Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 102
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is ÁRSÞING HSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í 55. sinn. Ekki er búist við átakaþingi en helst vekur athygli tillaga um að fjölga liðum í efstu deild karla úr átta í fjórtán og að átta lið taki þátt í úrslitakeppninni í stað fjögurra. Þingið hefst klukkan 10 og búist er við að því ljúki síðdegis. FÓTBOLTI Í gær greindi Pep Guar- diola frá þeirri ákvörðun sinni að stíga frá borði sem knatt- spyrnustjóri Barcelona í lok leik- tíðarinnar. Við starfinu tekur aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova. Ákvörðun Guardiola um að hætta kom fáum á óvart enda hafði nokkur óvissa ríkt um fram- tíð hans í dágóðan tíma. Fyrr í vikunni greindu svo fjölmiðlar ytra frá því að það yrði líklega niðurstaðan. „Fjögur ár eru heil eilífð sem stjóri Barcelona,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi félagsins í gær. „Allt hefur sinn tíma. Ég er búinn á því og þarf að taka mér tíma til hlaða batteríin. Eina leiðin til þess er að stíga til hliðar – annars hefði áframhaldandi samstarf skaðleg áhrif á báða aðila.“ Hann sagði það trú sína að nýr maður hafi ýmislegt fram að færa sem hann getur ekki boðið upp á. Sá maður heitir Francesc „Tito“ Vilanova og voru forráðamenn félagsins ekki lengi að ganga frá þeirri ákvörðun um að hann tæki við starfinu. Augnapot Mourinho Vilanova er ekki þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum. Nafn hans komst fyrst í heims fréttirnar þegar Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, potaði í auga hans eftir leik liðanna í spænska ofur- bikarnum í ágúst síðastliðnum. En hann fær nú tækifæri til að stíga úr skugga farsælasta þjálfara í sögu þessa stórveldis í heims- knattspyrnunni og sanna sitt gildi. Vilanova er 42 ára gamall og tveimur árum eldri en Guardiola. Hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá Barcelona en náði aldrei að spila með aðalliði félagsins. Guardiola var að stíga sín fyrstu skref sem leikmaður á sama tíma og urðu þeir strax þá góðir vinir. Guardiola átti mjög færsælan feril sem leikmaður Barcelona og varð síðar fyrirliði liðsins. Vilanova spilaði hins vegar aðal- lega í neðri deildum Spánar og á aðeins 26 leiki að baki í spænsku úrvalsdeildinni. Hringt í gamlan vin Þeir Guardiola og Vilanova héldu þó ávallt góðu sambandi. Árið 2007, þegar Guardiola var ráðinn til Barcelona til að stýra B-liði félagsins, vildi hann ólmur fá sinn gamla félaga sér við hlið. Vilanova var þá yfirmaður knattspyrnu- Tito stígur úr skugga Guardiola Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðs- ins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu. Á BAK VIÐ TJÖLDIN Tito Vilanova hefur unnið náið með Pep Guardiola síðustu fimm árin en tekur í sumar við stjórn aðalliðs Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þrátt fyrir ungan aldur og aðeins fjögur ár í starfi er Pep Guardiola engu að síður farsælasti þjálfari í sögu Barcelona. 13 Barcelona hefur unnið þrettán titla á fjórum árum undir stjórn Guardiola. 2009 Árið sem Barcelona vann Meistaradeild Evrópu fyrst undir stjórn Guardiola sem varð um leið yngsti knattspyrnustjórinn frá upphafi til að stýra liði til sigurs í keppninni. 170 Undir stjórn Guardiola hefur liðið spilað blússandi sóknarleik. Á þessari leiktíð hefur liðið skorað 170 mörk í öllum keppnum. 17 Guardiola átti einnig glæsilegan leikmannaferil og fékk sautján gullpeninga um hálsinn sem leikmaður – þar á meðal sex meistara- titla og Ólympíugull með landsliði Spánar. 15 Guardiola stýrði Barcelona í fimmtán „El clásico“ leikjum gegn Real Madrid og vann níu þeirra. 