Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 28
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR28 Ú rslitakeppni NBA- deildarinnar hefst í kvöld eftir sann- kallað sprettmót sem hófst á jóladag. Þó keyrslan hafi verið hörð og geta og heilsa leik- manna hafi mögulega liðið fyrir það eru körfuknattleiks unnendur um heim allan eflaust glaðir með að fá yfir höfuð að sjá úrslita- keppni NBA. Eftir harða kjaradeilu og verk- fall framan af vetri, þar sem ungir milljónamæringar öttu kappi við gamla milljarðamæringa um hvernig ætti að skipta milli sín tekjum deildarinnar náðist loks samkomulag og deildin rúllaði í gang, hér um bil án undir búnings- tímabils og tækifæra til leik- mannaskipta. Hraðmót NBA 2011-2012 66 leikir voru leiknir í stað 82 eins og hefur verið alla tíð (utan vetrarins 1998-99 þegar verkfall stytti tímabilið niður í 50 leiki) og þeir voru leiknir á mettíma (120 dögum!) þar sem lið þurftu að sætta sig við að leika þrjá daga í röð þegar verst lét. Þrátt fyrir takmarkaðan tíma- ramma vantaði lítið upp á drama- tík, hæðir og lægðir í deildinni. Fyrsta sprengjan féll raunar fyrir fyrsta uppkastið, þegar NBA- deildin ógilti leikmannaskipti milli LA Lakers og New Orleans Hornets, sem hefðu komið Chris Paul í leikstjórnandahlutverkið hjá stórveldinu gamla. Þess í stað hafnaði Paul hjá Clippers í einni áhrifaríkustu og hröðustu upp- byggingu liðs í seinni tíð. Fyrr en nokkurn varði var Clippers, sem er einfaldlega versti NBA-klúbbur síðustu 25 ára, kominn með ungt og spennandi lið sem átti að verða fyllilega í stakk búið til að berjast um meistaratitla á komandi árum. Þannig hófst tímabilið með látum og síðan þá hefur hreint ekki verið rólegra um að lítast. Hinir góðu, þeir slæmu og hinir hrikalega lélegu Í upphafi deildarkeppninnar voru það Oklahoma City Thunder, Miami Heat og Chicago Bulls sem byrjuðu einna best og hafa haldið sínu allt tímabilið. Ellismellirnir ódrepandi í San Antonio Spurs gengu síðan í gegnum endurnýjun lífdaga með vorinu og tylltu sér á topp Vest- urdeildarinnar. Á sama tíma fór allt að ganga upp hjá Boston Cel- tics sem virðast eiga einn séns í viðbót til að gera atlögu að titl- inum, þrátt fyrir eymsli og brak- andi liði. Þar fyrir utan má nefna Los Angeles Lakers sem hafa sýnt sínar bestu og verstu hliðar í vetur, en skyldu seint afskrifaðir, að ógleymdum meisturum Dallas Mavericks, sem hafa ekki verið mjög sannfærandi. Clippers risu ekki beint undir öllum þeim væntingum sem á þá voru lagðar, ekki frekar en New York Knicks sem bættu við sig varnartrölli en virtust á leið til glötunar þar til frelsunin birtist þeim í leikstjórnandanum Jeremy Lin. Eitt athyglisverðasta lið vetrarins var Minnesota Timber- wolves sem mætti til leiks með ungan og spennandi leikmanna- hóp og kom mörgum á óvart. Sam- leikur Ricky Rubio og Kevin Love gaf einstök fyrirheit um bjarta framtíð, en þegar þeir meiddust báðir hrundi liðið eins og spila- borg. Gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af á næsta tímabili. Á hinum endanum eru lið eins og Washington Wizards, Sacramento Kings, New Orelans og síðast en ekki síst Charlotte Bobcats sem gerðu sér lítið fyrir og slógu met. Þeir eru versta liðið í sögu NBA- deildarinnar, með rétt um tíu pró- senta sigurhlutfall. Eitthvað sem eigandinn, Michael nokkur Jordan, ætti ekki að sætta sig við. Leitin endalausa Eflaust verður leit LeBron James að sínum fyrsta titli í brennidepli í úrslitakeppninni (líkt og síðustu þrjú árin) en frammistaða hans með Miami í vetur hefur verið nær einstök. Hann er með 27,2 stig í leik, 7,9 fráköst, 6,2 stoðsendingar og 1,9 stolna bolta. Það er ekki nóg með að hann leiði lið Miami í öllum þessum tölfræðiþáttum, heldur er þetta í fyrsta sinn sem nokkur nær slíku síðan Michael Jordan náði því tímabilið 1988-89. Mikið hefur verið gert úr því hversu LeBron virðist hafa fatast flugið á ögurstundu síðustu ár, ekki síst í úrslitarimmunni gegn Dallas síðasta vor. Miðað við frammistöðu hans hingað til virðist hann staðráðinn í að reka af sér það slyðruorð. Nú er hins vegar einskis að bíða. Leikar hefjast í kvöld og tveggja vikna körfuboltaveisla er fram- undan. Komið að úrslitastund í NBA Úrslitakeppni NBA hefst í kvöld eftir brokkgenga deildarkeppni þar sem hvert lið lék 66 leiki á um 120 dögum. Enginn hörgull var á uppákomum og dramatík þrátt fyrir óvenjustutt tímabil. Þorgils Jónsson lítur yfir farinn veg, fer yfir helstu atburði vetrarins og spáir í spilin fyrir úrslitakeppnina, en þar eru margir fræknir kappar um hituna í baráttu um