Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 52
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR40 40tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 16. - 22. ágúst 2012 LAGALISTINN Vikuna 16. - 22. ágúst 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers 2 Jón Jónsson .........................................................All, You, I 3 Fun ..................................................................Some Nights 4 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 5 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið 6 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur 7 Helgi Júlíus & Valdimar Guðmunds. ........ Þú ert mín 8 Train ....................................... 50 Ways To Say Goodbye 9 Keane .............................................Sovereign Light Café 10 Sálin hans Jóns míns....................... Hjartadrottningar Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters and Men ................My Head Is An Animal 2 Sigur Rós ........................................................................... Valtari 3 Moses Hightower .......................................Önnur Mósebók 4 Helgi Bj. & reiðm. vindanna .......... Heim í heiðardalinn 5 Mannakorn ............................................... Í blómabrekkunni 6 Ýmsir .....................................................................Hljómskálinn 7 Ýmsir ...................................................................Ég sé Akureyri 8 Mugison ............................................................................Haglél 9 Björk .............................................................................Gling gló 10 Ýmsir .............................Hot Spring: Landamannalaugar Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot er örugglega umtalaðasta hljómsveit heims þessa dagana. Þær Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alyokhina and Yekaterina Samutsevich voru dæmdar í tveggja ára fangelsi í síðustu viku fyrir guðlast og skrílslæti. Dagana og vikurnar fyrir dóminn steig mikill fjöldi fólks fram víða um heim og lýsti yfir stuðningi við þær. Amnesty International og fleiri mannréttindasam- tök fóru í herferðir og margir tónlistarmenn, leikarar og listamenn létu í sér heyra, en stuðningur var minni meðal almennings í Rúss- landi. Á meðal þeirra sem lögðu sitt af mörk- um í baráttunni má nefna Peaches, sem gerði sérstakt stuðn- ingsmyndband og hefur verið dugleg að safna undirskriftum og Kathleen Hannah sem var söngkona riot grrrl-sveitarinnar Bik- ini Kill, en riot grrrl var femínísk pönk- hreyfing sem kom fram í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum. Það var einmitt Hann- ah sem byrjaði stuðningsyfirlýsinguna sína á því að lýsa því yfir að Pussy Riot væri mikilvægasta hljómsveit ársins 2012. Eftir að dómur- inn féll hefur ekkert lát orðið á stuðningnum. Pussy Riot var stofnuð í Moskvu í ágúst í fyrra af sjö konum til þess að mótmæla stjórnarháttum Pútins Rússlandsforseta. Margar þeirra höfðu verið virkar í öðrum pólitískum hreyfingum, m.a. götulista- hópnum Voina. Sveitin er enn starfandi, þó að þrír meðlima hennar séu í fangelsi. Hinar fjórar ætla að halda áfram. Nokkrum klukkustund- um eftir að dómur féll í síðustu viku sendu þær frá sér nýtt lag, Putin Light Up The Fires, en því má hala niður án greiðslu á netinu. Það kemur ekki á óvart að Bikini Kill og aðrar riot grrrl-sveitir séu á meðal helstu áhrifavalda Pussy Riot, en þekktasta plata Bikini Kill hét Pussy Whipped. Því er nú spáð að allt umtalið um Pussy Riot muni koma af stað nýrri bylgju femínískra pönksveita. Mikilvægasta sveitin 2012? UMTALAÐAR Pussy Riot er á allra vörum. Jessie Ware - Devotion Animal Collective - Centi- pede Hz Cheek Mountain Thief - Cheek Mountain Thief CHANNEL ORANGE með Frank Ocean er plata vikunnar ★★★★★ „Frábær plata sem stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið.