Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 88
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR48
Sjónvarpið sýnir fyrsta af fjórum
heimildarþáttum um sögu Íslands
á 18. öld á sunnudagskvöld. Pétur
Gunnarsson rithöfundur skrifar
handrit þáttanna og er jafnframt
sögumaður.
Í þáttunum segir Pétur sögu
lands og þjóðar með hliðsjón af
ævi nokkurra einstaklinga eins
og Árna Magnússonar, Jóns
Grunnvíkings, Hannesar Finns-
sonar og Magnúsar Stephensen.
Átjánda öldin var vafalaust
ein sú erfiðasta í íslenskri sögu.
Um 1700 var Ísland fátækt land
sem bjó við verslunareinokun og
grimmúðlegt réttarfar. Lands-
menn voru flestir ör snauðir
leiguliðar og hjú sem naum-
lega drógu fram lífið. Í upphafi
aldarinnar lést þriðjungur lands-
manna úr bólusótt og í kjöl farið
fylgdu harðindi með hafís, frosti
og fannfergi um hásumar svo
þúsundir manna flosnuðu upp
og fóru á vergang. Þá komu jarð-
skjálftar, önnur bólusótt og loks
Skaftáreldar sem ollu Móðu-
harðindunum sem drápu meira en
helming alls búpenings í landinu
og lögðu fjórðung þjóðarinnar
í gröfina. En þrátt fyrir þetta
hörmungarástand vottaði fyrir
framfaraviðleitni í anda upplýs-
ingarinnar. Þessi viðleitni var
borin uppi af menntamönnum
sem trúðu á framtíð þjóðarinnar
og börðust fyrir hag hennar með
margvíslegum hætti.
Pétur segir þessa miklu sögu á
sinn hátt en þættirnir voru teknir
á um hundrað sögustöðum víða
um land og í Kaupmannahöfn.
Björn B. Björnsson stjórnaði gerð
þáttanna.
48
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★★ ★
Vortónleikar í Hallgrímskirkju
Mótettukór og kammersveit Hall-
grímskirkju fluttu c-moll messu
og sálumessu Mozarts. Hörður
Áskelsson stjórnaði.
Sunnudagur, 22. apríl
Mótettukór og kammersveit Hall-
grímskirkju fluttu c-moll messu
og sálumessu Mozarts. Hörður
Áskelsson stjórnaði. Sunnudagur
22. apríl.
Eins og kunnugt er entist Mozart
ekki ævin til að ljúka við sálu-
messuna, sem greifi nokkur pantaði
hjá honum. Það kom í hlut nemanda
hans að ljúka við verkið og semja
sumt nánast frá grunni. Þeir partar
eru kannski dálítið billegir, en það er
samt komin hefð fyrir þeim. Í sjálfu
sér er messan heilsteypt og falleg,
þótt hún hefði sjálfsagt orðið miklu
magnaðri, hefði Mozart lifað lengur.
Sálumessan var á dagskránni á
hátíðartónleikum Mótettukórs Hall-
grímskirkju um helgina, en kórinn
er 30 ára um þessar mundir. Á tón-
leikunum var einnig flutt c-moll
messan eftir Mozart, sem er mun
léttari tónlist, en einnig hrífandi
fögur.
Skemmst er frá því að segja að
þetta voru stórglæsilegir tónleikar.
Tónlistarlífið í Hallgrímskirkju
hefur alla tíð verið einstaklega
metnaðarfullt, fjölbreytt og vandað,
og maður varð ekki fyrir vonbrigð-
um nú. Á árum áður var reyndar oft
skammast yfir hljómburði kirkjunn-
ar, sem er í meira lagi – en þannig
eru flestar stærri kirkjur. Í seinni
tíð ber minna á þessum röddum, og
ég held að smátt og smátt hafi menn
einfaldlega lært á hljómburðinn,
hvað hentar honum og hvað ekki.
Ég sat fremur aftarlega á tón-
leikunum, en endurómunin marg-
faldast eftir því sem aftar dregur.
Samt fór hún ekkert í taugarnar
á mér! Þvert á móti var heildar-
hljómurinn í c-moll messunni ákaf-
lega vel mótaður, kór söngurinn
kom prýðilega út. Einnig leikur
Kammer sveitar Hallgrímskirkju.
Svipaða sögu er að segja um sálu-
messuna, sem var hrífandi í með-
förum hins smekkvísa Harðar
Áskelssonar, organista og kantors
kirkjunnar. Hann stjórnaði öllu
með háþroskuðum skilningi á tón-
list Mozarts. Óhætt er að fullyrða
að messan hefur sjaldan hljómað
eins fallega hér á landi.
Einsöngvararnir stóðu sig prýði-
lega. Einn fremsti Mozart-túlkandi
þjóðarinnar, Þóra Einarsdóttir sópr-
an, söng af aðdáunarverðum þokka.
Herdís Anna Jónasdóttir var líka
frábær sem annar sópran. Elmar
Gilbertsson tenór sýndi sömuleiðis
góða takta, hann hefur flotta rödd
sem féll afar vel að heildarmyndinni.
Og Auður Guðjohnsen alt og Magnús
Baldvinsson bassi skiluðu hlutverk-
um sínum með sóma. Jónas Sen
Niðurstaða: Stórskemmtilegur
Mozart, söngurinn fagur og túlkunin
sannfærandi.
MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU
Glæsileg tímamót
PÉTUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR
Pétur og 18. öldin
FÉLAG ÍSLENSKRA LISTDANSARA (FÍLD) stendur fyrir opnu húsi í Tjarnarbíói á morgun, sunnudaginn 29.
apríl, frá klukkan 12 til 22, í tilefni alþjóðlega dansdagsins. Þar má meðal annars nálgast ýmsar upplýsingar um íslenskan
listdans og nemendur jafnt sem atvinnufólk sýnir atriði. Klukkan19 verður svo sýnd verðlaunaheimildarmyndin „Ladies
and Gentlemen over 65“ eftir Pinu Bausch. Dagskrána má sjá á Dance.is.
KARLAKÓRINN
FÓSTBRÆÐUR
Vortónleikar í Langholtskirkju
Þriðjudaginn 1. maí kl. 20:00
Miðvikudaginn 2. maí kl. 20:00
Fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00
Laugardaginn 5. maí kl. 16:00
Á efnisskrá verða m.a. flutt verk eftir eitt fremsta tónskáld samtímans
Eric Whitacre, franska tónskáldið Charles-Camille Saint-Saëns, ítalskar
aríur og kór eftir Giuseppe Verdi og lög úr amerískum söngleikjum eftir
George Gershwin og John Kander.
Einnig verða flutt íslensk lög eftir Eyþór Stefánsson, Inga T. Lárusson,
Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og syrpa laga eftir Árna Thorsteinsson
í útsetningu Jóns Þórarinssonar.
Verð aðgöngumiða 3.000 kr. Miðasala við innganginn.
Einsöngur Gissur Páll Gissurarson
Píanó Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Stjórnandi Árni Harðarson
Save the Children á Íslandi