Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 40
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. tylft, 6. í röð, 8. meiðsli, 9. pota, 11. núna, 12. skattur, 14. digurmæli, 16. átt, 17. traust, 18. fornafn, 20. stefna, 21. stígur. LÓÐRÉTT 1. hluti, 3. hljóm, 4. jarðbrú, 5. titill, 7. skór, 10. drulla, 13. nytsemi, 15. höggva, 16. skilaboð, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. tólf, 6. rs, 8. mar, 9. ota, 11. nú, 12. tíund, 14. grobb, 16. sv, 17. trú, 18. mér, 20. út, 21. slóð. LÓÐRÉTT: 1. brot, 3. óm, 4. landbrú, 5. frú, 7. stígvél, 10. aur, 13. not, 15. búta, 16. sms, 19. ró. Ok, Mr. Know-it-all! Í hvaða liði er þessi? Haha! Núna brakar í heilanum ekki satt? Glouchester City! What? Þú móðg- aðir hann! Shame on you! Hvert er metnaðar- fyllsta húð- flúrið þitt? Ætli það sé ekki Sixtínska kapellan sem er tattúveruð í góminn á mér? Tilkomumikið! Í sumum hverfum krýpur fólk á kné þegar ég geispa Ég veit að þú sagðir í símanum að þú værir eins og Tom Cruise, Brad Pitt og Russell Crowe, allir saman í einum manni, en... Smakk! Hvernig var dagurinn þinn? Hljóðlátur. AAAAARRRRG! Miðað við hvað? Ég veit ekki. Stórskotalið, kannski. Smálánafyrirtæki hafa verið í fréttum upp á síðkastið. Að dæma virðast þar á ferð fyrsta flokks skítapésar sem gera sér far um að maka krókinn á kostnað þeirra sem minna mega sín. Fréttir herma að stór hópur þeirra sem taka slík lán séu fíklar, undirmálsfólk og ungmenni sem kunna ekki fótum sínum forráð í peningamálum. Ef hægt er með góðu móti að setja lög sem senda þessar stofnanir út á hafsauga, segi ég bara gott og vel. Hins vegar sækir að manni sá grunur að það sé hægara sagt en gert og að smálánasálirnar yrðu ekki lengi að finna aðrar leiðir til að halda uppteknum hætti. EN það er nefnilega mergurinn málsins – okurfyrirtækin virðast einmitt græða á þessu. Sem er dálítið undarlegt þegar maður spáir í það. Af hverju leita fíklar og aðrir sem kunna ekki fótum sínum forráð til okurlánafyrirtækja? Líklega vegna þess að þeir fengju ekki sömu fyrirgreiðslu í bankanum sínum. Hvers vegna ekki? Því bankinn sæi sér líklega ekki í hag í að veita fólki lán sem hann teldi ólíklegt að myndi endurgreiða það. Það væri einfaldlega lélegur bisness. LÍKLEGASTA leiðin til að ráða niðurlögum smálána- fyrirtækja er að láta þau bragða á eigin með- ölum. Það er rétt sem Pétur Blöndal alþing- ismaður segir að aðstandendur þeirra sem hafa komið sér í klandur hjá okurlána- fyrirtækjum eiga ekki að borga skuldir þeirra. Látum þessi fyrirtæki súpa seyðið af óábyrgri lánastefnu og fara á hausinn vegna lélegra heimta. FYRIR þá sem skulda umræddum fyrir- tækjum þýðir það líklega gjaldþrot. Að verða gjaldþrota er aftur á móti enginn heimsendir – eða ætti að minnsta kosti ekki að vera það. Samkvæmt gjaldþrotalögum fyrnast kröfur sem skuldari ber ábyrgð á á tveimur árum. Lánardrottinn getur að vísu höfðað mál og fengið fyrningarfrest- inn framlengdan, geti hann sýnt fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því. ALMENNT er ég á því að fólk eigi að greiða skuldir sínar. Á hinn bóginn á heldur ekki að verðlauna fyrirtæki fyrir óábyrgar lánveitingar. Okurlánafyrirtæk- in eru skólabókardæmi um slíkt. Ef þeim verður gert ókleift að hundelta fólk eru for- sendurnar brostnar og þau sjálfdauð. SUMUM kann kannski að finnast þetta kaldranaleg nálgun gagnvart þeim sem láta glepjast og hafa steypt sér í skuldir hjá smálánafyrirtækjum. Við lifum hins vegar í mannheimum og getum ekki alltaf komið í veg fyrir að fólk sem kann ekki fótum sínum forráð komi sér í klípu. Skásta úrræðið er að búa til umhverfi þar sem ekki er beinlínis gefið skotleyfi á það. Gróðastían
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.