“ - TJ FORSPRAKKI Fjórða plata Kele Okereke og félaga í Bloc Party, Four, er komin út. NORDICPHOTOS/GETTY Fjórða plata ensku hljóm- sveitarinnar Bloc Party heitir einfaldlega Four. Strákarnir eru komnir með nýjan upptökustjóra upp á arminn sem og glænýtt útgáfufyrirtæki. Fjórða plata ensku gítarrokksveit- arinnar Bloc Party er nýkomin út. Hún heitir einfaldlega Four en fjögur ár eru einmitt liðin síðan sú síðasta, Intimacy, leit dagsins ljós. Bloc Party var stofnuð á Read- ing-hátíðinni árið 1999 af söngv- aranum og gítarleikaranum Kele Okereke og Russell Lissack gítar- leikara. Þeir prófuðu sig áfram með nokkur nöfn á hljómsveitinni áður en þeir sammæltust um Bloc Party. Bassa- og hljómborðsleik- arinn Gordon Moakes gekk til liðs við sveitina eftir að hafa svarað auglýsingu í tímaritinu NME og trommuleikarinn Matt Tong fékk starfið eftir áheyrnarpróf. Saman byrjuðu þeir að spila tónlist undir áhrifum frá Mogwai, The Cure, Joy Division, Sonic Youth og síðar meir Radiohead. Bloc Party vakti fyrst athygli eftir að strákarnir létu útvarps- manninn Steve Lamacq hjá BBC og Alex Kapranos, söngvara Franz Ferdinand, fá prufuupptöku af lag- inu She´s Hearing Voices. Fyrsta platan, Silent Alarm, kom út 2005 á vegum Wichita Recordings og sló í gegn. Gagnrýnendur héldu vart vatni yfir henni og var hún kjör- in plata ársins hjá NME og náði þriðja sæti á breska breiðskífu- listanum. Jafnframt var hún til- nefnd til Mercury-verðlaunanna. Bloc Party var þar með orðin ein áhugaverðasta rokksveitin í Bret- landi og fylgdi árangrinum eftir með næstu plötu, A Weekend in the City, árið 2007. Upptökustjóri var Jacknife Lee, sem hafði unnið með Snow Patrol og U2. Hún náði öðru sæti á breska listanum og því tólfta á þeim bandaríska, þar sem sveitin hafði verið dugleg að spila. Gagnrýnendur voru þó ekki allir á sama máli um ágæti plötunnar. Næst sendi Bloc Party frá sér Intimacy þar sem Jacknife var aftur við stjórnvölinn ásamt Paul Epworth. Í þetta sinn var meiri áhersla lögð á elektróník og til- raunamennsku. Gripurinn féll nokkuð vel í kramið hjá gagnrýn- endum og komst hæst í áttunda sæti breska listans og átjánda í Bandaríkjunum. Í framhaldinu fóru meðlimir Bloc Party hver í sína áttina og sinntu ýmsum hliðarverkefnum. Útgáfusamningurinn við Wichita var runninn út og nokkur óvissa var í gangi. Á endanum hófust upp- tökur á nýrri plötu. Í þetta sinn var upptökustjóri Alex Newport sem hafði unnið með The Mars Volta og At the Drive-In og kom hún út á vegum Frenchkiss Records. Four hefur fengið ágætis dóma og þykir gítardrifnari en síðasta plata. Clash gefur henni 8 af 10 í einkunn, tímaritin Q og Mojo 3 stjörnur af 5 en vefurinn Pitch- fork er lítt hrifinn og gefur henni aðeins 4,9 af 10 í einkunn. freyr@frettabladid.is Four eftir fjögurra ára bið Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. önn 2. önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I T S - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning Svala, stílisti Í starfi mínu í kvenfataverslun nýtist námið mér mjög vel því ég get sagt viðskiptavinum hvaða snið hentar og hvaða litir. Einnig er ég að hanna og sauma föt, eftir útskrift hefur námið hjálpar mér mikið í saumaskapnum. Aukalega hef ég haldið förðunarnámskeið, snyrtikynningar og fleira tengt stílistun, þetta er nám sem ég mæli eindregið með. Gítarleikarinn Russell Lissack var bitinn af ljónsunga í S-Afríku fyrir tveimur árum.?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.