363 Undir stjórn Guardiola hefur Barcelona fengið 363 stig í 148 deildarleikjum – níu meira en Real Madrid og meira en 100 stigum meira en öll önnur lið. mála hjá C-deildarliðinu Terrassa en þekktist boðið, þó svo að Barce- lona B hafi þá spilað í næstu deild fyrir neðan. Þeir Guardiola og Vilanova stýrðu Barcelona B upp um deild strax á fyrsta ári og voru svo ráðnir til að taka við aðalliði félagsins á vormánuðum 2008, eftir að ákveðið var að Frank Rijkaard myndi ekki halda áfram með liðið. Við tók ný gullöld hjá Barce- lona en félagið vann á þessum árum þrettán titla. Guardiola og Vilanova fóru fyrir sigur sælasta þjálfarateymi félagsins frá upp- hafi og því ef til vill eðlilegt fram- hald að Vilanova stígi fram á sjónar sviðið, nú þegar að Guar- diola hefur ákveðið að hann hafi fengið nóg. Fjórtándi titilinn innan seilingar Þó svo að stuðningsmenn Barce- lona hafi ekki yfir miklu að kvarta eftir velgengni síðustu ára voru það vitaskuld vonbrigði að hafa fallið úr leik í undanúr- slitum Meistaradeildar Evrópu, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa tapað fyrir Real Madrid í hálfgerðum úrslitaleik spænsku úrvalsdeildarinnar. Guardiola fær þó tækifæri til að kveðja félagið með titli í lok tíma- bilsins því Barcelona leikur til úrslita í spænsku bikarkeppninni gegn Athletic Bilbao þann 25. maí næstkomandi. En eftir það mun stund Tito renna upp og verður það hans verkefni að nýta þann frábæra efnivið sem félagið hefur svo það geti náð fyrri hæðum í knattspyrnuheiminum. eirikur@frettabladid.is Þjálfaraferill Pep Guardiola í tölum ÍSLENDINGALIÐ MÆTAST Gylfi Þór Sig- urðsson verður væntanlega í eldlínunni með Swansea sem mætir Wolves í dag, liði Eggerts Gunnþórs Jónssonar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þó svo að flestir áhuga- menn um enska boltann séu orðnir óþreyjufullir fyrir topp- slag Manchester-liðanna á mánu- dagskvöldið er þó mikið um mikilvæga leiki á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Hjá flestum liðum eru þrír leikir eftir á tímabilinu og hvert stig því afar dýrmætt, bæði hjá þeim liðum sem eru í fall- baráttunni sem og þeim sem berjast um að komast í Meistara- deild Evrópu í haust. Wolves er þegar fallið úr deild- inni en sem stendur eru Bolton og Blackburn í hinum tveimur falls- ætunum. QPR, Wigan og Aston Villa eru þó skammt undan og mega ekki við því að misstíga sig. Arsenal, Newcastle, Tottenham og Chelsea eru að berjast um þriðja og fjórða sæti deildarinnar sem gefa öllu jöfnu þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Öll þessi lið eiga erfiða leiki fyrir höndum um helgina. - esá Enski boltinn um helgina: Fallbaráttan í sviðsljósinu Leikir helgarinnar Laugardagur: 14.00 Swansea - Wolves Sport 2 14.00 Stoke - Arsenal Sport 3 14.00 Wigan - Newcastle Sport 4 14.00 Sunderland - Bolton Sport 5 14.00 Everton - Fulham Sport 6 14.00 West Brom - Aston Villa 16.30 Norwich - Liverpool Sport 2 Sunnudagur: 12.30 Chelsea - QPR Sport 2 15.00 Tottenham - Blackburn Sport 2 Staðan í baráttunni um 3. sætið: 3. Arsenal 34 leikir, 65 stig (+24) 4. Newcastle 34 leikir, 62 stig (+11) 5. Tottenham 34 leikir, 59 stig (+18) 6. Chelsea 34 leikir, 58 stig (+18) Staðan í fallbaráttunni 15. Aston Villa 35 leikir, 36 stig (-14) 16. QPR 35 leikir, 34 stig (-18) 17. Wigan 35 leikir, 34 stig (-26) 18. Bolton 34 leikir, 33 stig (-28) 19. Blackburn 35 leikir, 31 stig (-26) 20. Wolves 35 leikir, 23 stig (-41) HANDBOLTI Ólafur Stefánsson er klár í slaginn og mun spila með danska liðinu AG þegar það mætir Barcelona í síðari viður- eign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Ólafur tók ekki þátt í æfingu liðsins í gær af fullum krafti en hann sagðist þó við danska fjöl- miðla vera í góðu standi. „Mér líður vel. Ég verð klár fyrir leik- inn á morgun [í dag],“ sagði hann. AG stendur vel að vígi eftir sex marka sigur á heimavelli um síðustu helgi en þá fór leikurinn fram á Parken fyrir framan 21 þúsund áhorfendur. Leikurinn í dag fer fram í Barcelona og hefst bein útsending á sporttv.is klukkan 18.00. Íslendingaliðin Füchse Berlin og Kiel verða svo í eldlínunni á morgun. - esá Meistaradeild Evrópu: Ólafur getur spilað með AG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.