Fréttablaðið - 03.05.2012, Page 36

Fréttablaðið - 03.05.2012, Page 36
3. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● hjólað í vinnuna V ordag einn árið 2007 ákvað kerfisstjórinn Helgi Hinriksson, þá 35 ára, að taka þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“ ásamt starfsfélögum sínum hjá Vodafone. Ekki vildi betur til en svo að Helgi „rétt komst í vinnuna“ þennan dag, á gamla hjól garminum sínum. Hann var klukkutíma og korter á leiðinni úr Hafnarfirði niður í Skútuvog og mætti of seint, bæði rjóður og móður. „Já, já, ég fékk blóðbragð í munninn strax í fyrstu brekkunni, enda allt of þungur og ekki í neinu formi. Þurfti að teyma hjólið á köflum. Vinnu félögunum leist held ég ekkert á blikuna,“ rifjar Helgi upp. Nú, fimm árum síðar, er annað uppi á teningnum, enda breytti Helgi átakinu í lífstíl – og rúmlega það. „Þetta vatt upp á sig í mínu tilfelli. Ég kláraði átakið og hélt svo bara áfram að hjóla í vinnuna. Græjaði mig smám saman upp, fékk mér nýtt hjól og almennilegan fatnað. Í dag er ekkert sem stoppar mig, nema kannsk i óruddir hjólastígar eða hávaðarok,“ segir Helgi, sem hjólar nú þessa sömu vegalengd á 40 mínútum – á spánnýju hjóli frá Kría Hjól. Ekki er þó öll sagan sögð. Helgi tók f ljótlega að léttast og gat því farið „að skoða eitthvað sem heitir hlaup,“ eins og hann orðar það. Formið varð sífellt betra og betra og hugmyndin um „ Járnkarl“ kviknaði, sem er gífurlega erfið þríþraut: 180 kílómetra hjól reiðar, 3,8 kíló- metra sund og 42,2 kílómetra hlaup. Helgi þreytti svo Kölnar- Járnkarlinn í fyrra með góðum árangri, þótt dekk hefðu sprungið í fjórgang. Helgi er núverandi for- maður Þríþrautar félags Hafnar- fjarðar ( www.3sh.is) en líklega var ekkert eins fjarri honum fyrir fimm árum síðan. Helgi vill meina að aðstæður á vinnustað verði að vera góðar, svo fólk fáist almennt til að hjóla í vinnuna. „Hjá Vodafone er þetta til fyrirmyndar; fínar sturtur og læst hjólageymsla, allt tipp-topp. Fyrir- tæki ættu fyrir alla muni að koma upp svona aðstöðu fyrir starfsfólk, sé það möguleiki. Það borgar sig pottþétt til lengri tíma litið, með auknu heilbrigði og vellíðan fólks. Og svitinn er þá ekki heldur nein afsökun, fyrir þá sem setja hann fyrir sig yfir höfuð.“ Umferð hjólandi vegfarenda hefur aukist mikið síðustu árin, en stígar þeim til handa láta á sér standa, þótt vissulega hafi margt breyst til batnaðar, að sögn Helga. „Ég á til dæmis bágt með að skilja af hverju eru ekki lagðir göngu- og hjólastígar meðfram stofn- æðum, eins og til dæmis Reykja- nesbraut og báðum tengi leiðunum inn í Reykjavík úr Hafnarfirði. Stígar þarnar yrðu mikið notaðir og myndu draga úr hættunni sem myndast þegar fólk kýs að hjóla úti í vegkanti.“ Breyttist í járnkarl Átakið „Hjólað í vinnuna“ opnaði nýjar víddir í lífi Helga Hinrikssonar. Hann er nú formaður Þríþrautarfélags Hafnarfjarðar. Hjólað í vinnuna hjá Vodafone árið 2007. Helgi er þriðji frá hægri. Helgi hljóp heilt maraþon í Köln, sem er þó aðeins einn hluti af Járnkarlinum. Snorri Már Snorrason ætlar að hjóla hringinn í kringum landið í sumar þrátt fyrir að vera með Parkinsons-sjúkdóminn. Ferðin hefur hlotið nafnið Skemmti- ferðin og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um mikil- vægi hreyfingar. „Maður þarf að vera full- hraustur til að vera veikur,“ segir Snorri sem greindist með tauga- sjúkdóminn Parkinsons fyrir átta árum. Sjúkdómurinn gerir alla hreyfingu erfiðari og krefst þess að hann viðhaldi stöðugt styrk