Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 46
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is SAMTÍMAVERK FLUTT Klukkan þrjú á laugardag og sunnudag verða brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlist ★★★ ★★ Sumartónleikar 2012 Einar Jóhannesson og Alessandra Pompili Listasafn Sigurjóns 21. ágúst Fersk efnisskrá Marlon Brando hafði í fyrstu ekki áhuga á að leika Guðföðurinn. Hann vildi ekki taka þátt í að upphefja mafíuna. Síðar skipti hann um skoðun, eins og frægt er. Eitt af því sem upphefur mafíuna er tónlistin í kvikmyndinni. Hún er unaðslega fögur. Öll leiðarstefin sem sérstaklega tákna mafíuna eru svo grípandi, að maður sjálfkrafa heldur með vonda fólkinu. Nino Rota er sennilega þekktastur fyrir þessa tónlist. En hann samdi músík við ótal aðrar myndir, þ. á m. eftir Fellini. Hann var gríðarlega afkastamikill. Fyrir utan kvikmyndatónlist samdi hann líka alls konar öðruvísi músík, t.d. kammerverk. Þau hafa ekki verið áberandi í tónlistarlífinu hér. Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt af þeim á tónleikum. Fyrr en nú. Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið léku þau Einar Jóhannesson klarínettuleikari og hin ítalska Alessandra Pompili sónötu í D-dúr eftir Rota. Það er sjarmerandi tónlist, lagræn og fljótandi. Einar spilaði afar fallega, hver hending var smekklega mótuð, innileg og tilfinningaþrungin. Og Pompili lék af alúð, tónarnir voru mjúkir og dreymandi. Útkoman var sérlega notaleg áheyrnar. Efnisskráin var skemmtilega fjölbreytt. Þau Einar og Pompili léku ýmist saman, eða hvort í sínu lagi. Píanóeinleiksverkin voru fleiri, fyrst hið sérkennilega La lugubre gondola eftir Franz Liszt. Ég segi hið sérkenni- lega, vegna þess að Liszt var oft þungt hugsi í síðari verkum sínum. Þau eru tilraunakennd og á margan hátt langt á undan sinni samtíð. Það er líka verulegur drungi í þeim. Pompili spilaði verkið fallega, öll innhverfan var vel mótuð og áhrifamikil. Ég hefði þó viljað heyra dramatískari, snarpari hápunkt. Maður hafði á til- finningunni að píanistinn væri óþarflega mikið að vanda sig. Auk þess var flygillinn ekki opinn af einhverjum undarlegum ástæðum; það dempaði hljóminn. Sömu sögu er að segja um þriðju ungversku rapsódíuna eftir Liszt, sem skorti dálítið léttleikann. Hann þarf líka að vera til staðar þótt yfirbragð verksins sé alvarlegt. En nokkrar örstuttar tónsmíðar eftir hinn argentínska Sergio Calligaris (tvær æfingar op. 11 og Il Quaderno Pianistico di Renzo) voru litríkar og túlkaðar af sannfæringarkrafti. Þetta eru tiltölulega ný verk, en aðgengileg og skemmtilega margbrotin. Einar lék líka einleik, það var Kveðja eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Tónlistin er samin í minningu Gunnars Egilssonar klarínettuleikara. Túlkun Einars var mjúk og draumkennd, jafnvel töfrakennd. Loks spiluðu þau Einar og Pompili Karnival í Feneyjum eftir Paul Jean- jean. Það er leikandi tónlist með mikilli flugeldasýningu sem var prýðilega útfærð. Óneitanlega flottur endir á fjölbreyttri dagskrá. Jónas Sen Niðurstaða: Falleg túlkun, en píanóleikarinn hefði mátt spila af meiri krafti þegar við átti. www.fjalakotturinn.is Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | dining@hotelcentrum.is Um helgina verður brot úr nýjum norrænum leik- ritum leiklesin í Þjóð- leikhúsinu í tengslum við Norræna sviðslistardaga. Charlotte Böving sem leik- stýrir lestrinum segir hann gefa áhugaverða innsýn inn í norræna leikritun sam- tímans. Norrænir sviðslistardagar hefj- ast í Reykjavík í dag en þeir eru haldnir annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna. Meðal nýjunga á hátíðinni að þessu sinni er nor- ræna leikskáldalestin sem kemur í stað norrænu leikskáldaverð- launanna sem hafa til þessa verið veitt norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Á komandi leikári munu þess í stað verk fimm norrænna leikskálda leiklesin á Norðurlönd- unum