Fréttablaðið - 28.04.2012, Side 40

Fréttablaðið - 28.04.2012, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. APRÍL 20124 Hið svokallað „arabíska vor“ sem brast á í fyrra varð til þess að ferðamönnum fækkaði talsvert í Austurlöndum nær. Fjölmiðlar hafa hins vegar bent á að það sé óhætt að ferðast til vissra landa, þar á meðal til Jórdaníu þótt það hljómi ótrúlega þar sem landamæri landsins liggja að Sýr- landi í norðri, Írak í norðaustri, Sádi-Ar- abíu í austri og suðri og Ísrael og Vestur- bakkanum í vestri. Týnda borgin Petra, sem er austan Vadi Araba í suð- urhluta Jórdaníu, hefur um árabil verið eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar er vinsælt að skoða stórkostlegar fornar byggingar; baðhús, grafhýsi og fleira, sem voru höggnar inn í sandsteinsfjöll fyrir um það bil 2.400 árum. Petra er arfleifð nabateanna, ar- abísks þjóðflokks, og oft kölluð týnda borgin en nafngiftina má rekja til þess að borgin féll í gleymsku þar til sviss- neski ævintýramaðurinn Jóhann Burk- hardt fann hana árið 1812. T. E. Law- rence, betur þekktur sem Arabíu-Law- rence, heimsótti Petru rúmri öld síðar og fór fögrum orðum í hana í bréfa- skriftum við vini sína. Vegna sérstæðs útlits og þeirrar dul- úðar sem umvefur borgina hefur Petra orðið vinsælt sögusvið í skáldskap og er skemmst að minnast þriðju kvik- myndarinnar um fornleifafræðinginn Indiana Jones þar sem leitin að hinum heilaga kaleik berst að lokum til borg- arinnar. Jeppasafarí og kappreiðar Ævintýraþyrstir ferðalangar gætu líka notið þess að skella sér í ferð á úlföldum eða í jeppa- safarí um eyðimörk- ina Wadi Rum í suð- urhluta Jórdaníu. Þar má enn frem- ur njóta einstakrar náttúrufegurðar, fylgjast með úlfalda- kappreiðum og gista í tjaldbúðum bedúína svo dæmi séu nefnd. Einnig þykir óviðjafnanlegt að sofa á dýnu undir berum og stjörnubjörtum himni í miðri eyðimörk. Fjöldi ferðamanna leggur ár- lega leið sína til Dauðahafsins, sem er á landamærum Jórdaníu, Ísraels og Vesturbakkans, í Sig- dalnum. Vatnið er dýpsta salt- tjörn heims, 76 kílómetrar að lengd, allt að 18 kílómetra breitt og 400 metra djúpt þar sem það er dýpst. Óvenjulega mikil selta gerir það að verkum að nánast ógerlegt er að synda eða sökkva og því er vinsælt að láta sig fljóta á vatn- inu. Þar er enn fremur vinsælt að fara í strandferðir eða bregða sér í afslapp- andi leirbað í góðum félagsskap. Í fótspor Arabíu-Lawrence Jórdanía, konungsríki hasemíta, laðar árlega til sín fjölda ferðamanna sem vilja upplifa spennandi ævintýri í Mið-Austurlöndum. Í þriðju myndinni um Indiana Jones upphefst æsispennandi leit að hinum heilaga kaleik. Myndin var tekin að hluta til upp í Petru. Árlega leggur fjöldi ferða- manna leið sína til Dauða- hafsins. Klettaklifur nálægt Petru. NORDICPHOTOS/GETTY Bedúinar borða kvöldmat við varðeldinn. Dýraeigendur sem eru að fara til útlanda ættu ekki að eiga í teljandi vandræðum með að koma gæludýrunum í pössun. Hérlendis eru starf- rækt nokkur dýrahótel þar sem þeim gefst færi á að skilja vini sína eftir í umsjá góðra aðila. Hér eru nokkur talin upp. Dýrahótel hefur verið rekið á Leirum á Kjalarnesi um langt skeið. Þar eru öll gæludýr velkomin þótt megináhersla sé á hunda. Aðstöðunni er skipt niður eftir dýrategundum og hafa hundarnir afgirta útiaðstöðu ásamt stóru sameiginlegu útisvæði. Hótelið er rekið allt árið um kring og er móttaka höfð opin alla daga frá klukkan 9 til 18. Allar nánari upp- lýsingar á vefsíðunni www.hundahotel.is. Að Flugvöllum 6 í Reykjanesbæ er rekið gæludýrahótel fyrir hunda, ketti og nagdýr. Húsið er það eina á landinu sem er hannað með slíka starfsemi í huga. Hundarnir fá inni- og útibúr sem liggja út í stórt útigerði á bak við hótelið. Kettir dvelja í sérhönnuðum, þriggja hæða búrum. Dýra- læknir, hundasnyrtir og gæludýraverslun eru með starfsemi í húsinu. Þess má geta að þar sem hótelið er skammt frá flugvelli er dýraeigendum á leið til útlanda boðið að skilja bifreiðar sínar þar eftir. Starfsmenn geta ekið þeim út á völl. Boðið er upp á þjónustuna allan sólarhringinn, allt árið um kring. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 421-0050. Hundagæsluheimilið Arnarstöðum, hjá Selfossi, hefur verið starfrækt frá árinu 1983 og er því það elsta sinnar tegundar á landinu. Þar er aðstaða til að taka á móti tuttugu hundum í einu og hefur hver hundur sérstaka stíu, bæði inni og úti. Hundar frá sama heimili geta verið saman í stíu því milliþil eru færanleg og auðvelt að færa rými til eftir þörfum, segir á vefsíðunni www.simnet.is/hunda- hotel/. Kattahótel er rekið í Kattholti að Stangarhyl 2 í Reykjavík. Þar er gæsla fyrir heimilisketti sem þurfa að dvelja í lengri eða skemmri tíma. Allir kettir fá þar rúmgott búr og tækifæri til að teygja úr sér á hverjum degi. Kettir þurfa að vera bólusettir og ormahreins- aðir til að fá gistingu og högnar geltir. Köttunum þurfa að fylgja upplýsingar um mataræði. Nánar á kattholt.is. GÆLUDÝR Í GÓÐUM HÖNDUM Fáir staðir í Evrópu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Garda–vatnið í norðurhluta Ítalíu. Upplifðu ævintýralega menningarferð til Garda–vatnsins með Margréti Laxness. F í t o n / S Í A Sérferðir expressferdir.is 5 900 100 14.–21. júlí 28. júlí–4. ágúst TÖFRAR GARDA-VATNSINS Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 3* hóteli Le Palme, akstur til og frá hóteli. Fararstjóri: Margrét Laxness Netverð á mann í tvíbýli frá 169.900 kr. ÆVINTÝRAFERÐ TIL TOSCANA Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með morgun- og kvöldverði. Skoðunarferðir og akstur. Íslensk fararstjórn allan tímann. Verð á mann í tvíbýli frá 199.900 kr. Fullt fæði Express ferðir bjóða einstaka ævintýra- og sælkeraferð til Toscana. Þetta verður sannarlega ógleymanlega ferð. Fararstjóri verður Halldór E. Laxness sem gjörþekkir héraðið. Meðal annars verður farið til Flórens, Pisa, Lucca, Siena og Monte Carlo. Töfrar Ítalíu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.