Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 23. ágúst 2012 19 Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur ein- yrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmark- aði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að upp- kokka aðlagaða ESB byggingar- reglugerð andskotans. Þar vant- ar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvít- inu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálf- bærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækk- andi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez? Á vorum tímum er mest öll hin volaða arkitektastétt í lama- sessi og kvíðakasti yfir nýrri byggingarreglugerð forræðis- hyggjumeistaranna, sem engum treysta til góðra verka, en gáiði að því … ergo sum, þá treysta færri og færri boðvaldi þeirra að ofan, enda eru þetta bara venju- legir sjálfskammtandi kerfislið- ar, en alls engir guðir, ef grannt er skoðað. Það ætti öllu fólki með móavit og þúfna að vera augljóst. Þegar gagnkvæmt traust ríkir ekki, þá dugar boðvaldið einung- is til að níða skóinn undan sam- borgurunum. Það er svo klætt í búning fagurra orða. Það er í nafni heilagleika bírókrat- anna kallað „nýja“ Ísland en er hræsnisfyllsta útgáfa af „gamla“ Íslandi sem hægt er að ímynda sér, sjálf múmínútgáfa skinhelg- innar. En menn spyrja nú hver annan í hljóðum … hefurðu lesið óskapnaðinn? … Og svörin eru flest þau sömu, nei ekki enn, því menn bíða leiðbeiningarrita við leiðbeiningarritin um reglugerð- ina ógnarlöngu, sem líkist nú helst orðið ályktunum kaþólskra kirkjuskipana páfans á miðöld- um, enda virðist nú stefnt að viðlíka ofur-veldi yfir-bírókrata. Þeir nota boðvald sitt til að reyna að drepa alla lifandi grósku hinna mörgu og smáu. Eigum við þá bara að beygja okkur í duftið og leggjast flatir fyrir ofur-veldi yfir-bírókratanna, sjálfs embætt- ismanna aðalsins, sem bera sjálf- ir aldrei ábyrgð á einu né neinu af þeirra eigin aumkunarverðu verkum? Nei fjandakornið. Fremur vil ég þá aumur spyrja þess hvort við eigum ekki að mótmæla líkt og Lúther forðum og negla eitt stykki mótmælabréf, sem aumir þrælar, á öll bænhús hins ósjálf- bærasta af öllum ósjálfbærum valdhroka eftirlitsiðnaði seinni tíma? Mál er að linni. Þjóðin fái að segja sitt um ESB aðlögunina – í síðasta lagi fyrir jólin 2012. Við vitum það öll, að þetta hel- víti gengur ekki lengur og við hæfi að enda þetta greinarkorn með ljóði Davíðs Stefánssonar, skáldsins frá Fagraskógi: Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg og bólgnar af skipulagshroka, en geigvænt er loftið af gjaldeyris- sorg og grátt eins og Lundúnaþoka. En borgarinn fálmar sig bugaður inn og biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, má hamast að reikna og skrifa. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt – að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því altaf er nóg að skrifa, og altaf fær borgarinn skipulags- skrár og skilríki fyrir að lifa. Það lætur víst nærri, að þriðji -nú orðið annar- hver þegn sé þjónn eða skrifstofugreifi, en flestum er starfið þó mikið um megn og margur fær siglingaleyfi. En borgarinn snýst þarna hring eftir hring og hlýðir í orði og verki, og loks þegar alt er þar komið í kring er klínt á hann – stimpilmerki. Að stofnunin eflist hvern einasta dag mun afkoma þegnanna sanna, og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag sem ráðstafa lífi manna. En varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, sem vilja að alt þetta blekiðjubákn sé bænahús – krjúpandi þræla. Í eðlilegri gremju sinni og von-brigðum með hrunið og eftir- köst þess beina margir óánægju sinni að sitjandi valdhöfum, okkur sem tókum við keflinu 1. febrúar 2009, og finnst að hægt hafi gengið að kippa hlutunum í lag. Og með rétti má segja að almenningur hafi hvoru tveggja, mikið til síns máls og rök fyrir sinni óánægju. Auðvitað hefur gengið hægt og hægar en við öll vildum að komast út úr erfiðleik- unum. Samt er það þannig að ef raunsær mælikvarði og sann- gjarn er lagður á hlutina var vart við öðru að búast. Áfallið hér var risavaxið og horfurnar satt best að segja svo dapurlegar fram eftir og út árið 2009 og inn á árið 2010 að séð í því ljósi er bjart yfir Íslandi nú. Óveðurský þjóðargjaldþrots, efnahagslegrar bráðnunar, stórfellds landflótta eða annarra stórhörmunga, sem ýmsir spáðu, eru að baki. Hitt er svo sannarlega einnig auðskilið að landsmenn eru enn svekktir yfir því sem hér gerð- ist, margir ganga sárir frá leikn- um, áttu betra skilið af stjórn- völdum sínum. Svo ekki sé nú talað um aðra og enn verri hluti eins og hvernig nýfrjálshyggju-, græðgis- og siðleysistíminn fór með okkur almennt talað. Að hve miklu leyti við vorum sem þjóð saklausir, óafvitandi leik- soppar þeirrar hugmyndafræði og að hve miklu leyti við vorum auðveld/leiðitöm bráð skal ósagt látið. (Seinni tíma viðfangsefni að glíma við það. Hinir pólitísku, félagslegu og sagnfræðilegu þættir þessara atburða munu líka taka sinn tíma í úrvinnslu.) Já, auðvitað er eðlilegt að far- vegur gremju og svekkelsis verði meðal annars sá að gefa sitjandi ríkisstjórn langt nef og falla fyrir áróðri andstæðinga hennar (sem eru mörg helstu inngrónu valdaelement gamla tímans svo sem Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið, sérhagsmuna- samtök og þjóðrembuafturhald- ið). Það er auðvelt að loka sig af frá veruleikanum, raunheimin- um, og segja sem svo; það að hér á Íslandi tækifæranna skuli ekki drjúpa smjör af hverju strái er auðvitað allt þessari ömurlegu ríkisstjórn að kenna. Á góðri stund geta menn bætt í og sagt sem svo að hér hafi ekkert hrun orðið, bara svokallað hrun, það sé bara áróður að hinum óskeik- ulu hafi orðið eitthvað á. Það vottar fyrir „kostuðum“ tilburð- um til að umskrifa samtímasög- una þannig að þeir sem fóru með völd og bera stjórnskipulega og pólitíska ábyrgð á hruninu hafi í raun og veru bjargað Íslandi með snilld sinni. Hvað um það, dokum við og reynum að greina þetta á yfirvegaðan hátt: Það sem gerðist Hrunið er staðreynd. Á upplýs- ingaöld tækist ekki svæsnustu ritskoðunar- og harðstjórnaröfl- um að þurrka út þá staðreynd. Eitthvað fór úrskeiðis. Það þurfti að biðja guð að blessa Ísland. Erfiðir og tvísýnir tímar fóru í hönd. Ísland var fátækum vopn- um búið, í vondu sviðsljósi sem óþekktarormur sem farið hafði illa að ráði sínu og trausti rúið, í raun út á við og inn á við. Við treystum engu hér heima, ekki okkur sjálfum nema með mikl- um fyrirvörum (gerum ekki nema að takmörkuðu leyti enn) og fáir treystu okkur (ekki einu sinni „vinir“ okkar í öðrum nor- rænum ríkjum) nema gegnum ábyrgð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Við þurftum á utanaðkom- andi aðstoð að halda. Það er ekk- ert sem núverandi ríkisstjórn fann upp á, heldur sóttu sjálf- stæðismenn, þeir Geir Haarde, Árni Mathiesen og Davíð Odds- son um þá hjálp. Með öðrum