Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2012 Eitt af því sem Íslendingar gera mikið af þegar þeir fara til útlanda er að versla. Stórar verslunarmiðstöðvar þar sem hægt er að fá nánast allt sem hugurinn girnist á einum og sama staðnum eru því vinsælir áfangastaðir í huga margra. Vefsíðan Touropia hefur tekið saman lista yfir tíu stærstu verslunarmiðstöðvar heims og þar kemur fram að átta þeirra eru í Asíu. Stærsta verslunarmiðstöð heims er samt sem áður líklega ekki fýsi- legasti kosturinn ef tilgangurinn er að versla sem mest. New South China Mall í borginni Dongguan í Kína er sú verslunarmiðstöð sem er talin vera stærst ef farið er eftir flatarmáli sem ætlað er til leigu. Það er þó ekki nóg að vera stærst til að vera best því það sem miðstöðina vantar eru viðskiptavinir. Þrátt fyrir að státa af eftirlíkingu af Sigur- boganum franska, gondólum sem sigla um á síkjum og rússíbana eru 99 prósent allra verslananna í miðstöðinni tómar. Einu svæðin sem eru í leigu í verslunarmiðstöðvarferlíkinu eru við útgangana þar sem vestrænar skyndibitakeðjur hafa lagt undir sig rýmið. Þannig hefur þetta verið síðan verslunarmiðstöðin opnaði árið 2005 og því ekki skrítið að hún hafi verið uppnefnd stærsta „draugaverslun- armiðstöð“ í heimi. Stærst í heimi en samt tóm Það eru ekki margir að versla í stærstu verslunarmiðstöð heims. Tyrkland hefur yfir sér fram-andi blæ hjá Íslendingum og Vala Ósk var spurð hvern- ig henni liði í Istanbúl. „Það er skemmtilegt að búa hérna því á hverjum degi lærir maður og kynn- ist einhverju nýju en það getur líka verið þreytandi að búa í þessari stóru og mannmörgu borg. Sumir segja að hér búi 15 milljónir en aðrir skjóta á tölur nærri 20 millj- ónum. Samgöngur eru skrautleg- ar og það getur tekið langan tíma að komast á milli staða. Það segir sig því eiginlega sjálft að stundum getur maður orðið þreyttur. Ég hef búið hér síðan í september og mér finnst enn þá svolítið skrítið að búa í þessari mögnuðu borg þar sem austrið mætir vestrinu.“ Eru Tyrkir almennilegir í dag- legum samskiptum? „Ég hef mjög góða reynslu af dag- legum samskiptum mínum við heimafólk. Fæstir tala ensku og þar sem tyrkneskukunnátta mín er enn mjög takmörkuð þá þarf ég oft að nota einhvers konar táknmál og stök orð í stað setninga.“ Hvaða staðir eru mest spennandi í þínum huga? „Istanbúl tilheyrir bæði Evrópu og Asíu en borgin er byggð beggja vegna við Bospórussund. Ég bý As- íumegin í borginni og þar líður mér best. Stemningin í hverfinu mínu, Kadiköy, er frekar eins og í smá- borg en stórborg. Evrópumegin eru helstu ferðamannastaðirnir, versl- unargötur og hverfi með veitinga- stöðum og kaffihúsum og skemmti- leg hverfi þar eru t.d. Beyoglu og Galata Saray, Ortaköy og Nisan- tasi.“ Skemmtilegar gönguleiðir? Ég bý í þriggja mínútna fjarlægð frá sjónum og það er yndislegt að ganga meðfram honum á fallegum dögum. Evrópumegin í borginni er auðvitað mikið um fallegar bygg- ingar í spennandi hverfum og því best að leyfa sér að týnast smá til að kynnast borginni sem best. Hefur þú prófað góða veitinga- staði? Tyrknesk matarmenning er ótrú- lega mögnuð og fjöldi rétta virðist vera óendanlegur. Kjötréttir eins og kebab og köfte (hakkaðar lamba- kjöts-„bollur“ með kryddi eldaðar á ýmsa vegu), alls konar eldað græn- meti (eggaldin er mjög vinsælt) og fyllt vínviðarlauf með hrísgrjóna- og kjötblöndu eru dæmi um nokkra algenga rétti en með þessu er borð- að jógúrt og brauð. Fyrir matgæð- inga er því af nógu að taka. Hins vegar er erfitt að finna góða veit- ingastaði með mat frá öðrum þjóð- um. Hér eru alþjóðlegir skyndibita- staðir eins og McDonalds og Ken- tucky Fried Chicken en þá daga sem mig langar í sushi, taílenskan mat eða góðan ítalskan pastarétt neyðist ég til að láta mig dreyma. Mjög vinsæll og góður tyrk- neskur staður hérna Asíumegin er Ciya (www.ciya.com.tr). Þetta eru reyndar þrír veitingastaðir sama eiganda sem allir heita sama nafn- inu og eru nánast hlið við hlið! Þeir bjóða þó upp á mismunandi matar- gerð. Einn þeirra býður upp á fjöl- breytta rétti alls staðar að frá Tyrk- landi á meðan hinir tveir einbeita sér að kebabréttum. Er gott að versla? Matur og drykkur er ekki dýr nema ef talað er um innfluttar vörur. Þegar kemur að fatnaði og slíku er hægt að gera góð kaup til dæmis á skóm. Nánast önnur hver versl- un selur skó og ég uppgötvaði ný- lega að skóárstíðirnar hér eru ansi margar, alltaf nýjar og nýjar send- ingar eftir veðri! Það er mikið um markaði hér. Þeir sem heimsótt hafa borgina kannast eflaust við Grand Bazaar en þar er selt allt milli him- ins og jarðar. Líkt og nafnið gefur til kynna er hann ansi stór. Þegar ég fæ gesti fer ég gjarnan á minni mark- að í Eminönuhverfinu sem heitir Misir Carsisi (e. Spice or Egyptian Bazaar). Þar er hægt að kaupa krydd, þurrkaða ávexti og hnetur ásamt alls konar smávöru. Hefur þú ferðast út fyrir borgina? Á dagskrá er að fara til Suður-Tyrk- lands á næstu vikum til Antalya, Kas og jafnvel Bodrum en Íslend- ingar ættu að kannast við þá staði. Hvernig eyðir þú frítíma þínum í borginni? Á næstunni mun ég hefja tyrknesku- nám fyrir alvöru og þá fer eflaust mikið af frítímanum í lærdóm. Þar sem austrið mætir vestrinu Vala Ósk Bergsveinsdóttir kennir ensku í Özyegin Universitesi í Istanbúl. Hún hóf störf í september og ætlar að starfa þar áfram næsta vetur. „Dæmigerð búð á markaðsgötunni minni, ólífur, ostar, þurrkaðir ávextir, hnetur og margs konar gúmmelaði.” Vala Ósk fyrir framan hina þekktu Bláu mosku. 6 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 52 10 8 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is 13.900 kr.flug frá á lægsta verðinu árið 2012! Billund Heimsferðir bjóða þér beint flug til Billund í sumar. Flogið verður alla mánudaga frá 21. maí til 10. september frá Billlund til Keflavíkur. Flug frá Keflavík til Billund verður alla miðvikudaga frá 23. maí til 12. september. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í flug til Billund á lægsta verðinu. Skráðu þ ig í netklúb b Heimsfe rða og fáðu sen d öll tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.