Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 20
20 28. apríl 2012 LAUGARDAGUR Almenningssamgöngur á höfuð borgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Ein ástæðan fyrir þessum tíðindum er samkomulag sveitar- stjórnanna á höfuðborgar svæðinu um að auka fjárframlög til Strætó um 155 milljónir árið 2012. Það gerir fyrirtækinu kleift að láta allar leiðir aka klukkustund lengur á kvöldin og hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardags- morgnum. Þar með gengur til baka niðurskurður á þjónustu Strætó sem sveitarfélögin töldu sig knúin að grípa til í febrúar 2011. Stóru fréttirnar eru þó þær að sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu og ríkisvaldið hafa gert með sér tímamótasamning. Hann felur í sér að ríkisvaldið skuld- bindur sig til að setja verulega fjármuni í almenningssamgöng- ur á hverju ári næstu tíu árin. Sveitar stjórnirnar hafa óskað eftir slíkum stuðningi árum og jafnvel ára tugum saman. Þær hafa bent á að ríkisvaldið styður dyggilega almenningssamgöngur á lands- byggðinni. En á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekkert gengið fyrr en nú. Varla þarf að taka fram að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þeir sem hafa unnið að þessu merkilega sam- komulagi af hálfu ríkisins og sveit- arstjórnanna undir stjórn Dags B. Eggertssonar eiga hrós skilið. Samningurinn kveður á um að fyrir hönd ríkisins greiði Vega- gerðin 900 milljónir á ári til höfuð- borgarsvæðisins og að auki 100 milljónir á ári í rekstur almenn- ingssamgangna milli höfuðborgar- svæðisins og áhrifasvæða þess, eins og það er orðað. Samanlagt gerir það einn milljarð á ári í tíu ár. Til frádráttar kemur að ríkið hættir að endurgreiða olíugjald til Strætó, 140 milljónir á ári. Það er þó engin ástæða til að gráta endur- greiðsluna. Hún felur í sér hvata fyrir strætó að keyra sem mest á olíu. Það er umhverfislega og þjóð- hagslega hagkvæmt að losna við slíka olíuhvata sem leynast allt of víða í umferðarkerfi okkar. Markmið samningsins er að tvöfalda, að minnsta kosti, hlut- deild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að stuðla að lækkun á samgöngukostnaði heimila. Að auka umferðaröryggi. Að minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda frá samgöngum. Sam- komulagið gerir um leið borginni og ríkisvaldinu kleift að fresta því að ráðast í mjög dýr samgöngu- mannvirki á stofnbrautarkerfinu, svo sem mislæg gatnamót og stokkalausnir, sem þjóna nær ein- göngu umferð einkabíla. Hugsan- lega leiðir samnings tíminn í ljós að það er ekki þörf fyrir fleiri slík mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir gestir sem hingað koma hafa stundum á orði að umferðar- mannvirkin hér séu eins og í milljóna borgum. Óhætt er að fullyrða að ávinningurinn af þessu samkomu- lagi fyrir höfuðborgarsvæðið, og raunar þjóðfélagið allt, er mikill. Minnkandi samgöngukostnaður fyrir heimilin, borgina og fyrir ríkisvaldið er allra hagur. Sveitar- stjórnirnar og ríkisvaldið eru jafn- framt sammála um að veita strætó aukinn forgang í umferðinni og bæta aðstæður fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Sam- komulagið er mikilvægur liður í því að ferðaþörf fólks á höfuðborg- arsvæðinu verði í auknum mæli uppfyllt með hagkvæmari og vist- vænni ferðamátum en einkabíl. Rétt er að halda því til haga að losun gróðurhúsalofttegunda er hlutfallslega mjög há á Íslandi m.a. vegna hins stóra bílaflota og dreifðrar byggðar. Það er ein ástæðan fyrir því að Íslendingar skilja eftir sig stærra sótspor (e. carbon footprint) en flestar aðrar þjóðir. Samkomulagið mun gera Strætó bs., sem hingað til hefur þurft að reka sig með gömlum dísilvögnum, kleift að endurnýja strætóflotann algerlega þannig að í lok samningstímans munu ein- göngu vistvænir strætisvagnar keyra um höfuðborgarsvæðið. Er það ekki frábær tilhugsun? Það er ekki nema von að full- trúar Besta flokks, Sam fylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar skyldu fagna þessu samkomulagi á síðasta fundi ráðsins. En jafn- framt ítrekuðu þeir nauðsyn þess að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til að taka upp málefni einstakra umferðamannvirkja sem ætlunin er að slá á frest við endurskoðun samningsins á tveggja ára fresti. Sveitarstjórnir allra sveitar- félaganna á höfuðborgar svæðinu hafa samþykkt þennan merka samning einróma, nema í Reykja- vík. Fulltrúar Sjálfstæðis flokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn honum. Þeir finna honum allt til foráttu. