Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 29
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 20124
Ferðalangar kannast margir við þá ónotalegu tilfinningu að verða
lasnir í framandi landi. Oftast verður mallakúturinn ósáttur við
ferðakostinn en einnig ber að varast sólina, skordýr og fleira. Hér eru
ráð sem gagnast í happdrættinu um góða heilsu á ferðalaginu.
● Sterkt ónæmiskerfi er öflugt vopn gegn sýklum og bakteríum.
Sofið því nóg, stundið reglulega hreyfingu og borðið fullt af ávöxt-
um og grænmeti.
● Hafið hugfast að sólin er lúmsk þótt ljúf sé. Notið góða sólarvörn
og sólhúfu til að forðast sólbruna og sólsting.
● Ferðalög til sumra framandi landa útheimta bólusetningar nokkru
áður en haldið er af stað svo forðast megi sjúkdóma eins og gulu og
malaríu.
● Vandið valið þegar kemur að mat og drykk í ókunnu landi. Leiki
vafi á að vatn úr krananum sé drykkjarhæft er best að nota átapp-
að vatn til drykkjar, tannburstunar og skolunar á matvælum. Forð-
ist ísmola nema úr átöppuðu vatni og allan hráan mat. Hrár fiskur
og skelfiskur geta verið einkar varhugaverðir.
● Munið að hvílast vel þótt gaman sé á ferðalaginu. Þreytt mann-
eskja er móttækilegri fyrir veikindum en úthvíld.
● Drekkið nóg af vatni til að forðast ofþornun, einkum í heitum
löndum.
● Verjið hendur og fætur að morgni og kvöldi til að forðast skordýra-
bit og það að verða hýsill fyrir sníkjudýr. Notið flugnafælur í híbýl-
um ykkar og slökkvið ljós að nóttu til því skordýr sækja bæði í ljós
og skæra liti.
Heilsuhraust á ferðalagi
Jújú, auðvitað er gaman að slæpast um í sumarfríi og sólbaði en gamanið kárnar fljótt
ef sólin nær að brenna hold og sljóvga haus með miskunnarlausum geislum sínum.
NORDIC PHOTOS/GETTY
KLASSÍSK TÓNLIST Í SUMAR
Ýmsar frægar og fjölsóttar rokktónlistarhátíðir eru áberandi yfir sumar-
tímann í Evrópu. Þeir sem kjósa klassíska tónlist hafa líka úr ýmsu að
moða í sumar. Fjölmargar stórar og smáar tónlistarhátíðir eru í Evrópu í
sumar sem stíla inn á unnendur klassískrar tónlistar.
Ítalía:
Vinsæl óperuhátíð er
haldin í ítölsku borginni
Verona dagana 22. júní
til 2. september. Hátíðin
er mjög vinsæl og sækja
um 16.000 manns hverja
uppsetningu. Fyrsta
ópera hátíðarinnar er hin
sívinsæla Don Giovanni
eftir Mozart. Aðrar sýn-
ingar í sumar eru meðal
annars Carmen eftir franska tónskáldið Bizet og Aida eftir Verdi.
Höfuðborgin Róm hýsir einnig óperuhátíð dagana 30. júní til 7. ágúst
þar sem óperuhúsið Teatro dell‘Opera setur upp óperur undir beru lofti.
Meðal verka má nefna Aida eftir Verdi, Tosca eftir Puccini og ballettinn
Svanavatnið.
Tónlistarhátíð til heiðurs tónskáldinu Puccini verður haldin í Torre del
Lago, nálægt fæðingarbæ tónskáldsins. Hátíðin fer fram dagana 21.
júlí til 25. ágúst. Meðal verka verða klassísku verkin La Traviata, Tosca,
Madama Butterfly og La Bohème.
Þýskaland:
Wagner-hátíðin í Bayreuth verður dagana 25. júlí til 28. ágúst í óperuhús-
inu Festspielhaus sem Wagner byggði sjálfur. Fjölmörg verk meistarans
verða flutt þar, meðal annars Niflungahringurinn, Hollendingurinn
fljúgandi og Tristan og Ísold.
Austurríki:
Heimabær Mozarts, Salzburg, hýsir Salzburg-tón-
listarhátíðina dagana 20. júlí til 2. september. Meðal
verka sem þar verða flutt eru Parsifal og Lohengrin eftir
Richard Wagner. Auk þess munu Fílharmóníusveitin í
Vínarborg og Sinfóníuhljómsveit Lundúna flytja verk á
hátíðinni auk annarra flytjenda.
Indland er heill heimur út af fyrir sig. Landið hefur að geyma merkilega menningu, fallega
náttúru, tilkomumiklar bygging-
ar og litríka sögu. Í landinu er að
finna hundruð þjóðarbrota sem
og tungumál, trúarbrögð og guði.
Landið kemur stöðugt á óvart og
ferðalag um þetta ótrúlega land er
mikil upplifun sem seint gleymist.
