Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 24
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR24 R agga nagli hefur bein- skeyttan stíl. Hún talar jafnan um sjálfa sig í þriðju persónu og vandar ekki let- ingjum fullum sjálfsvor- kunnar kveðjurnar. Er Ragga Nagli einhvers konar „hliðarsjálf“ Ragn- hildar Þórðardóttur, sálfræðings og einka- þjálfara? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég er mjög skoðanaglöð manneskja og læt skoðanir mínar flakka ef ég á annað borð hef þær. Allt sem ég skrifa er komið beint úr mínum eigin hugleiðingum. Ég myndi aldrei skrifa neitt sem ég myndi ekki segja beint við vinkonu mína á kaffihúsi.“ Naglinn þolir ekkert kjaftæði og væl. „Ég hef enga samúð með fólki sem vælir og grenjar ef það fær kvef. Um daginn skrifaði ég grein um konu sem er ekki með handleggi og keppir samt í fitness. Ef ég nenni ekki í ræktina sjálf þá sparka ég í rassinn á sjálfri mér og minni mig á að það eru forréttindi að geta hreyft sig. Það er ekki í boði að láta leti stöðva sig, ekki á meðan fólk með ótrúlegar hindranir nær afburðaárangri. Við eigum bara einn líkama.“ Lifði á blandi í poka Ætla mætti að Ragga þekki það ekki sjálf að langa frekar til að fá sér bland í poka og kókdós heldur en að fara í ræktina. Það er þó öðru nær. „Þegar ég var í menntaskóla nærðist ég helst á Sóma- samlokum og sígarettum. Í skólaleik- fimi þurfti því sem næst að leggja mig inn eftir að ég hafði verið látin hlaupa hringinn í kringum Tjörnina. Ég var líka þybbin, þó ég hafi ekki verið í yfirþyngd. En á síðasta ári í menntaskóla prófaði ég body pump, sem eru lyftingatímar fyrir byrjendur, og fann mig strax í því. Svo varð þetta smám saman að lífsstíl og ástríðu hjá mér,“ segir Ragga. Hún segir að konur ættu að lyfta meira. „Hérna úti lyfta ræktartútturnar ekki lóðum. Þetta er hins vegar komið inn heima á Íslandi, þar sem maður mætir venjulegum hús- mæðrum með grifflurnar í kraftlyft- ingagöllunum í ræktinni. Það er gaman að því. Konur þurfa að lyfta til að fá grunnstyrk og vöðvamassa sem styður við beinin. Þá fá þær sterka miðju, sterkt bak og betri líkamsvitund. Líkaminn verður einfaldlega fallegri. Stelpur eru alltaf að hugsa um að brenna fitunni, fit- unni, fitunni! Það er það eina sem kemst að og svo er slefað á skíða vélinni út í hið óendanlega. Það er vitlaust, því þú brennir miklu meira á einni góðri lyft- ingaæfingu.“ Kjökrandi yfir túnfisknum Ragga hefur verið búsett í Kaupmanna- höfn í á þriðja ár, en heldur enn þá styrkum tengslum við Ísland, enda bíða margir landar hennar í röðum eftir því að komast að í fjarþjálfun hjá henni. Ragga segir marga hafa þörf fyrir leiðbeining- ar með líkamsrækt og mataræði, til þess einfaldlega að ná fókus í ofgnótt mis- góðra upplýsinga í fjölmiðlum og á netinu. „Mín aðferð er ekki endilega sú eina rétta, enda eru margar leiðir að því að flá kött. Ég er mikið í þessu „common sense“. Ég bendi fólki á að reyna að hafa matinn beint af kúnni og minnka skammtana. Fá sér súkkulaði um helgar og pitsu á kantinum. Bara ekki á hverjum degi. Ég hitti ráð- villta stelpu um daginn sem sagðist varla borða annað en túnfisk og hrökkbrauð. „Hvaða andskotans leiðindi eru það,“ spurði ég furðulostin. Hún svaraði því til að hún vissi orðið ekki hvað hún mætti borða. Ég sagði henni að fá sér nautahakk og lax og hún var voðalega hissa yfir að það væri í lagi. Það er búið að troða svo mikilli vitleysu í hausinn á fólki og upplýs- ingarnar eru svo misvísandi að það endar með því að sitja úti í horni, kjökrandi með túnfisk og hrökkbrauð.