Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 82
LAUGARDAGUR 30. júní 2012
➜ Kvikmyndir
15.00 Skemmtileg klifurkeppni verður
haldin á klifurveggnum á Höfðatorgi í til-
efni af heimfrumsýningu nýju Spider-Man
myndarinnar í næstu viku og tilgangurinn
er að finna besta Spider-Man Íslands.
Laugardagur 30. júní 2012
➜ Tónleikar
12.00 Perlur íslenskra einsöngslaga
verða fluttar af Fjólu Nikulásdóttur
sópran, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur
mezzosópran og Helgu Bryndísi Magn-
úsdóttur píanóleikara í Kaldalóni Hörpu.
12.00 Björn Steinar Sólbergsson
leikur á hádegistónleikum Alþjóðlegs
orgelsumars í Hallgrímskirkju. Almennt
miðaverð er kr. 1.500.
15.00 J.P. Jazz kemur fram á jazzsum-
artónleikaröð Jómfrúarinnar við Lækjar-
götu. Tónleikarnir fara fram utandyra og
aðgangur er ókeypis.
21.00 Friðrik Ómar og hljómsveit
hans halda tónleika með öllum bestu
lögum Elvis Presley í félagsheimilinu
Tjarnarborg í Ólafsfirði Tónleikarnir eru
liður í bæjarhátíðinni Blue North Music
Festival sem haldin er í Fjallabyggð um
þessa helgi. Miðaverð er kr. 3.000.
22.00 Hljómsveitin Illgresi spilar ásamt
góðum gestum á Café Rosenberg.
22.00 Valdimar Guðmundsson kemur
fram ásamt Tríói Ómars Guðjónssonar á
Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000.
22.00 Saytan og Caterpillarmen spila
á kröftugum tónleikum á Ellefunni.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Opnanir
14.00 Rósa Valtingojer og Zdenek
Patak opna sýninguna Valtingojer og
Patak handverk í Listmunahorninu í
Árbæjarsafni.
➜ Tónlistarhátíð
12.00 Raftónlistarhátíðin Extreme
Chill - Undir Jökli 2012 fer fram á Hellis-
sandi á Snæfellsnesi. Fjölbreytt dagskrá
raftónlistar verður á boðstólum.
15.00 Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju hefjast. Opnunarhelgina leikur
Skálholtskvartettinn undir leiðsögn hol-
lenska fiðluleikarans Jaaps Schröders.
Einnig leiðir hann tríó sem mun leika
verk sem spanna yfir tvær aldir. Frekari
upplýsingar á sumartonleikar.is.
23.30 Hipphopp-hátíð verður haldin á
Þýska barnum um helgina. Skytturnar,
Úlfur Úlfur og Gísli Pálmi koma meðal
annarra fram. Miðaverð er kr. 1.500 inn á
stakt kvöld.
Sunnudagur 01. júlí 2012
➜ Tónleikar
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög
af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-
Da, Frakkastíg 8, milli kl. 16 og 20.
Aðgangur er ókeypis.
16.00 Andrés Þór Gunnlaugsson gítar-
leikari og Sigurður Flosason saxófón-
leikari leiða saman hesta sína á tón-
leikum á Gljúfrasteini. Aðgangsverð er
kr. 1.000.
17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga
fluttar af Fjólu Nikulásdóttur sópran,
Höllu Marinósdóttur mezzosópran og
Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanó-
leikara í Kaldalóni Hörpu.
17.00 Björn Steinar Sólbergsson
leikur í Hallgrímskirkju á aðaltónleikum
Alþjóðlega orgelsumarsins. Almennt
miðaverð er kr. 2.500.
➜ Fræðsla
14.00 Leiðsögn verður um fornleifa-
uppgröftinn á Alþingisreit. Lagt verður
upp frá Landnámssýningunni Reykjavík
við Aðalstræti 16.
➜ Sýningar
13.00 Boðið verður upp á hina árvissu
og vinsælu fornbílasýningu í Árbæjar-
safni. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir
ýmsa merka bíla og félagsmenn spjalla
við gesti.
➜ Síðustu forvöð
13.00 Sýningunni ( I)ndependnt
people í Listasafni ASÍ lýkur. Aðgangur
er ókeypis.
➜ Umræður
14.00 Heimspekikaffi verður haldið á
Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefnið
er: Er það ást ef maður er ekki elskaður
á móti? Allir velkomnir.
➜ Sýningarspjall
20.00 Sýningunni Horizonic lýkur í
Listasafni Árnesinga. Inga Jónsdóttir
safnstjóri mun ganga um sýninguna
með gestum.
➜ Leiðsögn
14.00 Steinunn Guðmundardóttir
safnkennari leiðir gesti um sýninguna
TÍZKA kjólar og korselett í Þjóðminja-
safninu. Leiðsögnin er áhugasömum að
kostnaðarlausu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?