Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 32
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR32 S kilnaðir þýða brostnir draumar og eru oft sársaukafullir. Flestir foreldrar sem ganga í gegnum skilnað hafa áhyggjur af hvernig börnunum muni reiða af og vilja þeim hið allra besta. Það er hins vegar margt sem hefur áhrif á hvernig til tekst. Sé fólk reitt og sárt út í fyrrverandi maka, sem aftur litar öll samskipti, geta börn lent í mikilli togstreitu ef þau eru notuð sem tafl í því spili. Þau eru líka eins og barómet á líðan foreldranna og þjást oft sjálf ef þeim líður illa.“ segir Valgerður Halldórsdóttir félags- ráðgjafi. Sem dæmi um mistök foreldra nefnir hún að þeir noti börnin stundum sem skilaboða- skjóður sín á milli eða láti þau vera með eftirlit á heimilum hvors um sig. Stærstu skyssuna geri þó þeir foreldrar sem láta sig hverfa úr lífi barna sinna í kjölfar skilnaðar, eða meini börnum að hitta foreldri. Fjar- vera geti haft mikil áhrif, rétt eins og nærvera. „Börn þurfa fullvissu um að þau séu elskuð og að þau skipti foreldra sína máli,“ segir hún. Foreldrahlutverkið breytist Valgerður segir mikilvægt að foreldrar sem standi í skilnaði séu búnir að ræða það sín á milli hvernig þeir ætli að haga hlutunum. „Það fer illa í börn að vita ekki hvað verður. Þau vilja upplýsingar og þau vilja að for- eldrar geti haft góð samskipti sín á milli án þess að draga þau inn í öll mál. Annars lenda þau í hollustuklemmu sem er þeim óholl. Vilji foreldrar setja hags- muni barna sinna í fyrsta sæti við skilnað má byrja á að taka ákvörðun um að eiga góð sam- skipti og virða þá staðreynd að börn eiga tvö heimili.“ Oft segir Valgerður sam- skipti barna minnka við það for- eldri sem flytur af heimilinu. Nú færist þó í vöxt að foreldrar hafi börnin viku og viku í senn og telur hún það í góðu lagi. Þó verði að hafa í huga að ástæða geti verið til að breyta til og mikil- vægt sé að foreldrar meti stöðuna reglulega. Samningar sem gerðir séu þegar börn eru þriggja ára þurfi ekki að henta þeim tíu ára. „Börn sem eru illa stödd félags- lega geta átt erfitt með að halda í vini sína ef þau eru stöðugt að skipta um heimili,“ segir hún og bætir við að stundum upplifi börn og ungmenni að þau eigi hvorki heima hjá mömmu né pabba. „Það kemur flestum á óvart hvað foreldrahlutverkið breytist með skilnaði,“ segir Valgerður. „Barnið er allt í einu orðið hluti af lífi sem foreldri hefur ekki aðgang að. Foreldrið þekkir ekki vinina sem barnið umgengst á hinu heimilinu né fjölskyldur sem það kynnist þar. Þetta er óþægileg staða. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa samskiptin sín á milli í lagi, þá verður miklu hægara að halda yfirsýn. Eða hversu margir unglingar leika ekki lausum hala af því að foreldrar þeirra tala ekki saman?“ Að ætla sér um of Valgerður er formaður í Félagi stjúpfjölskyldna sem heldur meðal annars úti heimsíðunni www.stjuptengsl.is. „Ég hef alla ævi verið í einhvers konar stjúp- fjölskyldu og þegar ég sem ein- hleyp móðir giftist einhleypum föður kynntist ég því vel á eigin skinni. Svo er ég sem félagsráð- gjafi oft með viðtöl sem snerta slík mál þannig að ég þekki þau frá öllum hliðum,“ segir Val- gerður sem einmitt er að skrifa bók sem kemur út hjá Forlaginu í sumar sem koma ætti fólki vel við skilnað og þegar það stofnar til stjúpfjölskyldu. Hún segir „vondu stjúpuna“ eða frekar „pirruðu stjúpuna“ enn lifa góðu lífi. „Fólk fer af stað fullt bjart- sýni inn í stjúpforeldrahlutverkið og vill gera vel. Sýni börn ekki þau viðbrögð sem vænst er eða samvinna við foreldri er ekki gott, er stutt í vondu stjúpuna eða vonda stjúpann. Ábyrgðin á því hvernig gengur er ekki eingöngu á ábyrgð stjúpforeldrisins, maki þess og foreldri barnsins skiptir ekki minna máli. Mistökin eru þau að ætla sér um of,“ segir hún. Það er barninu fyrir bestu að talað sé um tengslin eins og þau eru og haga sér samkvæmt því, að mati Valgerðar. „Það kann yfirleitt ekki góðri lukku að stýra að skilgreina stjúpforeldri eins og það sé foreldri barnsins því þá er viss tilhneiging til að skera á tengslin við blóðforeldrið. Stjúpforeldri getur verið góð við- bót við þann kjarna sem annast barnið en kemur ekki í stað for- eldris,“ segir hún. Tíð tengslarof slæm Í dag er málum þannig háttað að þegar foreldrar sem fara einir með forsjá barna sinna ganga inn í sambúð eða giftast aftur fær stjúpforeldrið sjálfkrafa forsjá barnsins. Valgerður er þeirrar skoðunar að kippa eigi þeirri forsjá úr sambandi en gera stjúp- foreldrum mögulegt að sækja um forsjá barns, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hún segir tíð tengslarof hafa slæm áhrif á börn. Stundum komi stjúpur og stjúpar inn í líf barna tíma bundið en umgengnin eftir skilnað verði að fara eftir samkomulagi. „Í sumum tilvikum hefur stjúpfor- eldrið verið í foreldrahlutverki og væntumþykja skapast á báða bóga. Ef vilji beggja er til að viðhalda sambandinu má bjóða barninu öðru hvoru í bíó eða heimsókn. Stundum styrkist sam- bandið og stundum dofnar það.