Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 2
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR2
ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
SPURNING DAGSINS
SAKAMÁL Íslenskur notandi vef-
sölutorgsins Bland.is var nærri
því búinn að láta leiða sig í gildru
þegar hann auglýsti eftir kaup-
anda að gamalli smábifreið á
vefnum. Kaupandinn þóttist vera
norskur en var
í raun glæpa-
m a ð u r e i n -
hvers staðar úti
í heimi.
„Ég held að
hann sé ekki í
Noregi,“ segir
Einar Skúlason,
en hann aug-
lýsti gamlan
Volkswagen til
sölu á vefnum. Kaupandinn reynd-
ist hins vegar ekki allur þar sem
hann var séður. „Hann gæti verið
hver sem er. Hann kynnti sig með
mjög norsku nafni svo ég efaðist
ekkert um hann. Til að byrja með
grunaði mig ekki neitt. Það var
bara í lokin sem ég áttaði mig á að
eitthvað væri í gangi.“
Auglýsing Einars hafði verið á
vefnum í nokkra daga áður en fyr-
irspurn kom frá manni sem sagð-
ist vera Norðmaður. „Hann vildi
hafa samskiptin í tölvupóstformi
því það tæki styttri tíma,“ segir
Einar. „Við fórum þá að skiptast
á bréfum og hann vildi fá fleiri
myndir af bílnum. Ég sendi honum
þær en svo vildi hann alltaf meiri
og meiri upplýsingar svo þetta
tók svolítinn tíma. Ætli ég hafi
ekki verið í á aðra viku að ræða
við hann.“
Sá „norski“ ákvað á endanum
að kaupa bílinn og flytja hann
til Noregs. Einari þótti það strax
skjóta skökku við enda þarfnast
bíllinn töluverðs viðhalds og kom-
inn til ára sinna. „Hann vildi svo
fá að vita nákvæmt verð í norsk-
um krónum og nota PayPal.“
Kaupandinn sagðist ætla að
greiða inn á biðreikning hjá Pay-
Pal sem er greiðsluþjónusta á ver-
aldarvefnum. Greiðsluna fengi
Einar svo um leið og hann borg-
aði flutningsgjaldið.
„Ég átti að borga inn á einhvern
reikning hjá skipafélagi í Barce-
lona,“ segir Einar. „Þá náttúrulega
runnu á mig tvær grímur svo ég
hafði samband við PayPal en þeir
könnuðust ekki við neina biðreikn-
inga. Ég áframsendi á þá tölvupóst
sem átti að vera frá PayPal. Það
var bara svindl, bara afrit af útlit-
inu á pappírum frá PayPal.“
PayPal sagði Einari að hann
hefði hjálpað til að við að upp-
ræta skipulagða glæpastarfsemi.
Greiðsluþjónustan hefur síðan
rannsakað málið.
Ekki náðist í forsvarsmann
Bland.is við vinnslu fréttarinnar.
birgirh@frettabladid.is
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Sendu okkur ábendingu á
meira@frettabladid.is
Féll næstum í gildru
alþjóðlegra þrjóta
Auglýsing á íslensku vefsölutorgi rataði fyrir augu erlendra glæpamanna sem
reyndu að ræna fé af Einari Skúlasyni, notanda á sölutorginu. Glæpamaðurinn
þóttist vera norskur en vildi að Einar borgaði flutningskostnað til Barcelona.
EINAR SKÚLASON
AUGLÝSINGIN Glæpamennirnir ráku augun í þessa auglýsingu og höfðu samband
við Einar og reyndu að hafa af honum fé.
NEYTENDUR Nýjar skólabækur fyrir
framhaldsskóla eru ódýrastar í
ritfangaversluninni A4 - Office
1, samkvæmt nýrri könnun ASÍ.
Eymundsson í Kringlunni er oft-
ast með hæst verð á nýjum bókum.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði
verð á nýjum og notuðum skóla-
bókum í bókaverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu á þriðjudag. Farið
var í átta verslanir. Mál og menn-
ing á Laugavegi neitaði þátttöku.
