Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 31
Kynningarblað Litbolti, hvataferðir, fundir,
leikir, útivist, skemmtun og góð starfsánægja.
HÓPEFLI
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012
FYRIR FYRIRTÆKI
Skem mt iga rður inn hef ur um árabil skipulagt hópefl-is- og hvataferðir fyrir fyrir-
tæki, félagasamtök og ferðaskipu-
leggjendur. Þjónusta fyrirtæk-
isins er sniðin að þörfum hvers
hóps og er mikið lagt upp úr ólík-
um og skemmtilegum valmögu-
leikum þannig að allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi. Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Skemmtigarðinum, segir fyr-
irtækið bjóða upp á hópeflis- og
hvataferðir bæði í Skemmtigarð-
inum í Grafarvogi og í Smáralind.
„Við leggjum mikið upp úr skemmt-
anagildinu þar sem við leggjum
megináherslu á að bjóða upp á fjöl-
breytta afþreyingu við allra hæfi.
Við vinnum með starfsmannastjór-
um og starfsmannafélögum fyrir-
tækja, hvort sem er um skipulag
hópeflis- og hvataferða eða varð-
andi ýmsa starfsmannaráðgjöf.
Við skipuleggjum spennandi dag-
skrá með viðskiptavinum okkar og
leggjum metnað í að ná upp góðum
starfsanda með stjórnendum.“ Hún
segir starfsmenn Skemmtigarðs-
ins klæðskerasníða dagskrá fyrir
hvern hóp fyrir sig þar sem hóp-
arnir séu mjög ólíkir. „Með tilkomu
Skemmtigarðsins í Smáralind jókst
vöruúrval okkar enn meira og
getum við nú boðið upp á skemmt-
un bæði utan- og innanhúss.“
Skemmtun og góður matur
„Eftir fjörið bjóðum við svo upp
á góða aðstöðu til þess að setjast
niður og borða enda segir Ingibjörg
skemmtiferðir fyrirtækja bæði
þurfa að gleðja hjartað og magann.
„Við bjóðum upp á allt það sem við-
skiptavinurinn vill, hvort sem það
eru pitsur, hamborgarar eða geggj-
uð kjötveisla. Dagskráin sem starfs-
fólk Skemmtigarðsins skipuleggur
getur því verið ansi fjölbreytt, allt
eftir þörfum viðskiptavina þeirra
hverju sinni. Ingibjörg segir að sum
fyrirtæki kjósi að blanda saman
vinnu og skemmtun í hópeflis- og
hvataferðum. „Fyrirtækin eru oft
með starfsdaga og þá hjálpum við
þeim að skipuleggja góða dagskrá.
Stundum er byrjað á góðri stemn-
ingsstund í upphafi dags og svo er
haldið áfram í hópefli. Þannig ná
fyrirtækin mjög góðri stemningu
á meðal starfsmanna. Mörg þeirra
blanda einnig saman við dagskrána
áhugaverðum fyrirlesurum sem
fellur vel í kramið hjá starfsmönn-
um en flestir kjósa að koma beint í
skemmtunina.“
Undirbúningur skiptir öllu máli
Þrátt fyrir ólíka dagskrá milli fyr-
irtækja skiptir undirbúningur-
inn miklu máli að sögn Ingibjarg-
ar. „Það er varla hægt að segja að
nokkuð verkefni sé dæmigert að
öðru leyti en að undirbúningur-
inn skiptir alltaf máli.“ Undirbún-
ingurinn byrjar nefnilega ekki
degi fyrr heldur jafnvel með allt
að tveggja mánaða fyrirvara. „Það
skiptir miklu máli að stóri dagur-
inn sé eins og viðskiptavinir okkar
vilja hafa hann. Þannig vinnum við
bæði með framlínunni og yfirstjór-
ninni. Góður undirbúningur getur
verið punkturinn yfir i-ið hvort sem
það er fræðsluefni eða vel skipulögð
dagskrá. Svo skiptir öll eftirfylgni
ekki síður miklu máli. Þá drög-
um við saman allt það góða sem
starfsmenn fyrirtækisins upplifðu
á hvata- og starfsdaginn. Þannig er
hægt að viðhalda gleðinni næstu
dagana á eftir meðal starfsmanna.
Hvataferð á ekki að lifa í einn dag
heldur á hún bæði að hafa góðan
aðdraganda og skapa skemmtileg-
ar minningar í framhaldi.“
Litboltinn, lasertag og 7D bíóið
vinsælast
Af allri þeirri fjölbreyttu afþreyingu
sem er í boði í hópeflis- og hvataferð-
um Skemmtigarðsins er litboltinn
og lasertag vinsælast í Grafarvog-
inum en 7D bíóið í Smáralindinni
að sögn Ingibjargar. Önnur vinsæl
afþreying fyrirtækisins er Amaz-
ing Reykjavík sem er skemmtilegur
leikur sem hefur slegið í gegn und-
anfarin ár. Hópeflissmiðja Skemmti-
garðsins hefur í ár þróað og bætt inn
spennandi þrautum í leikinn sem
byggja allar á útsjónarsemi, sköp-
un, hlátri og áskorun. „Leikurinn er
nokkurs konar blanda af Amazing
Race og ratleik en hann er ekki að-
eins í Reykjavík, við höfum farið með
hann út á land og í önnur bæjarfélög.
Við leggjum upp úr að gera leikinn
frábrugðinn öðrum ratleikjum sem
eru í boði og hópunum hefur þótt
þetta virkilega skemmtilegt. Þar er
mikið hlegið og mikil gleði. Þá er
gaman í vinnunni. Í Skemmtigarð-
inum í Smáralind erum við með 100
leiktæki og 90% af þeim eru fyrir
fullorðna. Við skiptum hópunum
upp í lið og setjum upp skemmti-
lega keppni á milli liða með skor-
kortum þar sem keppt er í mismun-
andi leikjum sem koma flestum á
óvart. Starfsmaður frá okkur fylgir
hópnum og stýrir leikjunum. Á eftir
skemmtuninni bjóðum við upp á
veitingar á efri hæðinni.“ Allar nán-
ari upplýsingar um hópeflis- og
hvataferðir Skemmtigarðsins má
finna á www.skemmtigardur.is.
Skemmtun fyrir alla
Hópeflis- og hvataferðir hafa verið ein af sérhæfingum Skemmtigarðsins undanfarin ár. Fyrirtækið vinnur náið með viðskiptavinum
sínum til að ná sem bestum árangri og skapa sem bestar minningar.
Nokkrir starfsmenn Skemmtigarðsins í hópefli. Frá vinstri Tobba, Einar Orri, Björn Óskar, Guðjón, Pétur, Snorri og Ingibjörg framkvæmdastjóri. MYND/ÚR EINKASAFNI
Fjölbreytt afþreying er í boði í hópeflis- og hvataferðum Skemmtigarðsins. MYND/ÚR EINKASAFNI