Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 12
12 30. júní 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
ú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skatt-
greiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda
bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum
ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á
nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi full-
trúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga
má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Vissulega ábyrgðist íslenzka ríkið ekki skuldir bankanna, enda
var það ósköp einfaldlega ómögu-
legt; þær námu nífaldri lands-
framleiðslu. Erlendir lánveitendur
bankanna voru látnir taka á sig
gríðarlegt högg. Hins vegar er það
vægast sagt ofmælt að íslenzkir
skattgreiðendur hafi ekki þurft að
gjalda fyrir vitlausar ákvarðanir í
bankakerfinu fyrir hrun.
Ríkisendurskoðun gaf í vikunni út skýrslu um fyrirgreiðslu ríkis-
ins við fjármálafyrirtæki og -stofnanir eftir hrun. Hún er samantekt
á upplýsingum um fjárútlát, lán og ábyrgðir skattgreiðenda vegna
fjármálafyrirtækja í vandræðum. Ríkisendurskoðun bendir á að
þessar skuldbindingar skattgreiðenda séu svo ólíks eðlis að ekki
sé hægt að nefna eina samtölu um það hvað sameiginlegur sjóður
landsmanna hefur lagt út í þágu fjármálafyrirtækjanna, það myndi
gefa villandi mynd af stöðunni. Út úr samantektinni má þó lesa að
við borgum dágóðan slatta fyrir óreiðumenn.
Eiginfjárframlag skattgreiðenda til nýju bankanna þriggja nemur
138,2 milljörðum og víkjandi lán til þeirra 57,3 milljörðum. Þessum
peningum var sennilega skynsamlega varið til að halda bankastarf-
seminni gangandi og líklegt er að ríkið nái þeim til baka í gegnum
arð og sölu á hlut sínum í bönkunum.
Aðrar ákvarðanir, sem hafa reynzt skattgreiðendum fokdýrar, eru
umdeilanlegri. Seðlabankinn og ríkissjóður töpuðu 267 milljörðum
vegna lána til bankanna fyrir hrun (þegar Seðlabankinn vissi, að
eigin sögn, að þeir voru á leiðinni á hausinn). Ríkisendurskoðun telur
enn ekki unnt að meta hvort eitthvað innheimtist af kröfum á móti
þessum töpuðu peningum.
Við töpum 25 milljörðum á SpKef og 1,7 milljörðum á minni spari-
sjóðum. Kröfur á VBS, Aska og Saga Capital, samtals 52 milljarðar,
telur Ríkisendurskoðun tapaðar. Þessum fyrirtækjum kom ríkið
til aðstoðar með einum eða öðrum hætti eftir hrun en tókst ekki að
bjarga neinu þeirra. Er þá margt ótalið úr samantektinni.
Önnur vinsæl mýta er að með því að hafna tveimur Icesave-
samningum sem forseti Íslands vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu
hafi íslenzkir skattgreiðendur komið af sér þeirri áþján að borga
fyrir óreiðumennina sem settu Landsbankann á hausinn. Í skýrslu
Ríkisendurskoðunar kemur það rétta skýrt í ljós: Icesave-málinu er
ekki lokið. „Þar sem ekki tókst að ljúka málinu með samningum mun
niðurstaða þess ráðast fyrir EFTA-dómstólnum. Aðilar munu engu
að síður þurfa að semja sín á milli um endurgreiðslu og vexti verði
niðurstaða málsins íslenskum stjórnvöldum í óhag,“ segir Ríkis-
endurskoðun.
Úrslit síðustu atkvæðagreiðslu þýða að Ísland hefur ekki lengur
stjórn á niðurstöðunni með samningi, heldur getur nú brugðið til
beggja vona. Ísland gæti unnið mikið á dómsniðurstöðunni og líka
tapað miklu. Þeir sem réðu því að málið er komið í þessa stöðu eru
ekki hetjur heldur fremur fjárhættuspilarar með fé skattgreiðenda.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólík-
legt að draga megi ákveðnar póli-
tískar ályktanir af úrslitunum. Að
einhverju leyti eru kjósendur að
senda skilaboð um hvers konar for-
setaembætti þeir vilja hafa. En fyrst
og fremst er þetta persónuleikakjör.
Margir virðast vera sáttir við
hvernig forsetinn hefur látið í emb-
ætti og sumir hæstánægðir. Hug-
myndin um forsetann sem eining-
artákn virðast blandast óskum um
að í honum megi finna eins konar
ármann Íslands
þegar mest ligg-
ur við. Þrátt
fyrir allt sem á
undan er gengið
hefur forsetan-
um tekist að ná
eyrum margra
með þá kenningu
að nú séu óvissir
tímar og hann sé
rétti ármaður-
inn.
Þetta á fyrst og fremst rætur í
ánægju margra með hvernig hann
hefur beitt sér gegn tveimur ólík-
um ríkisstjórnum. Þeir sem kætast
mest nú vönduðu forsetanum hins
vegar ekki kveðjurnar 2004. Þeir
sem helst atyrða hann í dag voru
kampakátir 2004.
