Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 23. ágúst 2012 17 NEYTENDUR Tilkoma verslunar Bauhaus á íslenskan byggingar- vörumarkað hefur hingað til ekki haft teljandi áhrif á verð á byggingarvörum. Þetta segir í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka frá því á þriðjudag, þar sem vitnað er í mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu bygg- ingarverðs. Bauhaus hóf rekstur í maí en er ekki inni í verðkönnuninni. Inn- lent efni hjá þeim sem fyrir eru hefur hins vegar hækkað í verði um 0,3 prósent síðan um miðjan maí. Á meðan hefur innflutt efni lækkað um 0,9 prósent, en sú verðlækkun er, að sögn greining- ardeildarinnar, að öllum líkind- um öll tilkomin vegna styrkingar krónunnar á sama tímabili. - þj Byggingarvörumarkaðurinn: Verð hafa ekki lækkað með til- komu Bauhaus BYGGINGARVINNA Flest bendir til þess að verð á byggingavörumarkaði hafi ekki lækkað eftir að Bauhaus kom inn á innlendan markað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar hafði um miðjan ágúst lækkað um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Vísital- an stóð í 114,8 stigum um miðj- an mánuðinn. „Verð á innfluttu efni lækkaði um eitt prósent, sem skýrir lækkun vísitölunnar,“ segir á vef Hagstofunnar. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka á þriðjudag er bent á að umtalsvert hafi hægt á hækk- unartakti byggingarkostnaðar undanfarna mánuði. Árshækkun vísitölunnar nemi nú 3,9 prósent- um. „Undanfarið ár hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 7,3 prósent, og er fasteignaverð því að hækka mun hraðar en byggingarkostnaður um þessar mundir.“ - óká Byggingarkostnaður minnkar: Fasteignaverð hækkar meira en vísitalan EFNAHAGSMÁL Innlán íslenskra heimila hafa dregist saman um 7% á síðastliðnu ári, að því er fram kemur í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans. Innlán fyrirtækja, annarra en eignarhaldsfélaga, hafa hins vegar aukist um 7,4%. Í Peningamálum kemur fram að samdráttur innlána heimila endur- spegli að hluta að raunávöxtun inn- lána er neikvæð sem hefur hvatt heimili til að auka við neyslu á var- anlegum neysluvarningi. Þá hefur sparnaður sömuleiðis verið nýttur til fjárfestinga í húsnæði auk þess sem innstæður hafa verið fluttar í sjóði sem gefa betri ávöxtun. - mþl Peningamál Seðlabankans: Minni sparn- aður heimila FASTEIGNIR Neikvæð raunávöxtun inn- lána er talin hafa ýtt undir fjárfestingu í húsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Ísmagn við norðurheim- skautið mun ná sögulegu lágmarki í lok mánaðarins samkvæmt mæl- ingum Cryosat-gervihnattar ESA, evrópsku geimferðastofnunarinn- ar. Bandarískir vísindamenn sem skoðað hafa gögnin frá Cryosat segja að ísmagnið nú sé talsvert minna en á sama tíma árið 2007 þegar fyrra metið var sett. Ís við norðurheimskautið bráðnar iðu- lega nokkuð yfir sumarið og nær ísmagnið jafnan lágmarki í seinni hluta september. Miðað við stöð- una nú telja vísindamennirnir þó líklegt að gamla metið yfir lítið ísmagn falli strax fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt nýjustu mælingum Cryosat var ísmagnið þann 13. ágúst síðastliðinn 483.000 fer- kílómetrum minna en á sama tíma árið 2007. Jafngildir það ríflega fjóru og hálfu Íslandi. Ísmagn við norðurheimskaut- ið er mælt þannig að þau svæði Norður-Íshafsins þar sem ís þekur meira en 15% svæðisins eru reikn- uð með en önnur svæði ekki. Cryosat-gervihnettinum var skotið á loft árið 2010 en hann hefur það hlutverk að fylgjast með ísmagni við heimskautin. - mþl Ísmagn við norðurheimskautið mun brátt ná sögulegu lágmarki: Ísmagn í Norður-Íshafi aldrei minna NORÐURPÓLLINN Ísmagn við norðurheimskautið nær yfirleitt lágmarki á ári hverju í seinni hluta september. MYND/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.