Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 34
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR34 Sífellt eru að myndast ný tegunda afbrigði sem með tíð og tíma geta þróast í nýjar tegundir því þróun er flæði eilífðarinnar. Alltof litlum fjármunum varið til rannsókna á lífheimi jarðar ■ GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON NÁTTÚRUFRÆÐINGUR Ástæðan fyrir því að svo margar tegundir nýrra lífvera finnast á hverju ári er sú að lífheimurinn hefur ekki verið rannsakaður í þaula. Þessar líf- verur eru ekki að spretta fram vegna þess að þær eru að stíga fram á leiksvið lífsins heldur vegna þess að við, mannkyn, höfum ekki litið nægilega vel í kringum okkur og kannað umhverfi okkar. Hinu má heldur ekki gleyma að sífellt eru að myndast ný tegunda afbrigði sem með tíð og tíma geta þróast í nýjar tegundir því þróun er flæði eilífðarinnar. Hún heldur áfram í takti við tímann og fer aldrei til baka,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson náttúru- fræðingur, beðinn um að útskýra það hvers vegna vísindamenn uppgötvi á hverju ári fjöldann allan af nýjum dýrategundum. Hann segir áhugavert hvaða hópar lífvera eru mest áberandi og hvar þær finnast. „Í fylkingu liðdýra eru langflestar nýjar tegundir og það er meðal annars vegna þess að sú fylking er langsam- lega stærst allra fylkinga. Í henni eru krabbadýr og skordýr og þau vistkerfi sem nýjar tegundir birtast oftast eru regnskógar, kóralrif og hafdjúpin – svæði sem búa yfir mestri fjölbreytni lífheims eða eru að stórum hluta lítt könnuð eins og hafdjúpin dimmu.“ En hvers vegna skyldi þekking mannkyns á líf- heimi jarðar vera svo bágborin? „Fyrir þessu eru að minnsta kosti tvær meginástæður. Allt of litlum fjármunum er varið til grunnrannsókna, eins og þeirra að gera úttekt á lífheimi jarðar. Maðurinn er í eðli sínu afskaplega skammsýnn veiðimaður og þess vegna hugsar hann ekki endilega rökrétt um langtímahagsmuni sína. Hin meginástæðan er sú að mestan fjölbreytileika lífvera, lífbreyti- leika, er að finna á svæðum sem eru fremur óað- gengileg, þar sem fátækar þjóðir eiga lögsögu og hafa takmarkað svigrúm til að rannsaka,“ segir G uðmundur Páll og bætir við að endingu: „Til að ítreka hve hættulegt þetta sinnuleysi er má benda á að það eru lífverur heimsins sem halda kerfum jarðar gangandi og gera jörðina byggilega. Líf- verur hafa þannig ákveðinn starfa innan bú svæðis síns og í stærra samhengi innan vistkerfis. Veru- leiki okkar er dapur þegar við berum saman nýja spennandi fundi á tegundum og hins vegar fjölda- útrýmingu lífverutegunda á heimsvísu sem er tíu sinnum hraðari en eðlilegt getur talist og er aðeins sambærilegt við mestu ógnaratburði jarð- sögunnar.“ Púkalegar pöddur og regnbogafiskar Á hverju ári uppgötvast þúsundir nýrra lífvera eða tegundaafbrigða. Flestar tegundirnar finnast í regnskógum, kóralrifum og hafdjúpum jarðar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði nokkrar furðuverur sem fundust árið 2011 og ræddi við Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing um ástæðurnar fyrir því að stór hluti lífheims jarðarinnar er enn ókannaður. LITRÍKUR Þessi fiskur af vara- fiskaætt fannst við eyjuna Sao Tomé í Gíneuflóa á vesturströnd Afríku. EYÐIMERKURSKJALDBAKA Gopherus morafkai heitir þessi skjaldbökutegund sem býr í eyðimörkum Mexíkó og Arizona. FAGURLEGA MYNSTR- AÐIR Þegar hafa 300 tegundir sæsnigla verið skilgreindar í heiminum. Talið er að annar eins fjöldi sé enn falinn í undir- djúpunum. ENGILL Á HAFSBOTNI Nýtt afbrigði svo- kallaðra engla-hákarla fannst á 370 metra dýpi við filippseysku eyjuna Luzon. BJALLA Ný afbrigði af skordýrum finnast á degi hverjum einhvers staðar í heiminum. TÚTNAR ÚT Hákarlategund sem fannst við Luzon- eyju á Filippseyjum. Hákarlinn blæs sjálfan sig upp til að sýnast stærri þegar hann er í hættu staddur. MYNDIR/CALIFORNIA ACADEMY OF SCIENCES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.