“ Erfiðustu dæmin um svona mynstur segir Valgerður vera þegar stjúpforeldri hefur verið í foreldrahlutverki og á annað barn á heimilinu sem það umgengst reglulega. „Það getur verið sárt fyrir barn að horfa á eftir systkinum sínum fara, en vera skilið eftir eða ekki leyft að fara með. Deilur stjúpforeldra og foreldra við skilnað bitna oft á börnunum.“ segir hún. Þyrfti ókeypis ráðgjöf Valgerður telur mikilvægt að samfélagið styðji við fólk sem er að fara í gegnum skilnað og við stjúpfjölskyldur þannig að þær geti fengið ráðgjöf án þess að þurfa að opna budduna. „Fólki er boðið á námskeið þegar það eignast barn og ættleiðir barn en ef það er að gerast stjúp- foreldri þá fær það enga form- lega leiðsögn, því mundi ég vilja breyta. Ég vil sjá að um leið og fólk skráir sig í sambúð eða lætur gefa sig saman þá standi því námskeið til boða ef það er á leið í stjúpfjölskyldu. Í því fælist mikilvæg barna- og fjölskyldu- vernd.“ Börn lenda í hollustu- klemmu Velferð barna skal ávallt hafa forgang, samkvæmt þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við erfiðan skilnað getur þetta ákvæði vafist fyrir foreldrum, þrátt fyrir góðan ásetning, og stjúp- foreldrar geta aukið á flækjuna eins og Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði Gunnþóru Gunnars- dóttur grein fyrir. FORMAÐUR FÉLAGS STJÚPFJÖLSKYLDNA „Börn sem eru illa stödd félagslega geta átt erfitt með að halda í vini sína ef þau eru stöðugt að skipta um heimili,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Börn þurfa fullvissu um að þau séu elskuð og að þau skipti for- eldra sína máli.“ ■ „Nei, ég er ekki í stjúpfjölskyldu, pabbi þeirra er lifandi“ ■ „Nei, ég er ekki í stjúpfjölskyldu, hann er bara vinur barnanna minna.“ ■ „Nei, ég er ekki stjúpa, börnin hans búa ekki hjá okkur.“ ■ „Nei, við erum eiginlega ekki stjúpfjölskylda, samskipti hans við krakkana eru svo lítil.“ ■ „Nei, ég er ekki stjúpi, börnin eru orðin svo fullorðin.“ ■ „Hún er meira svona eins og mamma þeirra, hún er svo góð við þau.“ ■ „Nei, við erum ekki stjúpfjölskylda, börnin hans eiga lögheimili hjá mömmu þeirra.“ ■ „Nei, hann getur ekki verið stjúpi þeirra, við foreldrarnir erum með sameiginlega forsjá.“ ■ „Nei, við erum meira eins og venjuleg fjölskylda, hann er eins og „pabbi“ hennar.“ ■ „Nei, hann er ekki stjúpi minn, ég þoli hann ekki.“ ■ „Nei, ekki lengur, við eigum börn saman.“ ■ „Nei, við erum ekki stjúpfjölskylda, hún er bara konan hans pabba.“ Úr væntanlegri bók Valgerðar um stjúptengsl. STJÚPBLINDA SAMFÉLAGSINS „Hann spyr alltaf konuna sína fyrst ef ég bið hann um eitthvað. Það er eins og hún ráði öllu.“ „Ég vildi ekki hafa hann í húsinu, þetta var mitt og mömmu hús, ekki hans. Hann reyndi að tengjast mér en ég gerði honum það erfitt fyrir.“ „Þetta er engan veginn að ganga upp hjá okkur, þegar hans börn koma þá gilda allt aðrar reglur um þau en mín börn. Hann er strangur við mín börn en eftir- gefanlegur við sín. Ef ég minnist á þetta þá segir hann þau koma svo sjaldan og ég eigi ekki að láta svona. Ég velti fyrir mér hvaða reglur eigi síðan að gilda um sameignlegan son okkar sem er 15 mánaða.“ „Stelpan hans stýrir öllum matar- tímum hjá okkur með leiðindum og hann gerir ekki neitt.“ Heimild: www.stjuptengsl.is ■ UMMÆLI FÓLKS Í STJÚPFJÖLSKYLDUM einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 Laxabeygla Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda 895,- NÚ 595,- Í ár eru 20 ár liðin frá því að Ísland staðfesti Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Í tilefni stórafmælis sáttmálans mun Fréttablaðið fjalla reglulega í helgarblaði um málefni sem tengjast Barnasáttmálanum með einum eða öðrum hætti. 20 ÁRA Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 3. grein: Það sem barninu er fyrir bestu Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. 9. grein: Aðskilnaður frá foreldrum Aðildarríki skulu tryggja að börn verði ekki skilin frá foreldrum sínum nema ef velferð barnanna verður ekki tryggð með öðru móti. Barn sem ekki elst upp hjá báðum foreldrum á rétt á að umgangast þá báða reglulega nema það sé andstætt hagsmunum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.