og liðleika líkamans og vonast Snorri til að vekja áhuga fólks á mikilvægi hreyfingar með fram- taki sínu. „Það þarf kannski ekki mikið til að espa keppnisfólk sem nú þegar stundar hreyfingu. En það er fólkið sem hreyfir sig lítið og er ekki að hjóla, hlaupa eða hreyfa sig sem þarf á hvatningu að halda. Ef ég get skrölt hringinn í kringum landið með minn sjúk- dóm þá ætti það að vera hvatning fyrir fólk með fulla heilsu til að labba út í búð, ganga stigann og sleppa lyftunni eða fara í stuttan göngutúr,“ segir Snorri, en þess má geta að hjólreiðarnar eru alls enginn leikur fyrir hann og þarf hann til dæmis að festa hægri fótinn við pedalann. Snorri segir að það þurfi ekki neinar öfgar til að stunda líkams- rækt. „Íþróttagalli og afrek eru ekki nauðsynleg til að stunda líkamsrækt. Það að fara í léttan göngutúr er líkamsrækt.“ Snorri bendir á að fólk fari oft ekki að hugsa um heilsuna eða hreyfingu fyrr en einhver heilsubrestur banki upp á. „Þess vegna segi ég við þá sem eru hraustir og heil- brigðir: „Gerið það fyrir okkur hin sem erum veik og getum ekki beitt okkur almennilega að hreyfa ykkur við flest tækifæri.“ Áhugasömum er bent á heimasíðu Parkinsons samtakanna psi.is þar sem hægt er að skoða upplýsingar um Skemmtiferðina betur. Hjólar hringinn þrátt fyrir að vera með Parkinsons Snorri Már Snorrason ætlar að skemmta sér við að hjóla hringinn í kringum Ísland. MYND/PJETUR Árni Jónsson tók fyrst þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“ árið 2007, þá með félögum sínum í úti- vistarmiðstöð Nauthólsvíkur í Reykjavík, en hann var þar deildar- stjóri. Líkt og svo margir sem byrja í átakinu, ánetjaðist Árni hjól- reiðunum og var fljótlega farinn að hjóla til og frá vinnu þótt átakinu sjálfu væri formlega löngu lokið. „Í byrjun fannst mér átakið aðallega fólgið í því að hjóla fram hjá bílnum á morgnana,“ segir Árni og hlær. Leiðin að heiman úr Norðlinga- holti og niður í Nauthólsvík er um 11 kílómetra löng, en þegar á leið tók Árni oft aukasveig til að lengja hana. „Svo fékk ég mér vagn aftan í hjólið fyrir barnaskutl og búðar- ferðir, þannig að ábyrgð mín í dag- legu stússi heimilisins varð síst minni þótt ég væri á hjóli.“ Í janúar venti fjölskyldan hins vegar kvæði sínu í kross og fluttist til Dalvíkur, þar sem Árni tók við starfi íþrótta- og æskulýðsfull- trúa. Allt lífið varð einfaldara, þar á meðal leiðin í vinnuna, sem fór úr 11 kílómetrum í rúma 400 metra. Til að halda dampi, þurfti Árni því að finna nýjar hjóla leiðir í dreif- býlinu. „Það var nú ekki mikið mál. Ég er til dæmis búinn að finna eina leið um Skíðadal og aðra fallega 27 kílómetra leið um Svarfaðardal, sem kallast „Sveita hringurinn“. Get eiginlega ekki beðið eftir að hjóla þá leið í vor blíðunni. Við slíkar aðstæður er varla til fal- legri staður á jörðinni,“ full yrðir Árni, sem er þegar byrjaður að æsa samstarfsfólkið upp í hjólat- úr. „Jú, það verður tekin hópferð um Svarfaðar dalinn fljótlega. Það eru samningaviðræður í gangi núna. Mér sýnist vera að myndast öflugur þrýstihópur sem heimtar nestispásu á leiðinni. Ætli maður beygi sig ekki undir það,“ segir Árni og kímir. „Því aðalmálið er að fara af stað. Koma sér í gang. Restin kemur síðan af sjálfu sér.“ Hlakkar til að hjóla „Sveitahringinn“ í vor Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar, á hjólinu við Másstaði í Skíðadal þann 1. maí. Þaðan hjólaði hann „þessa dásamlegu leið“ aftur til Dalvíkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.