Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 22
22 23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkis- stjórnarinnar til enduruppbygg- ingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heild- arsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætl- un sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta sam- starfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda. Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssög- unnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verk- efni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bóta- kerfi orðið til þess að auka jöfn- uð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni mis- skiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórn- arinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosn- ingar snúast um árangur ríkis- stjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjón- ar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmynd- ina. Sama rót Eins og við er að búast á umbrota- tímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnar- innar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokk- arnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnar- innar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dreg- ur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman. Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur fær- andi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarvið- ræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efna- hagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlut- verk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnar- samstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðild- ar er sennilega einn helsti styrk- ur aðildarviðræðnanna, grund- vallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörð- un um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að lokn- um aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mik- ilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið. Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöð- ugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stend- ur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarn- ar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skyn- semi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylking- in einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurn- ingu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sér- staklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreynd- um og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunn- ar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenning- ur hafi aðhald með störfum opin- berrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sam- bandi. Mál, þar sem deilt er um hags- muni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur for- eldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjöl- miðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagn- arskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreynda- villur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í mál- inu, hvort sem sá aðili er hitt for- eldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöll- un um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli for- eldra. Hafa móðirin og aðstandend- ur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal ann- ars vegið harkalega að barnavernd- aryfirvöldum, bæði Barnavernd- arstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndar- laga um þagnarskyldu getur Barna- verndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leið- rétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skort- ir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeil- una til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeil- unni þar. Var það gert fyrir dóm- stólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjón- aði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Dan- merkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niður- stöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta vald- ið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim til- gangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börn- in, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólög- mætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöð- ur í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndar- stofa á það áherslu að það er ekk- ert í máli þessu sem bendir til ann- ars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjöl- miðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sann- leikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldn- ast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fall- in að skaða börnin sem ætlunin er að vernda. Úlfur, úlfur Barnavernd Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu Breidd: 187 cm Dýpt: 95 cm Heilsudýna: 140x200 cm Frá vegg: 240 cm Senseo 2ja sæta svefnsófi ÁGÚST-TILBOÐ Kr. 329.600,- Verð áður 412.000,- TILBOÐSDAGAR Í ÁGÚST ÁTTU VON Á GESTUM? Breidd: 268 cm, Dýpt: 95 cm Tunga: 163 cm Frá vegg: 240 cm Heilsudýna: 140x200 cm Senseo tungusófi ÁGÚST-TILBOÐ Kr. 446.250,- Verð áður 595.000,- 25% afsláttur í ágúst Kallað eftir vandaðri umræðu Stjórnmál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.