Úrval Útsýn býður upp á glæsilega
sautján daga ferð um Indland 17.
október. Daði Guðjónsson, mark-
aðsstjóri Úrvals Útsýnar, segir ferð-
ina vera mikið ævintýri sem seint
gleymist. „Hver viðkomustaður
í ferðinni hefur sitt sérkenni og
kemur ferðamanninum stöðugt
á óvart. Þetta er ferð sem enginn
ætti að missa af.“ Flogið er með Ice-
landair til og frá London. Þaðan er
f logið með Virgin Atlantic til og
frá Indlandi. Ferðin hefst í Delí þar
sem dvalið verður í tvær nætur.
Farið verður í skoðunarferðir um
nýja og gamla hluta borgarinnar.
Eftir dvölina þar er haldið í hefð-
bundna menningarferð um Norð-
ur-Indland, eða gullna þríhyrn-
inginn svokallaða. Um er að ræða
borgirnar Jaipur, Agra, Khajuraho
og Varanasi. Farið verður í ógleym-
anlegar skoðunarferðir í öllum
þessum borgum en í för verður ís-
lenskur fararstjóri, Soffía Halldórs-
dóttir. „Auk þess verða innlendir
leiðsögumenn henni til aðstoðar
sem fylgja hópnum allan tímann. Á
hverjum áfangastað verður einnig
innlendur leiðsögumaður sem leið-
ir farþega um sérkenni hvers stað-
ar,“ segir Daði.
Ferðast verður milli áfanga-
staða með rútum, flugi og lestum.
Lestarferð á Indlandi er upplifun
sem enginn getur látið fram hjá sér
fara, segir Daði. „Í lok ferðarinnar
er farið til Suður-Indlands og dval-
ið í fimm nætur við hina guðdóm-
legu strönd Goa. Þar mun hópur-
inn dvelja á glæsilegu fimm stjörnu
hóteli sem stendur við litla einka-
strönd. Gist verður í svítum sem
allar snúa út í glæsilegan garð-
inn. Auk þess verður dvalið á mjög
góðum hótelum allan tímann.“
Innifalið í verðinu eru allar skoð-
unarferðir samkvæmt dagskrá,
allur akstur, f lug, lestarferð, há-
degis- og kvöldverður í ferðinni um
Norður-Indland og morgunverður í
Goa, íslensk og innlend fararstjórn.
Þá er innifalinn lokakvöldverður
fyrir hópinn.
„Við bjóðumst einnig til að
skipuleggja Indlandsferðir fyrir
smærri hópa, til dæmis útskrift-
arhópa, sem vilja fara á öðrum
tímum.“ Hægt er að lesa nánar um
ferðina á heimasíðu Úrvals Útsýn-
ar www.urvalutsyn.is
Stórkostleg sautján
daga Indlandsferð
Úrval Útsýn býður upp á glæsilega sérferð til Indlands í október.
Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Úrvals Útsýnar.
Leiðsögumenn í kuflum með galdrastafi leiða fólk um hverfið þar sem J.K. Rowl-
ing skrifaði fyrstu Harry Potter-
bækurnar. Á göngunni er meðal
annars komið við á kaffihúsinu
þar sem Rowling sat ásamt dótt-
ur sinni og skrifaði fyrstu bókina,
Harry Potter og viskusteinninn.
Áhrif Edinborgar á sögusvið
Harry Potter-bókanna er áber-
andi eins og leiðsögumenn munu
sýna þátttakendum fram á.
Farið er í Greyfriars-kirkju-
garðinn þar sem gröf Thomas
Riddle og sonar hans, sem hét
sama nafni, er.
Í kvikmyndinni var það staður-
inn þar sem Lord Voldemort end-
urfæddist en í bókinni heita bæði
faðir og afi Voldemorts og hann
sjálfur Thomas Riddle. Einnig er
farið á slóðir skáldsins William
McGonagall sem aðstoðarskóla-
stýra Hogwarts-skólans, Minerva
McGonagall, er nefnd eftir.
Gangan er farin tvisvar á dag
og tekur um 90 mínútur. Kostn-
aðurinn ætti ekki að sliga neinn
þar sem ókeypis er í hana og
ganga leiðsögumennirnir út frá
því að þátttakendur séu rausnar-
legir á þjórfé í lok hennar. Ekki er
nauðsynlegt að þekkja Harry Pot-
ter-sögurnar til þess að njóta leið-
sagnarinnar þó það sé ótvírætt
skemmtilegra.
Lofað er líf legri og skemmti-
legri leiðsögn þar sem fróðleik um
Harry Potter er blandað saman
við staði, byggingar, bókmennt-
ir, listir og persónur frá Edinborg.
Hægt er að nálgast nánari upp-
lýsingar um gönguna á www.pot-
tertrail.com.
Á söguslóðum
Harrys Potter
Þeir sem eru á leiðinni til Skotlands í ágúst þegar Edinborgarhátíðin er haldin
þar hátíðleg geta nú fengið leiðsögn um gamla hluta borgarinnar þar sem farið
er á slóðir Harrys Potter.
Harry Potter-söguganga verður farin um götur Edinborgar í ágúst í sumar.