Að baki þessu áliti á forsetanum
liggur því lítil staðfesta og óljós
grundvallarviðhorf. Þar virðast
miklu fremur ráða pólitísk lögmál
kennd við vindhana. Ýmsum, en alls
ekki öllum, finnst sem forsetinn hafi
beitt fyrir sig háleitum hugmyndum
um ármann Íslands á Bessastöðum
þegar hann var í raun og veru að
láta reyna á vogarafl valdanna í
eigin þágu.
Ármaður Íslands
Ofsagt væri að segja að embættið væri ónýtt. Nær lagi er að líkja því við fallna burst. Vafamál
er hvort unnt er að endurreisa
hana að óbreyttum stjórnskipun-
arlögum. Þrátt fyrir málefnalega
framgöngu hafa þeir forsetafram-
bjóðendur sem helst hafa skírskot-
að til klassískra hugmynda um
forsetaembættið ekki með sann-
færandi hætti náð að sýna fram
á að það sé unnt. Sennilega þarf
meira til en góðan vilja.
Brýnt er því að marka þjóðhöfð-
ingjaembættinu skýrt hlutverk
í stjórnarskrá. En það megin-
mál hefur varla verið rætt. Þessu
marki er unnt að ná með litlum en
áhrifaríkum breytingum. Ein er sú
að flytja málskotsréttinn sem svo
er nefndur til minnihluta þing-
manna.
Þetta má líka gera með því að
halda synjunarvaldi forsetans
en kveða á um að kjósa skuli að
nýju til Alþingis falli lög í þjóðar-
atkvæði en verði þau samþykkt
skuli kjósa um forsetaembætt-
ið að nýju. Þar með fylgdi meiri
ábyrgð þessu valdi. Í reynd væri
verið að stjórnarskrárbinda upp-
haflega túlkun fræðimanna á
þessu ákvæði. Aukin ábyrgð ætti
að minnka líkurnar á að embættið
verði virkur þátttakandi í refskák
stjórnmálanna.
Róttækasta breytingin er sú að
taka upp bandaríska kerfið með
valdajafnvægi milli löggjafar- og
framkvæmdavalds. Sambland af
því kerfi og þingræði er hins vegar
versti kosturinn.
Einnig má viðhalda hinu klass-
íska einingarhlutverki með því að
færa forsetanum ný stjórnskipuleg
verkefni. Forsetanum þarf að ætla
nægan starfa. En verkefnin verða
á hinn bóginn að vera þess eðlis
að hann geti staðið ofan við dæg-
urþras stjórnmálanna. Nýfengin
reynsla sýnir að það getur leitt
embættið í ógöngur þegar sá sem
því gegnir þarf að ákveða hlutverk
sitt sjálfur. Enn allt veltur þetta þó
á endanum á dómgreind þess sem
hlutverkinu gegnir.
Fallin burst
Ein leið til að ná því tví-þætta markmiði að end-urheimta hugmyndina um einingarhlutverkið
og gefa forsetanum stjórnskipu-
legt verkefni við hæfi er að bæta
hlutverki forseta Alþingis við
þjóðhöfðingjaembættið. Forseti
lýðveldisins yrði þá æðsti maður
löggjafarvaldsins en ekki fram-
kvæmdavaldsins eins og nú er. Það
er í góðu samræmi við þá nútíma-
hugmynd að löggjafarþingið sé
æðra framkvæmdavaldinu.
Um leið og sík breyting yrði
gerð á stjórnskipulaginu væri eðli-
legt að fella niður þá úreltu skipan
að framkvæmdavaldið staðfesti ný
lög. Forseti Íslands myndi eftir það
sem æðsti maður löggjafarvalds-
ins undirrita lög til staðfestingar
um að þau hefðu verið sett með
stjórnskipulega réttum hætti.
Mikilvægt er hins vegar að
halda þeim möguleika opnum að
leggja mikilvæg þingmál fyrir
þjóðina. Það má gera með því að
viðhalda synjunarvaldinu en heim-
ila forsetanum því aðeins að beita
því að ákveðinn minnihluti þing-
manna hafi lagt það til. Pólitíska
ábyrgðin liggur þá á þeim vett-
vangi.
Með því að forsetinn yrði áfram
þjóðkjörinn er líklegt að slík
nýskipan myndi styrkja stjórn-
skipulega stöðu Alþingis. Hún
myndi einnig stuðla að betra valda-
jafnvægi á Alþingi því stjórnar-
meirihluti á hverjum tíma gæti
þá ekki ráðið hver færi með æðstu
stjórn þingsins. Þannig má slá
tvær flugur í einu höggi: Reisa
burst forsetaembættisins og efla
virðingu Alþingis.
Þingforsetastarfinu bætt við forsetaembættið
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Hjálpuðum við ekki bönkum í vandræðum?
Við borgum líka
www.forlagid.i s – alvör u bókaverslun á net inu
NÝ BÓK
FRÁ
HUGLEIKI