Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 31
Kynningarblað Litbolti, hvataferðir, fundir, leikir, útivist, skemmtun og góð starfsánægja. HÓPEFLI FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 FYRIR FYRIRTÆKI Skem mt iga rður inn hef ur um árabil skipulagt hópefl-is- og hvataferðir fyrir fyrir- tæki, félagasamtök og ferðaskipu- leggjendur. Þjónusta fyrirtæk- isins er sniðin að þörfum hvers hóps og er mikið lagt upp úr ólík- um og skemmtilegum valmögu- leikum þannig að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi. Ingibjörg Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skemmtigarðinum, segir fyr- irtækið bjóða upp á hópeflis- og hvataferðir bæði í Skemmtigarð- inum í Grafarvogi og í Smáralind. „Við leggjum mikið upp úr skemmt- anagildinu þar sem við leggjum megináherslu á að bjóða upp á fjöl- breytta afþreyingu við allra hæfi. Við vinnum með starfsmannastjór- um og starfsmannafélögum fyrir- tækja, hvort sem er um skipulag hópeflis- og hvataferða eða varð- andi ýmsa starfsmannaráðgjöf. Við skipuleggjum spennandi dag- skrá með viðskiptavinum okkar og leggjum metnað í að ná upp góðum starfsanda með stjórnendum.“ Hún segir starfsmenn Skemmtigarðs- ins klæðskerasníða dagskrá fyrir hvern hóp fyrir sig þar sem hóp- arnir séu mjög ólíkir. „Með tilkomu Skemmtigarðsins í Smáralind jókst vöruúrval okkar enn meira og getum við nú boðið upp á skemmt- un bæði utan- og innanhúss.“ Skemmtun og góður matur „Eftir fjörið bjóðum við svo upp á góða aðstöðu til þess að setjast niður og borða enda segir Ingibjörg skemmtiferðir fyrirtækja bæði þurfa að gleðja hjartað og magann. „Við bjóðum upp á allt það sem við- skiptavinurinn vill, hvort sem það eru pitsur, hamborgarar eða geggj- uð kjötveisla. Dagskráin sem starfs- fólk Skemmtigarðsins skipuleggur getur því verið ansi fjölbreytt, allt eftir þörfum viðskiptavina þeirra hverju sinni. Ingibjörg segir að sum fyrirtæki kjósi að blanda saman vinnu og skemmtun í hópeflis- og hvataferðum. „Fyrirtækin eru oft með starfsdaga og þá hjálpum við þeim að skipuleggja góða dagskrá. Stundum er byrjað á góðri stemn- ingsstund í upphafi dags og svo er haldið áfram í hópefli. Þannig ná fyrirtækin mjög góðri stemningu á meðal starfsmanna. Mörg þeirra blanda einnig saman við dagskrána áhugaverðum fyrirlesurum sem fellur vel í kramið hjá starfsmönn- um en flestir kjósa að koma beint í skemmtunina.“ Undirbúningur skiptir öllu máli Þrátt fyrir ólíka dagskrá milli fyr- irtækja skiptir undirbúningur- inn miklu máli að sögn Ingibjarg- ar. „Það er varla hægt að segja að nokkuð verkefni sé dæmigert að öðru leyti en að undirbúningur- inn skiptir alltaf máli.“ Undirbún- ingurinn byrjar nefnilega ekki degi fyrr heldur jafnvel með allt að tveggja mánaða fyrirvara. „Það skiptir miklu máli að stóri dagur- inn sé eins og viðskiptavinir okkar vilja hafa hann. Þannig vinnum við bæði með framlínunni og yfirstjór- ninni. Góður undirbúningur getur verið punkturinn yfir i-ið hvort sem það er fræðsluefni eða vel skipulögð dagskrá. Svo skiptir öll eftirfylgni ekki síður miklu máli. Þá drög- um við saman allt það góða sem starfsmenn fyrirtækisins upplifðu á hvata- og starfsdaginn. Þannig er hægt að viðhalda gleðinni næstu dagana á eftir meðal starfsmanna. Hvataferð á ekki að lifa í einn dag heldur á hún bæði að hafa góðan aðdraganda og skapa skemmtileg- ar minningar í framhaldi.“ Litboltinn, lasertag og 7D bíóið vinsælast Af allri þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði í hópeflis- og hvataferð- um Skemmtigarðsins er litboltinn og lasertag vinsælast í Grafarvog- inum en 7D bíóið í Smáralindinni að sögn Ingibjargar. Önnur vinsæl afþreying fyrirtækisins er Amaz- ing Reykjavík sem er skemmtilegur leikur sem hefur slegið í gegn und- anfarin ár. Hópeflissmiðja Skemmti- garðsins hefur í ár þróað og bætt inn spennandi þrautum í leikinn sem byggja allar á útsjónarsemi, sköp- un, hlátri og áskorun. „Leikurinn er nokkurs konar blanda af Amazing Race og ratleik en hann er ekki að- eins í Reykjavík, við höfum farið með hann út á land og í önnur bæjarfélög. Við leggjum upp úr að gera leikinn frábrugðinn öðrum ratleikjum sem eru í boði og hópunum hefur þótt þetta virkilega skemmtilegt. Þar er mikið hlegið og mikil gleði. Þá er gaman í vinnunni. Í Skemmtigarð- inum í Smáralind erum við með 100 leiktæki og 90% af þeim eru fyrir fullorðna. Við skiptum hópunum upp í lið og setjum upp skemmti- lega keppni á milli liða með skor- kortum þar sem keppt er í mismun- andi leikjum sem koma flestum á óvart. Starfsmaður frá okkur fylgir hópnum og stýrir leikjunum. Á eftir skemmtuninni bjóðum við upp á veitingar á efri hæðinni.“ Allar nán- ari upplýsingar um hópeflis- og hvataferðir Skemmtigarðsins má finna á www.skemmtigardur.is. Skemmtun fyrir alla Hópeflis- og hvataferðir hafa verið ein af sérhæfingum Skemmtigarðsins undanfarin ár. Fyrirtækið vinnur náið með viðskiptavinum sínum til að ná sem bestum árangri og skapa sem bestar minningar. Nokkrir starfsmenn Skemmtigarðsins í hópefli. Frá vinstri Tobba, Einar Orri, Björn Óskar, Guðjón, Pétur, Snorri og Ingibjörg framkvæmdastjóri. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjölbreytt afþreying er í boði í hópeflis- og hvataferðum Skemmtigarðsins. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.