Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 16
16 28. apríl 2012 LAUGARDAGUR Fyrir Alþingi liggur frum-varp mitt til laga um Ríkis- útvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónar- mið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallar- sjónarmið sem ríkt hefur í starf- semi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissam- félagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita lands mönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasam- tökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkis- útvarpsins gagnvart viðskiptaleg- um sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkis- útvarpsins sem fellur utan fjöl- miðlaþjónustu þess í almanna- þágu, m.a. sölu auglýsinga rýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsinga- rými í dagskrá. Þá verða settar tak markanir á lengd auglýsinga- tíma og auglýsingar í miðjum dag- skrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónar mið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði. Með frumvarpinu er menn- ingar hlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menn- ingarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því sam- hengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátt- takandi í íslenskri kvikmynda- gerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisút- varpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu. Ólafur Ragnar Grímsson þorir ekki að mæta mér og öðrum forsetaframbjóðendum í kapp- ræðum um málskotsrétt forseta á baráttudegi verkalýðsins 1. maí þar sem í tilefni dagsins átti einnig að velta upp þeirri spurningu hvort forsetinn geti með ein hverjum hætti staðið vörð um hagsmuni almennings í endurreisninni. Starfsstúlka Ólafs sendi það svar að hann vilji „sýna mót- frambjóðendum sínum virðingu“ með því að neita að mæta þeim á jafnréttisgrundvelli í kosninga- baráttunni til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðum um mál- skotsréttinn. Með þessu sýnir Ólafur hins vegar lítilsvirðingu og heldur forsetakosningunum í gíslingu. Þótt Ólafi hafi tekist um tíma að blekkja þjóðina með lýðskrumi blekkir hann mig ekki. Forsetinn sló sig til riddara með leikriti þar sem hann spilaði með málsskotsréttinn eftir eigin hent- ugleikum. Fyrst átta árum eftir að hann tók við embætti þegar kostunaraðilar fram- boðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrum- varpið. Stór mál, m.a. Kárahnjúkar, öryrkja- málið og fyrstu Icesave- lögin, fóru hins vegar í gegn með samþykki for- seta. Síðan eftir fimm- tán ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir Ólafs í kjölfar útrásar- víkingasmjaðursins þá greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Það gerði Ólafur í örvænt- ingafullri tilraun til að ná lýð- hylli við nýju keisarafötin sín og hafði þetta lítið með hagsmuni þjóðarinnar að gera. Á meðan erlendir vogunarsjóðir liggja eins og blóðsugur á banka- kerfi landsmanna og soga til sín peninga, heimili og atvinnufyrir- tæki galar forsetinn í útlöndum eftir afsökunarbeiðni afdankaðs stjórnmálamanns í Bretlandi í stað þess spyrna við yfirstandandi bankaráni frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar er tæki- færissinni sem verður aldrei forseti fyrir neinn nema sjálfan sig sagði samstarfs maður hans til margra ára, Stein- grímur Hermannsson, fyrrum forsætisráð- herra, við mig áður en lýð skrumarinn var kjör- inn í embætti forseta Íslands árið 1996. Nú er mál að Ólafur láti af því kverkataki sem hann er með á lýð- ræðinu, kveði niður sinn eigin Bessastaðadraug og þær kommúnísku hugsjónir sínar að sitja til eilífðar- nóns á forsetastóli. Farðu í friði Ólafur og gefðu þjóð þinni tækifæri til að velja sér nýjan forseta eftir lýðræðislegum leikreglum. Sportköfun er eitt þeirra áhuga-mála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endur- speglast í ferðamanna iðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferða- þjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunar- staður sem laðar hvað flesta ferða- menn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið dug- legir að markaðssetja Silfru og hafa myndir birst af þeim undraheimi sem Silfra býr yfir í helstu köfunar- tímaritum heims. Markaðs setningin hefur borið góðan árangur og er Silfra talin vera einn af tíu áhuga- verðustu ferskvatnsköfunarstöðum í heiminum. Með auknum fjölda kafara má því miður einnig gera ráð fyrir auknum fjölda óhappa. Á síðastliðnum árum hafa nokkur slys tengd köfun átt sér stað í Silfru og tvö þeirra alvarleg. Bæði alvarlegu slysin má að nokkru leyti rekja til þess að