í tengslum við hátíðir og stærri viðburði. Þannig er hug- myndin að leikskáldin geti kynnt verk sín á víðari vettvangi en ella. Charlotte Böving leikstýrir leiklestri verkanna hér á landi en fimmtán íslenskir leikarar hafa verið kallaðir til þess að flytja brot úr verkunum um helgina. „Við setj- um þetta upp þannig að það er flutt brot úr verkinu og svo kemur höf- undurinn á svið og svarar spurn- ingum áhorfenda. Verkin eru lesin NORRÆN VERK LEIKLESIN á ensku, til þess að auðveldara sé fyrir áhorfendur að skilja þau og til þess einnig að opna markaðinn fyrir norræna höfunda utan Norð- urlandanna.“ Charlotte segir verkin skemmti- lega ólík. „Þau eiga það öll sam- eiginlegt að vera vel skrifuð, en umfjöllunarefnin eru ólík og þau eru byggð upp á ólíkan hátt. Verk- in gefa mjög góða innsýn inn í samtímaleikritun á Norðurlöndum sem er mjög áhugavert.“ Höfundar verkanna eru frá öllum Norðurlöndunum. Á laug- ardag verða flutt brot úr sænska, danska og finnska verkinu. Í sænska verkinu Mira á leið hjá, eftir Martinu Montelius, er hug- myndin um fjölskylduna tekin til rækilegrar endurskoðunar. Danska verkið Enginn hittir engan eftir Peter Asmussen leiðir áhorf- endur inn í sálarmyrkur tveggja ástríðufullra einstaklinga sem hafa lokast inni í mynstri og blekk- ingum sambands síns. Finnska verkið heitir Saga Megan og er eftir Tuomas Timonen. Það fjallar um Megan Meier, sem stytti sér aldur aðeins 13 ára gömul, eftir að hafa orðið fyrir einelti á netinu. Á sunnudag er svo komið að norska og íslenska verkinu. Hið norska Ég hverf eftir Arne Lygre fjallar um þrjár konur sem standa á barmi hyldýpis. Þær reyna að komast undan, en þeim virðist vera fyrirmunað að ná nokkurri fótfestu. Loks ber að geta íslenska verksins Hænuunganna eftir Braga Ólafsson sem fjallar um húsfund í fjölbýli í Reykjavík, þar sem djassáhugamaðurinn Sigur- hans hyggst koma upp um þá sem hann telur að hafi stolið frosnum kjúklingum úr frystikistu hans í kjallaranum fyrir skemmstu. Öll verkin hafa verið sýnd á sviði og voru valin af dómnefnd í sínu heimalandi til þátttöku í lestinni. Leiklesturinn hefst báða daga klukkan 15 í Kassanum í Þjóð- leikhúsinu og er aðgangur ókeyp- is. „Þetta verður áhugavert fyrir áhorfendur, við höfum farið ólík- ar leiðir í sviðsetningu verkanna, þetta er ekki upplestur úr þeim heldur leiklestur þar sem leikarar ferðast um sviðið,“ segir Charlotte að lokum. sigridur@frettabladid.is LISTIN OG VERULEIKINN Yfirskrift Norrænu sviðslistadag- anna er Höfundurinn í sviðs- listum og er kastljósinu beint að höfundarverkum sviðsfólks í öllum sínum fjölbreytileika. Fyrir utan leikskáldalestina er fjöldi viðburða á dagskrá, meðal annars málþing á Dansverkstæðinu klukkan eitt á laugardag í samvinnu við Reykjavík Dance Festival og í Tjarnarbíói á sunnudag á sama tíma þar sem rætt verður um tengsl listar og veruleika. Það þing er í samstarfi við leiklistarhátíðina Lókal. EINAR JÓHANNESSON ALESSANDRA POMPILI FANTASÍUR, nýútkomin bók Hildar Sverrisdóttur um kynlífsfantasíur kvenna, hittir í mark hjá lesendum en bókin var mest selda skáldverkið í kilju í Eymundsson í liðinni viku samkvæmt sölulista sem birtur var í gær. Hildur er ritstjóri verksins en í því er birt 51 fantasía sem valin var úr verkum sem send voru inn nafnlaust. Tríóið Ensemble Úngút heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld klukkan átta með nýstárlegum útsetningum íslenskra þjóðlaga og íslenskra sönglaga. Tríóið er skipað söngkonunni Rósu Baldurs- dóttur, kontrabassaleikaranum Einari Sigurðssyni og píanóleikar- anum Peter Arnesen, sem hefur útsett öll lögin. Ensemble Úngút var stofnað í Salzburg í Austurríki fyrir um sex árum og kom út diskur með þeim sem bar heitið Songs of Iceland í kjölfarið. Um þessar mundir er annar geisladiskur þeirra væntanlegur en tríóið er nýkomið úr tónleikaferð um Kanada. - hþt Þjóðlög í nýjum búningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.