Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 11
Öllum lausnum hafnað Inn í þetta blandast svo tregða sænskra stjórnvalda til að fallast á allar tillögur frá Assange, sem af hálfu hans hefðu getað leyst úr þessu máli fyrir löngu. Svíar hafi til dæmis aldrei vilj- að þiggja boð hans um að fara til bresku lögreglunnar eða í sænska sendiráðið í London þar sem hann gæti gefið skýrslu með aðstoð vef- myndavélar. „Þessu var hafnað og sagt að það væri ekki heimild fyrir því, sem aftur á móti er alrangt og stenst engan veginn,“ segir Kristinn. „Til er Evrópusamningur sem kveður á um gagnkvæma aðstoð við rann- sókn sakamála af þessu tagi. En nei, það var bara haldið fast við kröfuna um að hann kæmi til Sví- þjóðar.“ Einnig hafi Svíar aldrei fengist til að semja um það hvaða meðferð Assange fengi þegar hann kæmi til Stokkhólms. „Saksóknari lýsir því yfir að hann yrði strax settur í gæsluvarðhald og lokaður inni í fangelsi á meðan málið er afgreitt, og það án þess að vísað sé til neinna rannsóknarhagsmuna, enda gefur auga leið að þeir eru engir í svona rannsókn. Og á þessu hefur staðið.“ Engin loforð gefin Ekki síður standi á því að Svíar hafi aldrei viljað gefa nein loforð um að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. „Það er undarlegt að sænsk stjórnvöld hafi ekki getað gefið loforð um að hann verði ekki fram- seldur áfram til Bandaríkjanna á grundvelli starfa hans sem blaða- maður og útgefandi fyrir Wiki- leaks,“ segir Kristinn. „Carl Bildt lætur hafa eftir sér í viðtölum að það sé ekki hægt að gera slíkt, en það er bara della. Stenst ekki nána skoðun.“ Kristinn bendir á að það er fram- kvæmdavaldið í Svíþjóð sem tekur á móti slíkri beiðni, nefnilega dóms- málaráðuneytið, og tekur ákvörðun um það hvernig farið er með slíkar framsalsbeiðnir í samráði við ríkis- saksóknara. Slík mál þurfa ekki að fara fyrir dómstóla í Svíþjóð nema dómsmálaráðuneytið taki ákvörðun um framsal og viðkomandi sé ósátt- ur við þá niðurstöðu. „Þetta er því einfaldlega rangt hjá utanríkisráðherranum og makalaust alveg að hann skuli láta slíkt frá sér fara. Þetta hefur allt vakið eðlilegar grunsemdir.“ Varnaglar engu að síður Sænska utanríkisráðuneytið hefur að vísu lýst því yfir að Assange verði ekki framseldur til Banda- ríkjanna ef hætta er á því að hann eigi þar yfir höfði sér dauðarefs- ingu. „Við munum aldrei framselja ein- stakling sem á yfir höfði sér dauða- refsingu,“ sagði Cecilia Riddselius, yfirmaður í sænska utanríkisráðu- neytinu, í viðtali við þýska dagblað- ið Frankfurter Rundschau fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að sænsk framsalslög heimila ekki framsal til landa þar sem hætta er á dauða- refsingu fyrir það brot, sem fram- sals er krafist vegna. „Það er rétt,“ segir Kristinn, „og er vissulega töluverð vörn í því, en á móti spilar að það er áfram mögu- leiki á ævilöngu fangelsi. Og svo er spurning hvaða tilraunir verða gerðar til að setja saman einhvern ákærupakka sem væri með vísan í eitthvað annað en njósnalöggjöf- ina frá 1917. Það hafa verið nefndir ýmsir möguleikar í því.“ Kristinn segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um það fyrr en nú í vikunni að Svíar gætu ekki framselt Assange nema með sam- þykki Breta og málið þyrfti þá að fara aftur í gegnum breska réttar- kerfið. „Þessu hefur verið haldið fram en ég þekki það ekki í smáatriðum hvernig það ferli yrði,“ segir Krist- inn. Hins vegar segir hann að það gæti óneitanlega breytt einhverju, ef rétt reynist. „Það væri náttúrlega ekki verra að hafa þá einhverja yfirlýsingu frá bresku stjórninni um að þeir sam- þykktu slíkt.“ KRISTINN HRAFNSSON Talsmaður Wikileaks segir framgöngu Svía hafa verið undarlega. NORDICPHOTOS/AFP Sænski lögfræðingurinn Mark Klamberg, sem kennir alþjóðarétt við Stokk- hólmsháskóla, hefur skoðað réttarstöðu Assange á bloggsíðu sinni, og segir að þrennt standi í vegi fyrir framsali hans frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Í fyrsta lagi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp þann úrskurð að ríki sem á aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu geti gerst brotlegt við þann sáttmála ef það framselur einstakling til lands, þar sem hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu, en það er einmitt dauðarefsing sem er lögð við alvarlegustu brotunum gegn njósnalöggjöf Bandaríkjanna. Í öðru lagi væri ekki hægt að framselja Assange frá Svíþjóð til Bandaríkj- anna nema með samþykki Bretlands. Annað væri brot gegn framsalsreglum Evrópusambandsins. Samkvæmt þessu væri Assange í raun jafn öruggur í Svíþjóð og í Bretlandi, því framsalskrafa frá Bandaríkjunum þyrfti hvort eð er að ganga alla leið í gegnum breska réttarkerfið, eftir að hafa farið fyrst í gegnum sænska réttarkerfið. Í þriðja lagi heimilar framsalssamningur milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna ekki framsal ef meint brot er eingöngu hernaðarlegs eða pólitísks eðlis. Samkvæmt sænsku réttarfari teljast njósnir, sá glæpur sem talið er að Bandaríkin myndu helst reyna að ákæra Assange fyrir, til pólitískra afbrota. Klamberg segir það fræðilega mögulegt að Bandaríkin ákæri Assange fyrir eitthvað annað en njósnir, einhver afbrot sem teldust ópólitísk. Einnig væri hugsanlegt að Bandaríkin gæfu einhverja yfirlýsingu um að Assange ætti ekki dauðarefsingu yfir höfði sér. „Gæti Svíþjóð framselt Assange ef þetta væri tilvikið?“ spyr Klamberg, og heldur áfram: „Svarið er já, að því tilskyldu að Bretland samþykki einnig, en ég á mjög erfitt með að sjá hvers konar ópólitísk afbrot það gætu verið.“ Varnaglar sænska réttarkerfisins Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is jl .i s landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.