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu. Mér finnst það ekki mjög trúverðugt þegar þeir segjast vilja efla almennings- samgöngur en vera alfarið á móti þessum samningi. Á síðasta kjör- tímabili höfðu Sjálfstæðismenn næg tækifæri til að efla almenn- ingssamgöngur í borginni. Það er varla hægt að segja að þeir hafi nýtt þau tækifæri mjög vel. Almenningssamgöngur: Já takk Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli við að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulags- mál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjar- félagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svo- kallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmark- ast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904. Í nokkur ár hefur staðið til að rífa þá stóru og miklu bygg- ingu sem þar stendur nú og var reist á grunni gömlu timburverk- smiðjunnar árið 1965, en óhætt er að segja að hún sé barn síns tíma og ekki í miklu samræmi við þann skala eða það yfirbragð sem annars er ríkjandi í umhverfinu. Í lok ársins 2011 ákvað Skipulags- og byggingarráð að setja af stað hug- myndasamkeppni um þróun þessa svæðis, og er sú ákvörðun í sam- ræmi við bókun Bæjar stjórnar Hafnarfjarðar á hátíðarfundi í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. Með þessu er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun skipulags í miðbænum. Um leið er sérstaklega bent á að þetta verkefni er tilvalið að nýta í þeim tilgangi að efla umhverfismennt í grunn- og leikskólum bæjarins, en eins og fram kemur í samkeppnis- lýsingu er auglýst eftir tillögum í mjög fjölbreyttu formi sem gefur tækifæri til skapandi úrlausna. Markmiðið er að fá sem flestar nýjar hugmyndir frá íbúum og hvað þeir sjá fyrir sér sem heppi- lega starfsemi eða nýtingu á þessu svæði. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sú uppbygging eða sú breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við nálæga byggð og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði miðbæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistar- svæði eða blandaða notkun. Þá skal ný byggð á reitnum taka tillit til umhverfisins og hún má ekki yfir- gnæfa eða skyggja á Hamarinn. Opin hugmyndasamkeppni er ekki bindandi heldur leiðbeinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: • Að hugmyndin falli vel að nálægri byggð og umhverfi. • Að hugmyndin bjóði upp á aukin gæði á svæðinu í heild. • Frumleika og framsækni. • Að í hugmyndinni sé tekið til- lit til vistvænna sjónarmiða sem ýta undir sjálfbæra þróun í byggingum og umhverfi. • Að hugmyndin stuðli að því að skapa samfellu í skipulagi mið- bæjarins. Það er vonandi að sem flestir, bæði einstaklingar og hópar, taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast samkeppnis- gögn í þjónustuveri Hafnar fjarðar við Strandgötu og á vef Hafnar- fjarðarbæjar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 2. maí næstkomandi. Tækifæri til áhrifa Samgöngumál Hjálmar Sveinsson fulltrúi Samfylkingar í umhverfis- og samgönguráði Skipulagsmál Sigríður Björk Jónsdóttir formaður Skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Grand Hóteli 10. og 11. maí 2012 Vorráðstefna XXVII Fimmtudagur 10. maí Fundarstjóri: Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri hjá velferðarráðuneyti. 8:00-9:00 Skráning og afhending gagna. 9:00-9:15 Setning: Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Hvers vegna íhlutun? 9:15-9:40 Hugmyndafræði íhlutunar Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 9:40-10:05 Aðferðir til íhlutunar – vísindi eða valfrelsi! Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 10:05-10:10 Stattu upp – lifðu lengur! Marrit Meintema, sjúkraþjálfari hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 10:10-10:35 Íhlutun – væntingar foreldra Arnheiður Ósk Hreggviðsdóttir, foreldri. Kaffihlé 11:05-11:30 Virknimat og stuðningsáætlanir - tæki til árangurs Anna-Lind Pétursdóttir, sálfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. 11:30-11:55 Er þjónustan fjölskyldumiðuð? Sara Stefánsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Matarhlé 13:00-15:00 Málstofur: Ýmsar íhlutunarleiðir Málstofa A, B og C: Sjá nánar á www.greining.is Kaffihlé 15:20-16:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Sendiherrar samningsins. Föstudagur 11. maí Fundarstjóri: Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Forvarnir til framtíðar 9:00-9:25 Byrgjum brunna! Helga Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 9:25-9:50 Hefur lyfjameðferð sérstöðu í hæfingu barna og unglinga? Björn Hjálmarsson, barnalæknir hjá Þroska- og hegðunarstöð. 9:50-9:55 Stattu upp – lifðu lengur! Marrit Meintema, sjúkraþjálfari hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 9:55-10:20 Kynhegðun – helstu áhættuþættir og forvarnir María Jónsdóttir, verkefnastjóri þekkingarseturs um félagstengsl og kynímynd hjá Ási styrktarfélagi. Kaffihlé 10:45-11:10 Tómstundir – íhlutun eða afþreying? Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri frítímastarfs fatlaðra barna hjá Reykjavíkurborg. 11:10-11:35 Hreyfing og heilsa fatlaðra barna Ingi Þór Einarsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands. 11:35-12:00 Stuðningur við foreldra – svigrúm til aðgerða Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Matarhlé 13:00-15:20 Málstofur: Kynning á rannsóknar- og þróunarverkefnum Málstofa A og B: Sjá nánar á www.greining.is Kaffihlé 15:20-15:30 Ráðstefnulok – horft til framtíðar Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar– og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Íhlutun í æsku - ábati til framtíðar Skráning á www.greining.is eða í síma 510 8400. Þátttökugjald: 16.000 kr. fyrir fagfólk og 9.000 kr. fyrir aðstandendur og háskólanema á þessu fræðasviði. Stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik H 2 h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.