orðum; það var orðið eitthvert vesen áður en við tókum til við rústabjörgunina, ekki satt? Að gamni eða hálfkæringi slepptum (sem auðvitað er tæp- ast viðeigandi þegar svo dýr- keyptir hlutir í sögu þjóðar eiga við), þá tók núverandi ríkis- stjórn við erfiðustu aðstæðum sem nokkur slík á lýðveldistím- anum hefur fengið til að glíma við. Annars staðar, þar sem áföll- in voru þó miklum mun minni, gengur hægt að koma hlutunum aftur í lag. Töfrasprotarnir og kraftaverkin sem lýðskrums- og glanspappírsfólkið þykist hafa á öllum fingrum eru því miður bara til í umræðunni en ekki í hinum erfiða raunheimi þröngra kosta, blóðs, svita og tára til að forða Íslandi frá niðurlægingu og gjaldþroti. Allt of margir trúðu spámönn- um góðærisins og útrásarinnar um hina fórnarlausu og tíma- lausu sælu, það væri bara enda- laust hægt að græða á daginn og grilla á kvöldin. Það kæmi aldrei neinn reikningur, aldrei neinn morgundagur, það þyrfti aldrei að borga lánin, lánstraust í útlöndum væri ótakmarkað, við værum miklu betri en Danir í bisness, við værum best í heimi. Hvað er sumt þetta sama fólk að segja okkur í dag? Er það kannski að öll okkar vandamál séu ríkisstjórninni að kenna og henni einni. Er e.t.v. verið að bera á borð fyrir okkur skyndi- bitapólitík, innihaldslausa dellu, sem er eins haldlaus og kenning- in um óendanleika hins eyðslu- drifna græðgisgóðæris sem var tekið að láni. Eigum við ekki að hugsa okkar gang áður en við látum ljúga að okkur blákalt, tvisvar í röð, af sömu aðilum. Það eru engin kraftaverk í boði á niðursettu verði, það er ekki hægt að láta skuldir og erfiðleika gufa upp, það eru engar kanín- ur og enginn hvítur hattur. Þetta sem þarf er vinna, þrautseigja, raunsæi, kjarkur og úthald. Þetta er hægt og það sem meira er; þetta er að takast. Ísland er að komast, merkilega lítt skaddað sem velferðarsamfélag, út úr erf- iðleikum sínum. Við erum ekki sloppin en það miðar vel. Það er enn síður ástæða til að missa móðinn nú en fyrir ári eða tveim- ur síðan, þó vissulega varpi dap- urt ástand í Evrópu og heimsbú- skapnum skugga á. Barningur á móti, en miðar samt Já; það hefur gengið hægt, þetta hefur verið barningur, við sem stjórnvöld þessa ævintýralega tíma höfum oft tekið umdeilan- legar ákvarðanir sem e.t.v hafa ekki alltaf reynst þær réttu. Nema hvað? Gera menn ekki mistök á hinum venjulegustu tímum, hvað þá þegar hlaupið er með slökkvitækið milli elda og bjargað úr rústum mánuðum og misserum saman? En hefði þeim sem hlóðu upp eldiviðnum og fóru ógætilega með „góðæriskyndilinn“ geng- ið betur að slökkva bálið, reyk- ræsta húsið, hreinsa út, glerja og mála og flytja inn aftur? Bara þetta að lokum; lesum í sporin, látum spámenn þeirra hluta sem áður hafa reynst léleg vísindi um framtíðina hafa fyrir því að sannfæra okkur áður en við trúum þeim. Enn betra; látum aldrei aftur fagurgala, lyga- og sérgæskuþvælu bera heilbrigða skynsemi ofurliði á Íslandi. Það eru engin kraftaverk í boði á niður- settu verði, það er ekki hægt að láta skuldir og erfiðleika gufa upp, það eru engar kanínur og enginn hvítur hattur. Lesum í sporin! Efnahagsmál Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra Um nýja byggingar- reglugerð og ljóð Framkvæmdir Pétur Örn Björnsson arkitekt DELL komið í nú er Hátækni! Taktu þátt í Facebook- leik Hátækni PIPA IPAPA RR \\\\\ TBW A T A SÍ SÍA 12 2 0 49 12 2 0 49 2 2 0 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.