Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 93

Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 93
30. júní 2012 LAUGARDAGUR50 PERSÓNAN „Við ætlum að ganga lengstu leið- ina þvert yfir landið,“ segir Frið- jón Hólmbertsson en hann mun leggja upp í 670 km göngu ásamt vini sínum, Guðsteini Halldórs- syni, á morgun til styrktar sam- tökunum Blátt áfram en þau berj- ast gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Gönguleiðina nefna þeir frá Fonti til táar þar sem þeir halda af stað frá vitanum Fonti á Langa- nesi og ganga að Reykjanesvita á Suðurnesjum. Göngugarparnir munu ganga 32 km að meðaltali hvern dag og áætla að ferðin nái yfir 21 dag en þeir hafa það að takmarki að safna einni milljón að lágmarki. „Við höfum labbað saman síðan árið 1993. Farið út um allt Ísland og til útlanda þar sem við höfum gengið, klifrað og siglt,“ segir Friðjón en þeir Guðsteinn eru meðlimir gönguhópsins Labba- kútar sem hefur tekið Ísland með trompi síðustu 20 ár og gengið á flesta staði landsins. „Hann Guðsteinn er líka svolítið klikkaður. Hann hjólaði hringinn einn í fyrra á ellefu dögum fyrir ADHD,“ segir Friðjón og bætir við að þeir hafi farið erfiðustu leiðina á tæplega 6000 metra topp Kilim- anjaro fyrir nokkrum árum. Aðspurður hvernig málefn- ið varð fyrir valinu segir Frið- jón: „Við vorum alveg níu mánuði að velja samtök en völdum Blátt áfram þar sem það er aldrei nógu mikið gert í þessum efnum.“ Félagarnir hafa opnað vef- síðuna Blattaframgangan.is og Facebook-síðu undir sama heiti þar sem finna má allar frekari upplýsingar. - hþt Ganga 670 km fyrir Blátt áfram LABBAKÚTAR Guðsteinn Halldórsson og Friðjón Hólmbertsson munu ganga 32 km á dag næstu þrjár vikurnar til styrktar baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi gagn- vart börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vera Þórðardóttir Aldur: 27 ára. Starf: Fatahönn- uður. Foreldrar: Ólöf Guðný Valdimars- dóttir arkitekt og Ágúst Þórður Arnórsson verkfræðingur. Fjölskylda: Er í sambúð með Philip Harrison og á eina 10 mánaða dóttur. Búseta: 105 Reykjavík. Stjörnumerki: Naut. Vera er fatahönnuður sem á dögunum seldi jakka úr sinni smiðju fyrir rúmar 2 milljónir króna en poppstjarnan Lady Gaga klæddist jakkanum fyrir tveimur árum síðan. „Spennan í þessu hefur haldið manni við tækið öll þessi ár,“ segir Halldóra Guðlaugsdóttir, sem verð- ur níræð á árinu. Henni þykir miður að sápuóperan Leiðarljós, sem var framleidd í 57 ár, hverfi endanlega af skjáum landsmanna á mánudag- inn. Hún og mágkona hennar, Katr- ín Eiríksdóttir, hafa fylgst spenntar með dramatískum flækjum sápunn- ar. „Við horfðum oft saman á Leiðar- ljós,“ segir Halldóra. Framleiðslu þáttanna var hætt árið 2009 og hefur áhorf þeirra dalað á heimsvísu síðan. „Nú sjá þeir sér ekki hag í að endurnýja samninginn við okkur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins, sem bætir við: „Þetta hlýtur að vera langlíf- asta þáttaröð allra tíma.“ Leiðarljós hefur verið á dag- skrá RÚV frá árinu 1995. Sjón- varpsþáttaröðin hóf fyrst göngu sína árið 1952 á stöðinni CBS en frá árinu 1937 hafði hún verið útvarpsþáttaröð. „Ég hef ekki horft á þá svo lengi,“ segir Halldóra, sem varð dyggur aðdáandi þáttanna þegar hún hætti vinnu fyrir fjölmörg- um árum. Katrín, sem er 87 ára, man vel eftir því hvernig þættirn- ir hófu að vera í uppáhaldi. „Þeir hafa alltaf verið sýndir um eftir- miðdaginn. Á sama tíma kom ég úr vinnunni og hóf að lesa dag- blöðin. Smám saman viku blöðin fyrir Leiðarljósi.