Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 64

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 64
KYNNING − AUGLÝSING Sparneytnir bílar30. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 11 Opel býr yfir traustum, fal-legum og dugandi bílum sem ár eftir ár tróna í efstu sætum yfir söluhæstu bíla Evr- ópu. Það segir sitt um endingu og gæði Opel og því fagnaðarefni að fá aftur nýja bíla frá Opel í BL,“ segir Hörður Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Í tilefni innreiðar Opel hefur BL opnað glæsilegan Opel-sýningar- sal í Ármúla 17. Þar má sjá nýjustu línur Opel Corsa, Opel Safira og Opel Insigna, sem kosinn var bíll ársins 2009 í Evrópu, og hefur ekki sést áður á Íslandi. Þegar sumri hallar bætist svo við nýr Opel Astra. Opel-bílar eru þýskir í gegn; hannaðir og smíðaðir í Þýskalandi. Frágangur og efnisval Opel er ein- faldlega í lúxusflokki og hægt að fullyrða að gæði Opel eru eins og þau gerast best. „Konungur ný ja Opel-f lot- ans er hins vegar rafbíllinn Opel Ampera,“ upplýsir Hörður um slá- andi fallega bifreið sem kosin hefur verið Bíll ársins 2012 í Evrópu. „Ampera er fyrstur sinnar teg- undar á Íslandsmarkað og rafbíll alla leið. Drægni hans á rafmagni er allt að 80 kílómetrar og fyrir bíleig- anda búsettan á Selfossi og vinn- andi í Reykjavík er hægt að nota bíl- inn árið um kring á rafmagni einu saman. Þannig er ekið á rafmagni í bæinn, bílnum stungið í samband eins og farsíma á meðan unnið er og keyrt aftur heim á rafmagni,“ út- skýrir Hörður sem dæmi. Opel Ampera er glæsilegur útlits, búinn tveimur rafmagnsmótorum og einum bensínmótor sem nýtist sem hjálparmótor. „Sú hönnun og fyrirkomulag er bylting í rafbílum,“ segir Hörð- ur. „Þegar eftir eru þrjátíu prósent af rafhlöðu bílsins breytist bens- ínmótorinn í ljósamótor og hleð- ur rafmagni inn á rafhlöðuna á meðan ekið er. Því þarf aldrei að stoppa bílinn til að hlaða rafhlöð- una svo framarlega sem bensín er á tanknum,“ segir Hörður. Bensíntankur Opel Ampera er 30 lítra og eyðir bíllinn aðeins 1,2 lítrum á hundraði. Drægni á bens- íntanki er allt að 500 kílómetrar og útblástur aðeins 27 grömm. Í sam- anburði er útblástur hefðbundinna bensínbíla 130 til 160 grömm. „Ólíkt öðrum umhverfisvæn- um bílum er Ampera alltaf ekið á rafmagni á meðan tvinnbílar eru í raun bensínbílar með rafmagns- mótor sem hjálparmótor,“ útskýr- ir Hörður. Útbúinn öllum gæðum Opel Ampera er kraftmikill lúxus- bíll í mestu mögulegu gæðum. „Það tekur Ampera aðeins níu sekúndur að fara upp í hundrað en bíllinn er kraftmeiri en venjulegir bílar vegna þess að rafmagnið fer strax út í hjólin. Þannig tekur það hann ekki nema 3,1 sekúndu að ná 50 kílómetra hraða og viðbragðið eins og þegar sportbíll fer af stað,“ segir Hörður og bætir við að í Opel Ampera sé hugsað fyrir öllu. „Ampera er einfaldlega einn með öllu. Bíllinn er útbúinn öllum þeim búnaði sem unnt er að setja í einn bíl, rúmgóður, fallegur og þægilegur. Þar má nefna sjö tommu skjá, nálægðarskynjara að framan og aftan, kerfi sem segir til um loft- þrýsting í dekkjum og fjarstýringu fyrir hitakerfi bílsins í bíllykli. Með þeirri tækni bíður ökumannsins svalur og þægilegur bíll í sumarhit- unum og hlýr og notalegur í vetr- arkuldanum; allt án þess að menga eða eyða rafhlöðunni á meðan hún er í hleðslu. Með bílnum er meira að segja smáforrit sem hægt er að setja í Iphone og Ipad til að að sjá stöðu bílsins.“ Opel Ampera hefur tekið Evrópu með trompi. Bíllinn kom til lands- ins á þriðjudag og er BL stolt af því að bjóða fyrst þá nýju tækni sem rafbíllinn býr yfir. „Hönnun Ampera tók fjögur ár og mikil hugsun að baki hverju smáatriði. Átta ára ábyrgð er á raf- hlöðu bílsins eða allt að 160 þúsund kílómetrar. Framleiðslu Opel fylgja græn markmið í einu og öllu og er ætlun framleiðandans að safna notuðum rafhlöðum til að nýta orkuna sem eftir verður. Reiknað hefur verið út að þrjátíu rafhlöð- ur búi yfir nægri orku til að nýta í fimmtíu hús í fjórar klukkustund- ir,“ útskýrir Hörður. Önnur frábær nýjung í Opel Ampera er varúðarf lauta í ná- munda við gangandi vegfarendur. „Rafbílar eru hljóðlausir sem er varasamt á bílastæðum og þar sem von er á gangandi fólki. Við þær að- stæður er hægt að ýta á þar til gerð- an hnapp sem gefur frá sér hljóð og þar með til kynna að bíll sé í nánd, um leið og háu ljósin kvikna og blikka,“ segir Hörður. Í sýningarsal Opel í Ármúla eru að sjálfsögðu einnig fáanlegir bílar með díselvélar í öllum f lokkum umhverfisvænna bíla. Opel Ampera kostar frá átta milljónum. Opið í sýningarsal Opel í Ármúla 17 í dag frá klukkan 12 til 16. Rafbíll sem kemst 5-600 km á einni hleðslu og einum tanki Íslendingar hafa farið á mis við trausta gæðinga Opel í hartnær fjögur ár. Þökk sé BL halda þeir nú innreið sína á Íslandsmarkað á ný með ómótstæðilegt úrval traustra og glæsilegra bíla. Þar á meðal er Bíll ársins 2012 í Evrópu; rafbíllinn Opel Ampera sem fylgir bylting í sparneytni og umhverfisvitund. Nýr sýningarsalur Opel opnar í dag í Ármúla 17. Rafbíllinn Opel Ampera hefur verið kosinn Bíll ársins 2012. Hann er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi og einstakur í alla staði. Hörður Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL, og Guðmundur Finnbjarnarson sölumaður fyrir utan nýjan og glæsilegan Opel-sýningarsal í Ármúla 17. Þeir taka á móti gestum með kostum og kynjum í dag. MYND/ANTON 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.