Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 4
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 22.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,0094
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,61 119,17
187,35 188,27
147,83 148,65
19,844 19,960
20,142 20,260
17,771 17,875
1,4958 1,5046
179,63 180,71
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Tangó, tangó, tangó!
FESTIVAL
Tango on Ice
30. August-2. September 2012
Kynningarnámskeið
fyrir byrjendur
25.08 - 01.09
Upplýsingar á
www.tango.is
SKIPULAGSMÁL „Það er verið að
þrengja verulega að Þrótti,“ segir
Pétur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Þróttar. Nú eru framkvæmd-
ir á brettagarði í Laugardal á loka-
stigi en á sama stað höfðu Þróttarar
í hyggju að byggja íþróttahús sitt í
framtíðinni.
Í framhaldi af framkvæmdunum
við brettagarðinn á að gera breyt-
ingar á bílastæðinu fyrir framan
gervigrasvöllinn í Laugardal og við
það fækkar bílastæðum þar, sem nú
eru um 50 til 60.
Þróttur hefur verið með aðstöðu í
Laugardalshöllinni en Sigurlaugur
Ingólfsson, formaður aðalstjórnar
Þróttar, segir að hún hafi oft verið
umsetin vegna annarra íþróttavið-
burða eða tónleikahalds. „Þetta
hefur nú aðeins skánað eftir til-
komu Hörpu en við höfum samt
verið að missa marga æfingar-
tíma,“ segir hann.
Hann segir enn fremur að nú sé
verið að vinna að heildarskipulagn-
ingu á svæðinu. „Og við munum
náttúrlega reyna að koma því á
framfæri við borgina þegar það er
tilbúið,“ segir hann. Honum sýn-
ist hins vegar búið að valda reit-
inn sem hugsaður hafði verið fyrir
íþróttahúsið. „Við höfum aðallega
horft á þennan stað upp á teng-
ingu við félagsheimilið. Í raun er
ekki um aðra staði að ræða, svona
í fljótu bragði séð.“ Pétur segir að
fækkun bílastæða komi sér afar illa
fyrir félagið. „Við erum á góðri leið
með að komast í úrvalsdeildina og
við viljum ómögulega að áhorfend-
ur þurfi að borga sektir eftir hvern
heimaleik eins og gerst hefur ann-
ars staðar,“ segir hann.
Segja brettagarð og breytt
bílastæði þrengja að Þrótti
Verið er að ljúka framkvæmdum á brettagarði í Laugardal, á sama stað og Þróttur hafði hugsað sér íþrótta-
hús. Einnig á að lagfæra bílastæðin við gervigrasvöllinn en þá missa Þróttur og Ármann um 50 til 60 stæði.
VALLARVÖRÐURINN Á STÆÐINU Brynjólfur Óskarsson vallarstjóri er afar óhress með
að missa um sextíu stæði við íþróttaaðstöðu Þróttara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eva Einars-
dóttir, formaður
íþrótta- og
æskulýðsráðs,
segir að engin
athugasemd
hafi borist frá
Þrótturum
vegna bretta-
garðsins og að brettagarðurinn úti-
loki ekki að þeir fái sitt íþróttahús
í framtíðinni nálægt félagsheimili
sínu.
„Það var haldin grenndarkynn-
ing um þennan garð í vor og auð-
vitað bárust einhverjar ábendingar
á þeim fundi en engin frá Þrótt-
urum,“ segir hún. „Eins er það svo
að það hefur ekki verið gert ráð
fyrir því í skipulagi að þarna eigi
að rísa hús. Reyndar er það svo að
fyrirhugað var að gera þarna bíla-
stæði. Hugmyndin með þessum
garði er líka að bæta aðgengi
fólks, sérstaklega gangandi, að
íþróttamannvirkjum á svæðinu en
það hefur verið í svolitlum ólestri,
vantað merkingar og göngustíga
til dæmis. Eins teljum við það afar
jákvætt að þarna skapist aðstaða
fyrir þessa jaðaríþrótt en við viljum
auka íþróttaiðkun í borginni.“
Aðspurð hvort úti sé um draum
Þróttara um íþróttahús nálægt
félagsheimili sínu svarar hún: „Það
er ekkert útilokað í þeim efnum.
Til dæmis er garðurinn byggður
þannig að hann er, að hluta til
allavega, færanlegur.“
Engin athugasemd
barst frá Þrótti
Brynjólfur Óskarsson, vallar-
vörður hjá Þrótti, segir félagið
ekki mega við því að missa bíla-
stæði. „Ef eitthvað er um að
vera annaðhvort í Höllinni eða á
Laugardalsvelli þá fyllast okkar
stæði undir eins,“ segir hann.
Jón Þór Ólason, framkvæmda-
stjóri Ármanns sem er einnig með
aðsetur á svæðinu, segist bæði sjá
agnúa og jákvæða hluti varðandi
framkvæmdirnar á bílastæðinu.
