Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 12
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
ER SÚ HLUTFALLSLEGA hækkun sem hefur orðið á
verði skyrs frá árinu 2007.
Reglur flugfélaga um inn-
ritaðan farangur og hand-
farangur eru mismunandi.
Mörg rukka fast gjald fyrir
yfirvigt en önnur fyrir
hvert umfram kíló. Gjöld
fyrir aukaferðatösku nema
þúsundum króna. Það getur
þess vegna reynst dýrkeypt
að hafa of mikinn farangur.
Farþegar Icelandair geta nú haft
tíu kíló í handfarangri í stað sex
kílóa áður. Gjald er nú innheimt
fyrir aukaferðatösku. Ekki er
greitt fyrir hvert umfram kíló í
innrituðum farangri eins og áður.
Greiða á hins vegar ákveðið gjald
eftir flugsvæði ef taska er þyngri
en 23 kg. Yfirvigtargjaldið getur
numið allt að 14.800 krónum. Þetta
er meðal þess sem breyst hefur
með nýjum reglum um farseðla
sem gefnir hafa verið út frá 1.
apríl síðastliðnum.
Samkvæmt nýjum reglunum um
innritaðan farangur þarf að greiða
5.700 til 16.000 krónur eftir flug-
svæði fyrir aukatösku sem er eitt
til 23 kíló. Fast yfirvigtargjald er
4.900 til 14.800 krónur eftir flug-
svæði.
Á vefsíðu Iceland Express segir
að hver farþegi megi sér að kostn-
aðarlausu innrita eina tösku með
að hámarki 20 kílóum af farangri.
Gjaldið er 7.500 krónur fyrir
umframþyngd tösku. Hægt er að
kaupa heimild fyrir aukatösku hjá
Iceland Express. Sé heimildin bókuð
um leið og flugið býðst allt að 20
prósenta afsláttur. Verð fyrir eina
tösku er 6.900 krónur með 20 pró-
senta afslætti samkvæmt upplýsing-
um á vefsíðunni. Heildarhandfar-
angur má ekki vera umfram tíu kíló.
Hjá Wow Air er hámarksþyngd
handfarangurs átta kíló. Farang-
ursheimild fyrir ferðatösku án
handfarangurs er ekki innifalin í
fargjaldi. Ef farangursheimild er
pöntuð um leið og flugmiði er bók-
aður er gjaldið 2.900 krónur fyrir
eina tösku en fyrir tvær er gjald-
ið 5.900. Ef greitt er við innritun
er gjaldið fyrir eina tösku 4.500
krónur en 9.000 krónur fyrir tvær
töskur.
Miðað er við að taska sé tuttugu
kíló. Hvert umfram kíló kostar
1.400 krónur hjá Wow Air.
ibs@frettabladid.is
Kostnaðarsamt að taka
með sér aukaferðatösku
Í LEIFSSTÖÐ Reglur flugfélaga um farangur eru mismunandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
49,6%
NEYTANDINN: ÓMAR RAGNARSSON FRÉTTAMAÐUR
Lýsir eftir blárri bjöllu
„Ég er óskaplega óminnugur á smáhluti, föt og annað slíkt,“ segir Ómar Ragnars-
son þegar hann er spurður út í hver hafi verið hans bestu og verstu kaup. Hann
kveðst hins vegar minntur daglega á bestu bílakaupin. „Upphaflega keypti ég
bílinn á 60 þúsund krónur norður á Akureyri og er búinn að keyra hann síðan.
Bílinn hefur þjónað mér óskaplega vel, enda sá ódýrasti sem hægt er að hugsa
sér í rekstri. Hann er að verða fornbíll og þar að auki einn af allra minnstu bílum
í umferð, Daihatsu Cuore 1988 módel.“ Seljandann segir Ómar að hafi verið sá
næstbesti sem hægt sé að hugsa sér, gömul kona á Akureyri. „En best væri þá
gömul kona á Fljótsdalshéraði því þar er enginn sjór nálægt.“ Bílinn segir Ómar
að hafi verið svo lítið ekinn og í svo góðu standi að öll þessi ár hafi hann flogið
athugasemdalaust í gegn um skoðun. „Ég sef í honum, hann er vinnustaður, gisti-
staður og farartæki búinn að vera í þessi fimm ár. Ég held að kalla megi þetta vel
heppnaða naumhyggju í bifreiðum í efsta stigi.“
Verstu kaupin segir Ómar hins vegar hafa verið Volkswagen-bjöllu sem hann
keypti árið 2002 á 20 þúsund krónur. „Bíllinn leit nokkuð vel út og lofaði góðu.
Ég var ekki búinn að eiga hann lengi og ætlaði að fara á honum fréttaferð austur
í Hreppa, þá datt undan honum afturhjólið fyrir austan Selfoss. Ég
var að flýta mér og mátti ekkert vera að þessu og ætlaði að skilja
bílinn eftir þegar að kom maður og spurði hvað væri að gerast.