Mestur munur var á sögubók-
inni „Nýir tímar“, sem var dýrust
hjá Eymundsson á 5.499 krónur en
ódýrust á 2.999 krónur hjá Griffli.
Þar munar 83 prósentum. Flestir
titlar á lista ASÍ voru til í Bókabúð
Iðnú, eða 31 af 33. A4 – Office 1 og
Bóksala stúdenta áttu til 27 titla og
Eymundsson 25.
Í þeim þremur verslunum þar
sem boðið er upp á skiptibóka-
markað, var A4 – Office 1 oft-
ast með lægsta verðið á notuðum
skólabókum eða á 22 af 23 titl-
um. Griffill var oftast með hæsta
verðið, eða á 19 titlum. Í tilkynn-
ingu frá ASÍ segir að hafa beri í
huga að verð á algengum bóka-
titlum breytist oft ört í verslunum
við upphaf skólaárs. - sv
A4 - Office 1 oftast með ódýrustu skólabækurnar fyrir framhaldsskóla:
2.500 króna verðmunur á sögubók
HRAÐAR VERÐBREYTINGAR ASÍ bendir á
að verð á bókatitlum breytist oft ört hjá
verslunum við upphaf skólaársins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
fyrstu fimm mánuði ársins er
rúmum þrettán milljörðum krón-
um meira en á sama tímabili í
fyrra. Þá fengust rúmir 57 millj-
arðar fyrir aflann frá janúar
til maí en í ár fékkst tæplega 71
milljarður og því nemur aukning-
in rúmum 23 prósentum.
Mestur er munurinn á milli ára
í verðmætum uppsjávarafla en
hann nam rúmum sau tján millj-
örðum í ár. Þar gerir loðnuaflinn
í ár gæfumuninn en verðmæti
hans var 13 milljarðar samanbor-
ið við tæpa níu milljarða í fyrra.
Meira fékkst einnig fyrir þorsk-
inn en 24 milljarðar fengust fyrir
hann sem er rúmlega ellefu pró-
sentum meira en í fyrra.
- jse
Aflaverðmætið eykst:
Sóttum sjötíu
milljarða úr sjó
DÓMSMÁL Óþekktur maður frá
Pakistan situr nú í gæsluvarð-
haldi, en talið er næsta víst að
hann hafi framvísað fölsuðu
vegabréfi í Leifsstöð í síðustu
viku þegar hann hugðist fara með
flugi til Toronto í Kanada.
Lögregla reynir nú að komast
að því hver maðurinn er í raun
og veru og fór fram á það að á
meðan mundi hann sæta gæslu-
varðhaldi eins og lög gera ráð
fyrir að sé mögulegt í tilvikum
sem þessum. Á það féllust bæði
héraðsdómur og Hæstiréttur. - sh
Framvísaði fölsku vegabréfi:
Óþekktur Pak-
istani í haldi
NÁTTÚRA Vísbendingar eru um að nokkuð sé að
birta yfir lundastofninum í Vestmannaeyjum.
Pysjan er ekki að drepast í stórum stíl eins og
undangengin ár og þær sem hafa komist upp virð-
ast sprækar.
Dr. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræði-
rannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir
þetta mikinn viðsnúning enda hafi lítið sem ekk-
ert af lunda komist á legg síðustu tvö ár. „Pysj-
urnar eru ekki að fá mikið að éta en ekki það
lítið að þær veslist upp. Þetta eru verulega góðar
fréttir. Þetta er svipað og 2008 og 2009, sem þóttu
reyndar ekki merkileg, en eftir langt tímabil þar
sem varpárangur er lélegur þá skiptir þetta máli,“
segir Erpur en árið í ár er það áttunda þar sem
varp er langt fyrir neðan meðallag.
