áskirkju í Reykjavík á afmælisdegi sínum, sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00-18.00. Erlendur afþakkar blóm og g jafir, en gestum gefst kostur á að styrkja kisurnar í Kattholti með fjárframlögum sem hægt er að stinga í söfnunarbauk sem verður á staðnum. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÆVARS KARLS ÓLAFSSONAR fv. yfirtollvarðar, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Sigrún Jóhannsdóttir Ólafur Þór Ævarsson Marta Lárusdóttir Inga Jóna Ævarsdóttir Tryggvi Agnarsson Jóhann Björn Ævarsson og barnabörn. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MAGNÚSSONAR Blikanesi 27, Garðabæ. Dóra Björg Guðmundsdóttir Ástríður Jónsdóttir Hanna Hjördís Jónsdóttir Sigurður Sigurjónsson Magnús Jónsson Sigrún Þ. Þóroddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR EIRÍKSDÓTTUR Stöðulfelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Blesastöðum og Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hjúkrun og umönnun. Margrét Bjarnadóttir Viggó Þorsteinsson Eiríkur Bjarnason Ásdís J. Karlsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Guðmundur B. Kristmundsson Guðrún Elísabet Bjarnadóttir Benedikt Vilhjálmsson Jón Bjarnason Lilja Árnadóttir Oddur G. Bjarnason Hrafnhildur Ágústsdóttir Guttormur Bjarnason Signý B. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við, fyrir hönd aðstandenda ÞÓRÐAR HJARTARSONAR sem jarðsunginn var 11. apríl síðastliðinn, sendum ástúðlegar kveðjur og þakklæti öllum þeim sem sýndu minningu hans virðingu og okkur hlýju við fráfall hans. Helga Österby Þórðardóttir Helga Þórðardóttir Eiginmaður minn, SIGURSVEINN RÓSBERG HAUKSSON húsasmíðameistari, Stífluseli 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum vináttu og hlýhug. Sigurbjörg Helgadóttir Helgi R. Sigursveinsson Steinunn B. Sigursveinsdóttir Jóhannes Jóhannesson Ævar Þór Jónsson og barnabarn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU GUNNARSDÓTTUR Heiðargerði 3, Reykjavík. Ragnheiður Hermannsdóttir Magnús Jóhannesson Bergþóra Magnúsdóttir Jóhannes Páll Magnússon Berglind Ósk Pálsdóttir Ragnheiður Björt Þórarinsdóttir Okkar ástkæri, AÐALSTEINN GRÍMSSON Öldugötu 6, Dalvík, lést á FSA þann 4. apríl sl., útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hildur Aðalsteinsdóttir Ólafur Baldursson Andri Þór Ólafsson Aðalsteinn Ólafsson Andrea P. Helgadóttir Hildur Helga Aðalsteinsdóttir Þórey Arna Aðalsteinsdóttir Guðmundur Aðalsteinsson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Hildur Hansen Þórir Stefánsson og aðrir aðstandendur. SIGURÐUR ÓSKAR PÁLSSON fyrrverandi kennari og skólastjóri á Borgarfirði eystra og Eiðum, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 26. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta SOS- barnaþorpin njóta þess. Reikn. 0130-26-9049 kt. 500289-2529. Jónbjörg Sesselja Eyjólfsdóttir börn og fjölskyldur.24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA MARGRÉT PÁLMADÓTTIR kórstjóri á afmæli í dag. „Það væri enginn í kór nema af því að það er svo skemmtilegt.“ 56 Menningin blómstrar í Skagafirði um þessar mundir. Lífsins gæði og gleði er yfirskrift atvinnulífssýningar í íþróttahöllinni á Sauðárkróki og árleg Sæluvika hefst á morgun með fjöl- breyttri dagskrá. Fullkomin ástæða til að heyra í Ástu Pálmadóttur sveitar- stjóra. „Já, hér er mikið um dýrðir,“ segir Ásta ánægjuleg. „Á sýningunni í íþróttahöllinni eru um sjötíu básar og þar er allt það besta sem Skaga- fjörður hefur upp á að bjóða í fram- leiðslu, þjónustu og menningu. Svo er sæluvikan framundan, ein samfelld lista- og menningarveisla að venju. Upptakturinn var dagskrá í Miðgarði í gærkvöldi sem hét Sönglög á sæluviku þar sem um fimmtíu flytjendur komu fram, þeirra á meðal Guðrún Gunnars og Óskar Pétursson.“ Ásta er Skagfirðingur í húð og hár, faðirinn frá Svaðastöðum og móðirin frá Molastöðum í Fljótum. Hún tók við embætti bæjarstjóra árið 2010 og kveðst kunna mjög vel við það. „Sveitar félagið Skagafjörður var áður ellefu hreppar sem voru sameinaðir 1998, þannig að mitt umdæmi er 5200 ferkílómetrar með margþætta starf- semi,“ segir hún. Sögu sæluvikunnar rekur Ásta allt aftur til 1874, þegar efnt var til stór- hátíðar á Reynisstað til að fagna þús- und ára þjóðarafmæli. „Það ár voru samþykkt lög um sýslu- og hrepps- nefndir og upp frá því voru árlegir sýslunefndarfundir á Sauðárkróki, þá mótaðist sú hefð að halda skemmtiviku og héraðshátíð um leið og um 1920 var nafninu breytt úr sýslunefndarviku í sæluviku.“ Kórakvöld og kirkjukvöld eru fastir og ómissandi liðir á sælu- viku, að sögn Ástu. „Skagfirðingar eru söngelskir og hér starfar fjöldi kóra auk þess sem Karlakór Rangæinga og Samkór Reykjavíkur verða gestir í ár,“ segir hún og nefnir í framhaldinu tón- leika Multi Musica sem flytur lög frá stríðsárunum á tónleikum á Mælifelli næsta föstudag. Sossa og Tolli sýna myndlist í Safnahúsinu og héraðs- skjalasafnið opnar ljósmyndavef með gömlum myndum. „Svo er ekki sælu- vika nema Leikfélag Sauðárkróks sé með frumsýningu. Í ár er verkið Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney á fjölunum undir stjórn Ingridar Jónsdóttur.“ Ásta telur upp fleiri viðburði en viður kennir að í áranna rás hafi dregið úr dans- leikjahaldi. „Aðalballið er eftir kóra- mótið í Miðgarði 5. maí en ekki böll á hverju kvöldi vikunnar eins og í gamla daga.“ gun@frettabladid.is ÁSTA PÁLMADÓTTIR SVEITARSTJÓRI: SETUR SÆLUVIKU SKAGFIRÐINGA Allt það besta sem Skaga- fjörður hefur upp á að bjóða ÁSTA PÁLMADÓTTIR SVEITARSTJÓRI „Það er ekki sæluvika nema Leikfélag Sauðárkróks sé með frumsýningu,“ segir hún. Benda má á frekari upplýsingar á vefnum skagafjordur.com. MYND/FEYKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.