Ég sagði honum söguna og hann kvaðst alltaf hafa dreymt um
að eiga svona bíl og spurði hvort ég vildi ekki selja honum hann
á staðnum.“ Það varð úr og Ómar fékk 15 þúsund krónur fyrir
bílinn. „Síðan hef ég ekki séð þennan bíl en borga alltaf af
honum á hverju ári,“ segir hann því eigendaskipti gengu
aldrei í gegn. „Bíllinn er týndur, en samt þarf að borga
af honum árlega sjö hundruð krónur. Ég er þess vegna
árlega minntur á þessi verstu kaup sem ég hef gert,“
segir Ómar. „Ég lýsi hér með eftir blárri Volkswagen-
bjöllu sem ég heyrði síðast af í Vestmannaeyjum
einhvers staðar fyrir langa löngu.“
• High-Tech Polyethlen-akrýl efni
• Langtíma yfi rborðsvörn
• Einstök UV vörn
• Háglans án póleringar
• Hreinsar og ver í einni umferð
Bílasmiðurinn hf · Bildshöfða 16
sími: 5672330
ALLT SEM
Þú ÞARFT
NANO-TECH BÍLABÓN
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
Allar nánari upplýsingar ásamt
meira úrvali notaðra bíla er á
heklanotadirbilar.is
VW Caddy 1,4
Árg. 2007, bensín, beinsk.
Ekinn 125.000 Verð 1.170.000
Toyota Land Cruiser 100 VX
Árg. 2006, bensín, sjálfsk.
Ekinn 128.000 Verð 4.890.000
MM Outlander Comfort
Árg. 2005, bensín, sjálfsk.
Ekinn 165.000 Verð 1.450.000
MM Pajero 3,2 Intense
Árg. 2009, dísel, sjálfsk.
Ekinn 72.000 Verð 6.390.000
VW Touareg V8
Árg. 2005, bensín, sjálfsk.
Ekinn 120.000 Verð 3.450.000
VW Passat 2,0 TDi ,
Árg. 2007, dísel, sjálfsk.
Ekinn 93.500 Verð 2.990.000
Gerðu góð kaup í notuðum
gæðabíl hjá HEKLU
Tilboð kr. 2.990.000
Skoda Superb
Árg. 2011, dísel, sjálfsk.
Ekinn 129.000 km
Verð 3.950.000
BÍLL
VIKUNN
AR
Isuzu Dimax
Árg. 2009, dísel, sjálfsk.
Ekinn 59.000 Verð 3.890.000
Hyundai I30 Comfort
Árg. 2008, bensín, beinsk.
Ekinn 67.400 Verð 1.940.000
VW Golf Comfortl 1,6
Árg. 2006, bensín, beinsk.
Ekinn 119.000 Verð 1.290.000
VW Jetta Comfort
Árg. 2008, bensín, beinsk.
Ekinn 62.000 Verð 2.150.000
Tilboð kr. 3.390.000
Tilboð kr. 4.300.000
Umhverfisstofnun býður nýbök-
uðum foreldrum að koma og
sækja svokallaða Svanspoka
með bæklingi sem fjallar um
umhverfismerkið Svaninn og
mikilvægi þess að velja umhverf-
isvottað fyrir ungbörn. Í pokan-
um eru einnig vöruprufur.
Á vefsíðu Umhverfisstofnunar
segir að tilgangurinn sé ekki að
kynna einstök vörumerki, heldur
að varpa ljósi á að Svanurinn
hefur vottað breitt úrval af ung-
barnavörum og því hafi foreldrar
raunverulegt val um vöru sem er
betri fyrir umhverfi og heilsu.
Fjölmörgum var boðið að vera
með í verkefninu sem nefnt er
Ágætis byrjun. Allir sem sóttust
eftir að vera með fengu pláss í
pokanum. Mun fleiri Svansvott-
aðar ungbarnavörur eru þó til á
markaðnum.
Umhverfisvænar vörur:
Nýir foreldrar
fá Svanspoka
Orkusparandi perur eins og til dæmis sparperur, led-
perur og halógen eco perur eiga að vera allsráð-
andi á markaðnum frá og með 1. september. Þá
er framleiðendum ljósapera ekki lengur heimilt
að selja og dreifa glærum 15 W, 25 W og 40 W
glóperum til heildsala og endursöluaðila.
Frá 2009 hafa glóperur verið teknar af mark-
aði í áföngum. Allar mattar glóperur óháð styrk-
leika voru bannaðar frá 1. september 2009. 75 W
glærar glóperur og sterkari voru bannaðar frá
1. september 2010. 60 W glærar glóperur voru
bannaðar frá 1. september 2011.
Á vef Neytendastofu segir að þetta sé gert til að
uppfylla reglur um orkusparnað í aðildarríkjum
EES. Þar kemur fram að orkusparandi perur noti allt
að 80 prósentum minna rafmagn. Skipti heimili út
tíu 60 W glóperum fyrir samsvarandi orkuspar-
andi perur geti sparnaður heimila við kaup á
raforku numið um allt að 7.000 krónum á ári.
Könnun á vegum norska ríkisútvarpsins síð-
astliðið vor leiddi í ljós að tíunda hver sparpera
hafði slokknað eftir 100 daga. Framleiðendur
fullyrða að þær eigi að lýsa fjórum sinnum leng-
ur. Á vef norska ríkisútvarpsins segir að Luxram-
pera sem átti að endast í 10.000 klukkustundir hafi
slokknað þegar eftir 1.160 klukkustundir. Duluxstar
sparpera frá Osram slokknaði eftir rúma 100 daga
eða 2.500 klukkustundir.
Hætta á framleiðslu og sölu á glóperum vegna orkusparnaðar:
Orkusparandi perur allsráðandi