“ Báðar dvelja þær á elliheim- ilinu Grund og voru á harmon- ikkuballi þegar blaðamann bar að garði. Á Grund á þáttaröðin fjölmarga aðdáendur sem horfa á þáttinn dag hvern í setustof- unni. „Við horfum ekki á þátt- inn þar heldur erum við báðar með sjónvarp,“ segir Halldóra sem viðurkennir að hún missi úr stöku þátt. „Maður kemst samt alltaf inn í framhaldið.“ Ný sápa hefur göngu sína í haust og eru mágkonurnar ánægðar með að eitthvað fylli í skarðið. „Það er kannski líka fínt að sleppa sjónvarpsáhorfinu yfir sumartímann,“ segir Halldóra en þær fara lofsömum orðum um sápuna The Bold and the Beauti- ful. „Við horfum á hana nema það komi eitthvað jafn skemmtilegt og Leiðarljós.“ hallfridur@frettabladid.is HALLDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR: HORFÐUM OFT SAMAN Á ÞÆTTINA Harma hvarf Leiðarljóssins SPENNANDI SÁPA Halldóra Guðlaugsdóttir og Katrín Eiríksdóttir sitja saman úti í sólinni á harmonikkuballi Grundar og þykir leiðinlegt að Leiðarljós hverfi af skjánum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er ekki nema svona mán- uður síðan við ákváðum að kýla á þetta og höfum því verið hér dag og nótt að gera búðina tilbúna,“ segir Guðlaug Elísa Einarsdótt- ir sem opnar verslunina Suzie Q ásamt kærasta sínum Magnúsi Má Lúðvíkssyni, knattspyrnumanni úr KR, í dag. Verslunin er staðsett að Ing- ólfsstræti 8, í sama húsnæði og verslunin Júniform var áður til húsa. Guðlaug, eða Gulla eins og hún gjarna er kölluð, segir hús- næðið hafa ráðið úrslitum um að þau ákváðu að opna strax í sumar. „Þetta er fullkomið hús- næði fyrir okkur og við gátum ekki sleppt því þegar það losnaði. Upphaflega ætluðum við ekki að gera þetta fyrr en í september.“ Suzie Q verður verslun sem sér- hæfir sig í tískufatnaði fyrir bæði kynin. Rokkaðar flíkur í bland við nýjustu götutísku leika lykilhlut- verk í búðinni sem einnig býður upp á skartgripi, töskur og fal- legar svokallaðar kaffiborðsbæk- ur frá Frakklandi. Þau hafa svo tryggt sér merki á borð við danska Minimum, Dr. Denim og Converse en stefnan er að bæta við fleiri merkjum í framtíðinni.  „Núna erum við með vörur frá London og París. Við stefnum á að vera með skemmtilegt andrúmsloft þar sem fólk getur komið, fengið sér kaffi- sopa og blaðað í bókum.“ Gulla hefur dágóða reynslu úr tískubransanum því hún hefur unnið í innkaupum fyrir NTC und- anfarin ár. Magnús, eða Maggi Lú, býr ekki að sömu reynslu en Gulla fullyrðir að tuðruspark og tísku- bransinn fari vel saman. „Hann hefur komið mér á óvart og veit sínu viti. Upphaflega var það hann sem ætlaði í þennan rekstur einn og ég tróð mér með. Þetta fer vel með æfingunum enda er Frosta- skjólið í næsta nágrenni.“ - áp Knattspyrnumaður opnar tískuvöruverslun ROKKUÐ GÖTUTÍSKA Magnús Már Lúðvíksson, knattspyrnumaður úr KR, og kærasta hans Guðlaug Elísa Einarsdóttir opna tískuvöruverslunina Suzie Q í dag á Ingólfsstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Lífrænt ofur fjölvítamín náttúrunnar Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína er meira og nýtist betur en úr nokkru öðru fæði. Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er gott gegn streitu. Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni. Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og fullorðnum. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Hraust og hress Árangur strax! www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin. Vottað lífrænt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.