Erpur Snær segir að ungar hafi fundist í 18%
af lundaholum í Eyjum. Góður hluti þess virðist
ætla að komast á legg. Fullorðni fuglinn er að éta
ljósátu en bera kokteil af síli, síld og loðnu í pysj-
una. Erpur segir að fullorðni fuglinn bæti sér upp
hallærið á þennan hátt, en ljósátan er ekki orku-
rík.
Erpur segir athyglisvert að þrátt fyrir töluvert
magn af rauðátu sé sandsíli, ein aðalfæða lunda,
rýrt. Það veki upp hugmyndir um að makríll, sem
gengur nú hvert sumar í miklu magni við landið,
sé að éta sílið út á gaddinn með tilheyrandi áhrif-
um á fuglastofna. - shá
Mest af lundapysjunni í Vestmannaeyjum virðist ætla að komast á legg:
Aðeins að birta yfir lundanum
RÝNT Í LUNDAHOLU Erpur Snær notar sérhannaða holumynda-
vél með innrauðu ljósi til að valda ekki styggð hjá fuglinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
LÖGREGLUMÁL Einn var handtek-
inn í Garðabæ á fimmta tímanum
í gær eftir að hafa hleypt af skot-
vopni í einbýlishúsi við Sunnuflöt.
Engan sakaði og málið var leyst
farsællega.
Lögreglan hafði mikinn viðbún-
að eins og venja er þegar hleypt
er af byssu og alls tóku um þrjátíu
lögreglumenn þátt í aðgerðinni,
þeirra á meðal hópur sérsveitar-
manna. Loka þurfti nærliggjandi
götum í hverfinu um tíma á meðan
maðurinn var sóttur í húsið. - sh
Sérsveitin kölluð í Garðabæ:
Hleypti af skoti
í einbýlishúsi
SPÁNN Íbúar í smábæ nærri Zara-
goza á Spáni sýta nú rúmlega ald-
argamla fresku – mynd málaða á
kalk – í kirkju bæjarins.
Freskan var illa farin af raka-
skemmdum og því tók eitt sókn-
arbarnið, kona á níræðisaldri, sig
til og ákvað að flikka upp á hana
án þess að spyrja kóng eða prest.
Niðurstaðan er herfileg. BBC
hefur eftir fréttaritara sínum að
í stað Jesú Krists líkist verkið nú
vaxlitamynd af mjög loðnum apa
í illa sniðnum kyrtli. Freskan var
ekki talin verðmæt en hafði tölu-
vert tilfinningalegt gildi. Konan
hafði sjálf samband við menning-
arfulltrúa bæjaryfirvalda þegar
henni varð ljóst að tilraunin hefði
misheppnast og mun hafa verið í
öngum sínum. - sh
Gömul kona í öngum sínum:
Breytti Jesú í
kafloðinn apa
MISHEPPNAÐ Lagfæringin gekk ekki
alveg sem skyldi. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Enginn slasaðist
alvarlega í hörðum árekstri á
gatnamótum Grensásvegar og
Miklubrautar á sjöunda tímanum
í gærkvöldi. Þar skullu þrír bílar
saman, fjórir voru fluttir á slysa-
deild og loka þurfti Miklubraut-
inni um skeið.
Fimm sjúkrabílar og dælubíll
slökkviliðs voru sendir á vettvang,
auk lögreglubíla. Hinir meiddu
voru fluttir á slysadeild Land-
spítalans. Búið var að opna fyrir
umferð fyrir klukkan átta. - sh
Þrír bílar skullu saman:
Fjórir á spítala
eftir árekstur
LEIT ILLA ÚT Sjónarvottar töldu að fólk
hefði slasast alvarlega en svo virðist sem
betur fer ekki vera. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hafa orðið þáttaskil í málinu?
Nei, en við erum á leiðinni til
hafnar.
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn
í Hornafirði, telur að framúrkeyrsla við
þáttagerð RÚV í bænum sé alvarlegt mál
þó myndefnið gæti nýst bæjarfélaginu í
framtíðinni.