„Það er náttúrlega ánægjuefni að
verið sé að taka þetta í gegn en
þetta hefur verið til háborinnar
skammar,“ segir hann. „Við höfum
lengi viljað fá lýsingu á svæðinu en
ekki getað gert það sjálfir þar sem
borgin á svæðið svo ég fer ekki að
agnúast út af því að farið sé í betr-
umbætur. En hitt er annað mál
að bílastæðið er alltof lítið fyrir
okkur svo það er engan veginn
hægt að gleðjast yfir því að verið
sé að klípa af því.“
jse@frettabladid.is
Við erum á góðri
leið með að komast
í úrvalsdeildina og við viljum
ómögulega að áhorfendur
þurfi að borga sektir eftir
hvern heimaleik.
PÉTUR STEPHENSEN
FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞRÓTTAR
SUÐUR-AFRÍKA, AP Verkföll suður-
afrískra námuverkamanna hafa
breiðst út með því að verkamenn í
tveimur námum til viðbótar kalla
eftir hærri launum. Jacob Zuma,
forseti Suður-Afríku, heimsótti í
gær námu þar sem lögregla skaut
34 og særði 78 þann 16. ágúst.
Áframhaldandi launabarátta
og tilheyrandi verkföll hafa vald-
ið ótta um að fleiri námur verði
óstarfhæfar. Suður-Afríka sér
heiminum fyrir þremur fjórðu af
allri platínu. Þá óttast menn að
verkföllin muni hafa afdrifarík
áhrif á hagkerfi landsins.
Þá hafa stjórnmálamenn héraðs-
ins þar sem voðaverkin voru fram-
in fyrr í mánuðinum varað við því
að geri stjórnvöld ekki neitt í gríð-
arlegum ójöfnuði meðal íbúa lands-
ins, megi búast við því að íbúum
þyki ekkert betra að búa við stjórn
meirihluta blökkumanna, en stjórn
minnihluta rasískra stjórnvalda
hvítra manna.
Tafir á framleiðslu platínu í
heiminum eru ekki taldar hafa
áhrif til skemmri tíma því talið er
að þær platínubirgðir sem þegar
hafa verið grafnar upp dugi í allt
að tvö ár. - bþh
Suður-afrískir námuverkamenn halda áfram að berjast fyrir betri launum:
Verkföll í fleiri námum í S-Afríku
FORSETINN Jacob Zuma ræddi við
námuverkamenn í verkfalli við námuna
þar sem félagar þeirra voru skotnir til
bana. NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
29°
22°
20°
24°
28°
20°
20°
27°
21°
29°
29°
30°
20°
24°
20°
19°Á MORGUN
5-10 m/s en hvassara við
SV- og V-ströndina.
LAUGARDAGUR
Hægt vaxandi
SA-átt syðra.
12
12
12
10
11
13
12
14
15
13
8
8
8
7
5
7
5
4
4
4
5
3
8
8
9
10
13
6
6
12
12
9
SÆMILEGT VEÐUR
Veður verður
sæmilegt næstu
daga, ekki miklar
breytingar en
það kólnar smám
saman næstu daga.
Úrkoman verður að
mestu bundin við
sunnan og vestan-
vert landið. Hitinn
fer líklega ekki
víða yfi r 10 stigin
norðan og austan
til á morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
MANNRÉTTINDI Innanríkisráðu-
neytið hefur ógilt ákvörðun
Útlendingastofnunar um að senda
Mouhamed Lo úr landi. Þetta
segja stuðningsmenn Mouha-
meds.
Mouhamed Lo er frá Máritaníu
og hefur sótt um hæli hér á landi.
Hann segist hafa verið þræll í
heimalandinu. Útlendingastofnun
úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan
að hann skyldi sendur til Noregs,
þaðan sem hann kom til Íslands.
Hann hefur farið huldu höfði í
rúmt ár. - þeb
Hælisleitandi frá Máritaníu:
Ráðuneytið
ógilti ákvörðun
SLYS Rúta stórskemmdist í Land-
eyjahöfn á þriðjudag þegar henni
var ekið upp undir landgöngubrú
Herjólfs. Ekki er talið að brúin
hafi skemmst.
Kælibúnaður á þaki rútunnar
skemmdist mikið auk þess sem
þak hennar flettist að hluta til
af. Bílstjóri rútunnar var einn
í henni og varð ekki meint af.
Venjulega er rútum ekki ekið
þessa leið, enda eru hæðartak-
markanir þar. Þó mun það hafa
komið fyrir að húsbílar hafi
nuddast við brúna, að sögn Gunn-
laugs Grettissonar, rekstrarstjóra
Herjólfs. Frá þessu er greint í
Eyjafréttum. - þeb
Ekið undir landgöngubrú:
Rúta skemmd-
ist við Herjólf
HERJÓLFUR Rúta fór óvenjulega leið og
ætlaði undir landgöngubrú skipsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
NOREGUR Nýjar stjórnarbygging-
ar í miðborg Óslóar munu kosta
allt að tíu milljörðum norskra
króna, eða rúmlega 200 milljarða
íslenskra króna.
Gert er ráð fyrir því að um tíu
ár taki að byggja upp stjórnar-
hverfið eftir að Anders Behring
Breivik sprengdi sprengju þar
í fyrra. Enn hefur ekki verið
ákveðið hvort byggingin sem
skemmdist mest verður rifin að
hluta til eða í heild. Um það verð-
ur tilkynnt á næsta ári.
Átta létust í sprengju Breiviks í
Ósló. - þeb
Uppbygging eftir sprengju:
Tíu milljarðar í
nýja byggingu