Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 97
LAUGARDAGUR 28. apríl 2012 57 „Þetta verður svakaleg stemning. Það eru mjög góðir keppendur og það verður hart barist,“ segir plötu- snúðurinn Addi Exos. Hann er einn af skipuleggjendum keppninnar Plötusnúður Íslands 2012 sem verður haldin á Gauknum í kvöld. Keppt verður í flokki 18 ára og yngri snemma um kvöldið og svo 18 ára og eldri eftir miðnætti. Keppendurnir verða tólf. Dómarar í eldri-keppninni eru nokkrir af reyndustu plötusnúðum landsins, þar á meðal Dj Margeir, Exos, Dj Frímann og Þórhallur Skúlason en hann vann eina slíka keppni árið 1990. Dj Óli Geir, Sindri Bm og fleiri dæma yngri- keppnina. Síðasta plötusnúðakeppni var haldin árið 2010 og hét hún Djkeppni.is. Atli Barðason og Magnús Gunnarsson báru þar sigur úr býtum. Miðaverð á Plötusnúð Íslands er 1.000 krónur og er það Tónastöðin sem gefur glæsileg verðlaun. Plötusnúðar keppa SIGURVEGARI Atli Barðason vann plötusnúðakeppnina fyrir tveimur árum. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í áttunda skiptið í sumar, helgina 26.-29. júlí. Fram koma Mugison, Valgeir Guðjónsson, Fjalla- bræður og Contalgen Funeral. Bræðslan hefur í gegnum árin skipað sér sess sem ómissandi hlekkur í tónlistarlífi landans. Tón- leikarnir fara fram að kvöldi 28. júlí í gamalli síldarbræðslu sem heimamenn breyta í tónleikahöll einu sinni á ári. Forsala á Bræðsluna hefst 10. maí á Midi.is en síðustu ár hefur selst upp á Bræðsluna í forsölu enda aðeins 800 aðgöngumiðar í boði. MUGISON Tónlistarmaðurinn vinsæli spilar á Bræðslunni í sumar. Áttunda Bræðslan Gwyneth Paltrow er í við ræðum um að leika í nýrri söngleikja- uppfærslu á kvikmyndinni Finding Neverland sem kom út 2004. Paltrow á að leika Sylviu Llewelyn David, fjögurra barna móður sem vingast við rit- höfundinn J. M. Barrie. Þessi vinskapur veitti honum inn- blástur til að skrifa ævintýrið um Pétur Pan. Með aðalhlutverkin í myndinni fóru Kate Winslet og Johnny Depp. Paltrow hefur sungið í gesta- hlutverki sjónvarpsþáttanna Glee og í kvikmyndinni Country Strong og hefur því einhverja reynslu á þessu sviði. Paltrow í söngleik GWYNETH PALTROW Í viðræðum um að leika í nýjum söngleik. Bob Dylan verður heiðrað- ur af forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í á næstunni. Hann fær afhenta æðstu orðu sem almennum borgara getur hlotnast í landinu, Frelsisorðuna. Dylan, sem er einn af þrettán sem fá afhenta Frelsisorðuna, fær hana fyrir þau miklu áhrif sem hann hefur haft á banda- ríska menningu á sínum langa ferli. Meðal hinna sem fá orðuna eru Madeleine Albright, fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og geimfarinn John Glenn. Dylan fær Frelsisorðu HEIÐRAÐUR Bob Dylan verður heiðraður með Frelsisorðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.