“ Svarthvítur hugsunarháttur Ragga býr í Kaupmannahöfn þar sem hún er að klára kandídatspróf í sálfræði. Í náminu leggur hún sérstaka áherslu á átraskanir og fíknikúrsa, sem hún heim- færir meðal annars á matarfíkn og ofáts- hegðun sem hún þekkir úr starfi sínu. Hún segir sálina og líkamann spila náið saman, þau séu óaðskiljanleg og því ætti að vinna meira með þau heildrænt. „Þetta fléttast allt saman. Að loknu mínu námi langar mig að geta hjálpað enn frekar þessum hópi fólks sem er í yfirþyngd en gefst alltaf upp í þjálfuninni. Samkvæmt minni reynslu er alltaf ákveðinn hópur sem hefur þjálfun og er mjög duglegur í tvo til þrjá mánuði. Svo gerist eitthvað og þeir hætta öllu. Mig langar að komast inn í hausinn á þessu fólki og hjálpa því út úr þessu,“ segir Ragn- hildur, sem segir niðurrif og svart hvítan hugsunarhátt oft einkenna þenna hóp. „Stundum sýnist mér það, að ganga vel, ekki vera í línu við sjálfsmynd þessa fólks. Eins og það þurfi að rífa sjálft sig niður. Ef það fær flensu, fer til útlanda, eða eitt- hvert smá rask verður á rútínu þess fer allt á hliðina. Smáhindrun verður að fjalli og fjallið verður að afsökun fyrir að gefast upp. Það er þessi svarthvíti hugsunar- háttur sem er svo slæmur. „Nú er ég komin í sukkið, nú er allt ónýtt. Nú baða ég mig í majonesi það sem eftir er!““ Hægt að vera feitur og fitt „Niðurrifið fylgir svo beint í kjölfarið. „Þú ert aumingi og getur ekki neitt,“ segir fólk við sjálft sig og þá er oft leitað í mat eftir huggun. Það er áhugaverð kenning í sál- fræðinni þessu tengd. Þegar fólk er haldið einhvers konar vanlíðan, svo sem einmana- leika og tómleikatilfinningu, hverfur van- líðanin oft þegar meltingin hefst. Orka líkamans fer í að melta og áhyggjurnar gleymast á meðan. En vanlíðanin kemur svo tvíefld til baka þegar samviskubitið yfir öllu átinu heldur áfram. Þetta er ein af þessum „dysfunctional“ leiðum til að takast á við vandamálin, svipað og að fá sér í glas.“ Ragga segir augljóst hversu slæm áhrif óraunhæfar útlitskröfur nútímans hafi á fólk. Allt of margir setji samasemmerki milli þess að vera grannur og heilsu- hraustur. „Ef þú ert með 10 til 15 aukakíló en hreyfir þig reglulega, ert hraustur og getur rifið í járnin, þá ertu kannski bara í góðum málum. Feitt og fitt fólk er oft miklu heilsuhraustara en það granna sem aldrei hreyfir sig. Útlit segir okkur ekkert um heilsuna. En auðvitað verður líka að hafa í huga að það er álag á stoðkerfið að vera alltaf of þungur. Það, hvort þú ert í kjör- þyngd eða ekki, skiptir ekki höfuðmáli heldur hvort heilsan sé í lagi.“ Margar leiðir til að flá kött Líkamsræktarfrík og letihaugar eru á meðal fjölmargra dyggra lesenda Röggu Nagla. Hún heitir fullu nafni Ragnhildur Þórðar- dóttir og er sálfræðingur og einkaþjálfari sem hefur náð hundruðum Íslendinga upp úr feni misviturra upplýsinga um heilsu- rækt og hjálpað þeim að ná varanlegum árangri. Naglinn gaf Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur nokkur vel valin ráð. HJÓLAR UM KAUPMANNAHÖFN Ragnhildur Þórðardóttir býr í Kaupmannahöfn þar sem hún fer allra sinna ferða á hjóli. Hún heldur alltaf þéttum tengslum við Ísland, enda hefur hún fjölda Íslendinga í fjarþjálfun og skrifar pistla á Heilsupressuna sem njóta mikilla vinsælda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.