Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 27

Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 27
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 20122 Costa Smeralda er vinsæl strönd hjá snekkjueigendum. Porto Cervo er við strönd sem ber nafnið Costa Smeralda en hún var sköpuð af millj- arðamæringnum prins Aga Khan IV árið 1962. Khan var eiginmaður Ritu Hayworth en þau skildu árið 1951. Silvio Berlusconi á glæsilega villu á þessum stað þar sem hann hefur haldið íburðarmiklar veisl- ur. Stórstjörnur á borð við Sean Connery, Madonnu, Richard Gere, Gwyneth Paltrow, Helen Mirren, Denzel Washington, Lenny Kra- vitz, Bruce Willis, Claudiu Schif- fer og Evu Herzigova hafa sést á lúxusveitingahúsum og börum við ströndina. Snekkja Stevens Spielberg hefur þar að auki legið við höfnina. Á Costa Smeralda er sjöunda dýrasta hótel í heimi, Hotel Cala di Volpe, en nóttin kostar rúmar fjórar milljónir króna. James Bond kvikmyndin The Spy Who Loved Me var meðal annars tekin þar. Dýrasti tíminn í Porto Cervo er í júlí, ágúst og fram í september. Almennir ferðamenn koma í dags- ferð á þennan dýra stað þar sem bjórglasið kostar um 3000 krón- ur og í verslunum er lúxusfatnað- ur frá frægustu hönnuðum heims. Algengt verð á kventöskum hleyp- ur á milljónum. Það er því tæpast fyrir venjulega launþega að dvelja í Porto Cervo. Þegar prins Aga Khan kom til Sardiníu árið 1962 heillað- ist hann af grænu Miðjarðarhaf- inu sem umlykur Porto Cervo en svæðið var þá lítt þekkt. Hafið minnti hann á smaragða og fékk hann leyfi til að gefa ströndinni nýtt nafn, Costa Smeralda. Hann fékk færustu arkitekta til að hanna staðinn og stofnaði bæði einka- klúbb fyrir golfara og snekkju- eigendur. Rainier prins var meðal þeirra fyrstu sem skráðu sig í klúbbinn. Þangað flykkist fræga fólkið Porto Cervo á norðausturhluta Sardiníu hefur verið að sækja í sig veðrið sem einn vinsælasti ferðamannastaður fræga og ríka fólksins. Einkaþotur og lúxussnekkjur eru algeng sjón á þessum fallega stað. Akstri erlendis þarf ekki að fylgja nein áhætta ef fólk gætir þess að fara að lögum og reglum og hafa í huga að ákveðnar umferðarreglur eru breytilegar frá einu landi til annars. FÍB hefur haldið námskeið um akstur og ferðalög erlendis. Einnig er hægt að finna upplýsingar á vef Umferðarstofu. Löglegt eða ólöglegt Umferðarlög á Evrópska efnahagssvæðinu hafa verið samræmd að miklu leyti á undanförnum árum, þó er umtalsverður munur á milli þeirra í ýmsum veigamiklum atriðum. Hámarkshraði er til dæmis breytilegur eftir veðri í sumum löndum og viðurlög og refsingar eru mismunandi. Misjafnar kröfur um búnað Reglur um búnað sem ökumönnum ber að hafa meðferðis í bílnum geta verið mjög breytilegar eftir löndum. Misjafnt er hvort þurfi viðvör- unarþríhyrning meðferðis eða skærlit öryggisvesti, hvort varadekk skuli vera í bílnum, eða hvort skuli eða megi aka á negldum vetrardekkjum að vetrarlagi eða ekki. Í sumum löndum er krafist merkinga á bíla með farangur sem skagar út fyrir fram- eða afturenda bílsins, líkt og reið- hjólastatíf. Í öðrum löndum eru slíkur farangur og jafnvel merkingar ólöglegar. Reglur um farangur af þessu tagi gilda í flestum tilvikum um húsbíla, húsvagna og tjaldvagna. Torskilin umferðarmerki Flest algengustu umferðarskiltin, til dæmis sem gefa merki um há- markshraða, stöðvunarskyldu, biðskyldu og fleira, eru nokkurn veginn hin sömu eða svipuð í öllum löndum. Öðru máli getur gegnt um hvers konar upplýsinga- og leiðbeiningarskilti með nöfnum borga og bæja og upplýsingar um áttir og stefnur. Blár og grænn litur er ýmist notaður til að tákna hraðbrautir eða þjóðvegi og stundum er texti hafður á leiðbein- ingarskiltum í stað auðskiljanlegra merkja, sem er bagalegt ef maður skilur ekki orð í viðkomandi tungumáli. Þitt að skilja reglurnar Ýmis merki geta verið breytileg frá einni evrópskri borg til annarrar, jafnvel innan sama lands. Merki sem tákna takmarkanir á hvar, hvenær og hvernig má leggja eru yfirleitt nokkuð skýr. Öðru máli gegnir um út- skýringar í rituðu máli um tímalengdir og takmarkanir sem geta verið ill- eða óskiljanlegar öðrum en heimamönnum. Lögregla og stöðuverð- ir eru í mörgum evrópskum borgum iðnir við að ýmist setja læsingar á bíla sem er ólöglega lagt eða jafnvel flytja þá. Sú staðreynd að þú sért út- lendingur og skiljir ekki framandi fyrirmæli á skiltum veitir þér engan rétt og oft þarf fólk að greiða háar sektir vegna brota sem ekki reyndist unnt að sjá fyrir. Ökuskírteini Íslenskt ökuskírteini er tekið gilt í löndum Evrópusambandsins. Ann- ars staðar gilda yfirleitt þær reglur að ferðamenn geta notað ökuskírteini heimalands hafi það verið gefið út eftir 15. ágúst 1997 sem eru ökuskír- teinin sem eru á stærð við kreditkort. Stærri eldri gerðin er ekki í sam- ræmi við reglugerð EES staðla og því geta handhafar þeirra lent í vand- ræðum. Ítarlegar upplýsingar um akstur í hverju landi fyrir sig er að finna á vef Umferðarstofu, www.us.is. Akstur í framandi landi Það er fallegt í bænum Porto Cervo og þar eru hátískubúðir. Skipholti 31, sími 568-0450 ljosmyndavorur.is Kynnum með stolti Fujifilm X seríuna, myndavélar sem þú skilur ekki eftir heima. Frábærlega vel hannaðar Léttleiki og lítil fyrirferð Framúrskarandi myndgæði X10 – 99.900 X100 – 199.000 X-Pro 1 – 269.000 (án linsu) X100 TIPA verðlaunin 2011 og X Pro 1 TIPA verðlaunin 2012

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.