kafarar höfðu ekki næga köfunarreynslu til þess að kafa í þurrbúningi í köldu vatni og í öðru tilvikinu var menntun leið- sögukafara ábótavant. Af augljósum ástæðum er ekki mikið svigrúm til þess að gera mistök í köfun, hvorki hjá leiðsöguköfurum né heldur hjá ferðamönnum sem kafa, og í öðru alvarlega tilvikinu kostaði það líf ferðamannsins. Sportkafarafélag Íslands leggur ríka áherslu á öryggi við köfun og hefur, ásamt þeim rekstraraðilum sem selja köfunarferðir, kallað eftir breytingum á lögum nr. 31/1996 um köfun og reglugerð 535/2001. Þau lög og reglugerð sem gilda um atvinnuköfun, taka nær einungis mið af köfun sem tengist iðnaði eða björgun verðmæta úr sjó fyrir lög- aðila og má segja að lögin og reglu- gerðin séu í raun barn síns tíma þar sem ekki var gert ráð fyrir að aðrir kafarar en hinir svokölluðu iðnaðar- kafarar fengju greitt fyrir störf sín. Verulegar framfarir hafa orðið í köfunarsamfélaginu síðan lögin og reglugerðin tóku gildi og má segja að tvær gerðir atvinnukafara hafi bæst við, þ.e. ferðaþjónustu kafarar og kafarar í þágu almannahags- muna eins og lögregla og slökkvi- lið. Báðir þessir hópar fá greitt fyrir köfunarvinnu sína og flokkast því skv. 1. mgr. 2. gr. laganna til atvinnukafara. Bæði lögum og reglugerð þarf að breyta þannig að allir hópar köfunarsamfélagsins rúmist innan þeirra og auki öryggi kafara. Með aukningu á ferðaþjónustu- köfun, þar sem hópar sportkafara skoða undirdjúp Íslands, er nauð- synlegt að tryggja að vel sé staðið að hlutum og að öryggi allra sé með allra besta móti. Köfun á að vera öruggt og skemmtilegt sport eins og fjallganga, klifur, og önnur úti- vist. Því þarf að gera kröfur um að einungis lærðir kafarar sem hlotið hafa þjálfun í meðhöndlun köfunar- slysa og óhappa leiði slíka ferða- mannaköfun. Við þurfum reglur sem kveða á um hámarksfjölda kaf- ara á hvern leiðsögukafara í köfun- arferðum og við þurfum að tryggja að leiðsögukafarar haldi þekkingu og færni sinni við og séu ávallt þjálfaðir til að bregðast við þeim að- stæðum sem koma upp hverju sinni. Það er ekki nóg að stjórnvöld standi fyrir því að bjóða ferða- mönnum heim með átakinu „Inspi- red by Iceland” ef við ætlum ekki að gera okkar besta til þess að ferða- mennirnir fái bestu og öruggustu þjónustu sem við getum boðið upp á og komist heilir heim. Sportkafarafélag Íslands kallar eftir ábyrgri afstöðu ráðamanna og skorar á Siglingastofnun og innan- ríkisráðuneytið að endurskoða nú þegar lög og reglugerð um köfun í samstarfi við þá aðila sem hafa köfun að atvinnu. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frum- varpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjöl- miðlaþjónustu þess í almannaþágu, m. a. sölu auglýs- ingarýmis. Forsetinn sló sig til riddara með leikriti þar sem hann spilaði með málsskots- réttinn eftir eigin hentug- leikum. Við þurfum reglur sem kveða á um hámarksfjölda kafara á hvern leiðsögu- kafara í köfunarferðum og við þurfum að tryggja að leiðsögukafarar… Fjölmiðill í almannaþágu Kverkatak forsetans Köfun og öryggi Köfun Anna María Einarsdóttir köfunarkennari Þór H. Ásgeirsson kafari Ríkisútvarpið Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Forsetaembættið Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi Rjúpnahæð, Hnoðraholt, Smala- holt og Þing. Kópavogsbær auglýsir t il ú thlutunar byggingarrétt á lóðum í Rjúpnahæð, Hnoðraholti, Smalaholti og Þingum. Um er að ræða fjölbreytt úrval lóða fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús. Lóðirnar e ru nú þegar byggingarhæfar og er uppbygging hverfanna komin vel áleiðis. Stutt er í alla þjónustu. Í næsta nágrenni er að finna einstök útivistarsvæði og ósnortna náttúru. Listi yfir lausar lóðir, skipulagsuppdrættir, skilmálar, umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og upplýsingar um verð eru aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfissviði Kópavogsbæjar. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi í íbúagátt á vefsíðu bæjarins. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök ta hy lg i á því að umsóknum ein- staklinga um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Lágmarksviðmið um greiðsluhæfi er kr. 40.000.000 fyrir einbýlishús og kr. 35.000.000 fyrir rað- og parhús. Skattframtal síðasta árs skal ennfremur fylgja umsókn. Fyrirtækjum ber að skila á rsreikningi sínum fyrir síðasta fram- talsár árituðum af löggiltum endurskoðanda. Fyrirliggjandi umsóknir eru teknar f yrir á fu ndum f ramkvæmdaráðs Kópavogs. Fundir eru að jafnaði haldnir tvisvar í mánuði. Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.