meistaratignina. TITLATOG LeBron James hefur átt ótrúlega leiktíð fyrir Miami Heat en hefur enn ekki unnið meistaratitil. Nú er komið að úrslita- keppninni þar sem hann hefur stigið mörg feilspor síðustu ár. NORDICPHOTO/AFP Í rúman áratug var Ron Artest einn besti varnar- maður NBA-deildarinnar en um leið ólíkindatól sem var jafnlíklegur til að láta vísa sér af parketinu fyrir dólgslæti og/eða ofbeldi, með tilheyrandi skaða fyrir lið sitt. Hann sneri lífi sínu undraskjótt við eftir að hann gekk í raðir LA Lakers og vann með þeim sinn fyrsta meistaratitil. Artest varð að fyrirmyndarborgara sem vann að geðheilbrigðis- málum og breytti nafni sínu í Metta World Peace. Svo gleymdi hann sér aðeins í æsingnum á dögunum og þrumaði James Harden niður að ósekju. Dýrið varð laust á ný og verður fróðlegt að sjá hvort Metta eða Ron mæti til leiks þegar hann hefur setið af sér sjö leikja bann sem hann fékk fyrir árásina. Friðurinn úti Átta lið úr hvorri deild NBA berjast um að komast í fjórðungsúrslit. Liðin þurfa að vinna fjóra leiki til að komast áfram. Vesturdeildin San Antonio (1) - Utah (8) San Antonio hafa verið rjúkandi heitir að undanförnu og hafa bæði reynslu og gæði til að klára þetta einvígi. Utah unnu síðustu fjóra leiki sína, en mæta hér ofjarli sínum. Oklahoma City (2) - Dallas (7) Spennandi rimma þar sem meistar- arnir mæta einu besta unga liði deildarinnar, með Russell Westbrook og Kevin Durant í fararbroddi. Dallas verða að reiða sig á hamfaraspila- mennsku hjá sínum lykilmönnum. LA Lakers (3) - Denver (6) Enginn meistarabragur hefur verið á Lakers í ár. En Kobe Bryant er úthvíldur og þeir Pau Gasol og Andrew Bynum eru besta fram- línupar deildarinnar. Það gæti skipt sköpum, en Denver hafa unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru ekki undir neinni pressu. Memphis (4) - LA Clippers (5) Þetta er eitt af áhugaverðari einvígum fyrstu umferðarinnar. Allt getur gerst hjá þessum frábæru liðum, en lykillinn er samvinna Chris Paul og Blakes Griffin hjá Clippers. Gangi þeim allt í haginn eiga þeir sigur vísan. Austurdeildin Chicago (1) - Philadelphia (8) Þetta ætti að verða létt. Chicago er með mörgum sinnum betra lið og á sigur vísan. Miami (2) - New York (7) Miami á að vinna þessa rimmu án teljandi vandræða, en Knicks gætu komið á óvart og staðið í LeBron og félögum. Indiana (3) - Orlando (6) Þetta ætti að verða auðsótt fyrir Indiana því Orlando eru án Dwight Howard. Sem sagt allslausir. Boston (4) - Atlanta (5) Celtics hafa verið á mikilli siglingu, ekki síst vegna frammistöðu Rajon Rondo og Kevin Garnett. Einvígi liðanna í úrslitakeppnum síðustu ára hafa hins vegar verið rafmögnuð og ekkert er útilokað hér. ■ FYRSTA UMFERÐ Tim Duncan er að margra mati besti kraftframherji í sögu NBA og hann getur sýnt fram á titla og tölfræði- blöð til að rökstyðja það. Duncan er hins vegar ekki að yngjast frekar en aðrir, er nýorðinn 36 ára, og þjálfari San Antonio Spurs hefur haft vit á því að leyfa honum að hvíla gömul hné. Á tölfræði- skýrslu eins leiks sem Duncan var hvíldur hafði þjálfarinn skrifað við nafn hans: DNP - Old sem myndi útleggjast á íslensku: „Ekki með sökum elli.“ Það var auðvitað í gríni, en Duncan og Spurs er full alvara með að ætla að bæta enn einum titli í safnið í ár. Setið hjá sökum elli Hver sá þetta í spilunum? Jeremy Lin átti sér vart framtíð í NBA fyrr en þjálfari Knicks lenti í manneklu í febrúar og sleppti honum lausum. Viku síðar var Lin orðinn einn af umtöluðustu mönnum heims og vonar- stjarna fyrir milljónir ungmenna um heim allan. 26 leikir og treyjur merktar Lin seldust mest af öllum í NBA í vetur, meira en treyjur Kone og LeBron. Lin er því miður meiddur og tekur ekki þátt í úrslita- keppninni þannig að væntingaskaflinn bíður hans næsta hausts. Lin-disþokki (og fleiri vondir orðaleikir) Dwight Howard hefur um árabil verið ein við- kunnanlegasta stjarna deildarinnar. Þó hann gefi ekkert eftir á vellinum og kvarti oft undan dómurum var hann jafnan kurteis, hreinn og beinn og sífellt brosandi. Þangað til í vetur þegar Howard gerði allt sem í hans valdi stóð til að komast burt frá Orlando, meðal annars vílaði hann ekki fyrir sér að krefjast þess að þjálfari liðsins yrði rekinn. Svo skipti hann um skoðun og vildi vera áfram en fór svo í bakaðgerð og verður ekki með í úrslita- keppninni. Ekki er gott að spá um fram- haldið hjá Howard, en óþægilegar minn- ingar um framferði LeBron James við félagaskipti vakna óneitanlega. Fellur á glansmynd ofurmennisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.