Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGHópefli fyrir fyrirtæki FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20122
Mér finnst þú …
Starfsmenn setjast saman í hring.
Hópurinn fær ákveðinn tíma til að
finna eitt lýsandi og jákvætt orð
fyrir hvern og einn í hópnum. Gott
er að allir fái blað og penna til að
skrifa niður. Þegar tíminn er lið-
inn stendur einn upp og allir segja
orðið sem þeim finnst lýsa við-
komandi best. Þannig gengur það
koll af kolli þar til allir hafa stað-
ið upp og heyrt hvað vinnufélög-
unum finnst. Í lokin ætti öllum
að líða vel, bæði yfir að hafa heyrt
eitthvað jákvætt um sjálfa sig og
að hafa getað glatt vinnufélaga
sína.
Vinnustaðakakan
Hópurinn kemur sér saman um
einn dag í viku þar sem einhver úr
hópnum kemur með eitthvað gott
með morgunkaffinu. Reglurn-
ar geta verið allavega, til dæmis
að bara megi koma með hollan
mat, eða að bara megi koma með
dísætar kökur, bara megi koma
með heimabakað eða að bakk-
elsið sé eitthvað sem viðkomandi
hefur aldrei prófað að búa til áður.
Þá væri hægt að ákveða eitt hrá-
efni sem yrði alltaf að nota, svo
sem súkkulaði eða gulrót. Þannig
gætu komið fram áhugaverðar og
skemmtilegar uppskriftir.
Út að borða
Hópurinn fer saman út að borða í
hádeginu. Einn úr hópnum ákveð-
ur staðinn og heldur því leyndu
hvert á að fara alveg fram að brott-
för. Skemmtilegast er að velja stað
sem fæstir hafa komið á áður en
hópurinn verður að lúta ákvörðun
þess eina. Þannig prófa allir reglu-
lega eitthvað nýtt. Eins væri hægt
að hafa þá reglu að enginn pant-
aði af matseðlinum fyrir sjálfan
sig heldur fyrir einhvern annan.
Þannig yrði hádegið að óvæntri
upplifun fyrir alla.
Samsöngur
Hópurinn syngur saman eitt lag
áður en vinnan hefst á daginn. Ef
einhver með tónlistarhæfileika
leynist í hópnum væri hægt að
semja sérstakt vinnulag. Ef ekki
væri hægt að setja eitthvert þema
fyrir hverja viku svo sem: bara ís-
lenskt eða bara lög eftir Michael
Jackson, bara þungarokk og svo
framvegis.
Gleðin við vinnuna
Ekki er flókið að létta andann á vinnustaðnum ef hann er farinn að dofna.
Aðalatriðið er að hugmyndaflugið fái að njóta sín og að allir séu til í tuskið.
Með einföldum samvinnuverkefnum má efla andann í vinnunni. NORDICPHOTOS/GETTY
Í flestum fyrirtækjum þykir mikil-
vægt að starfsandinn sé góður og að
hópurinn sé samstilltur. Mörg fyrir-
tæki grípa til þess ráðs að gera eitt-
hvað skemmtilegt með starfsfólkinu
þegar eitthvað vantar upp á í þess-
um efnum.
En af hverju er það mikilvægt að
andinn sé góður og hópefli sé til
staðar í fyrirtækjum? Samkvæmt
Frank LaFasto, rithöfundi og sér-
fræðingi á sviði samvinnu, þurfa
fimm þættir að vera í lagi til að
hópur skili árangri.
Meðlimir hópsins: farsælir hópar
samanstanda af áhrifamiklum ein-
staklingum. Þeir hafa reynslu, hafa
hæfileika til að geta leyst vandamál,
geta komið auga á vandamál og geta
brugðist við margs konar aðstæðum.
Samband hópsins: til þess að
hópur nái árangri þarf hann, og
hver og einn innan hans, að geta
bæði gefið og tekið við ábending-
um og gagnrýni.
Lausn verkefna: árangur hóps-
ins fer eftir því hversu skýr mark-
mið hans eru. Einnig þarf um-
hverfið að vera afslappað og
þægilegt og samskiptin opin og
heiðarleg.
Forysta hópsins: árangursrík
samvinna er háð getu leiðtoga
hópsins. Hæfileikaríkur leið-
togi er marksækinn, stuðlar að
góðri samvinnu hópsins, byggir
upp sjálfstraust einstaklinganna
í hópnum, forgangsraðar, sýnir
fram á næga kunnáttu og stjórnar
með uppbyggilegri gagnrýni.
Starfsumhverfi: umhverfi og
menning fyrirtækisins verður að
vera hvetjandi fyrir hópavinnu.
Ef allir þessir þættir eru í lagi
og starfsandi fyrirtækisins er
góður má telja það líklegt að af-
köst starfsmanna aukist. Þeir sem
eru sáttir í vinnunni eru líklegri
til að vinna hraðar og betur en
þeir sem eru leiðir eða úrillir.
Árangurs ríkara ef
andinn er góður
Hversu mikilvægur er góður starfsandi? Skiptir það
máli fyrir fyrirtækið að starfsfólkið skemmti sér í
vinnunni? Til hvers þarf hópefli á vinnustöðum?
Til að ná upp góðum starfsanda í fyrirtækjum er nauðsynlegt fyrir starfsfólkið að gera
eitthvað skemmtilegt saman. NORDIC PHOTO/GETTY
Surprize ferðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipu-lagningu hópaferða um
allan heim. Þjónustan sem fyrir-
tækið býður upp á spannar allt frá
því að finna það hótel sem hent-
ar hópnum best upp í alhliða
skipulagningu hvataferða, ráð-
stefna og funda fyrir fyrirtæki, á
Íslandi eða hvar sem er í heimin-
um. Fyrirtækið hefur starfað í sex
ár og sinnt þjónustu fyrir mörg af
stærri og meðalstórum fyrirtækj-
um Íslands. Harpa Einarsdótt-
ir er stofnandi og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins en hún er með
yfir 20 ára reynslu af ferðaþjón-
ustu. Hún hefur boðið upp á þessa
þjónustu í tíu ár en var áður mörg
ár við ýmis stjórnunarstörf á hót-
elum. Hún segir þjónustu fyrir-
tækisins fjölbreytta og sérsniðna
að þörfum viðskiptavinarins. „Við
skipuleggjum ferðir fyrir hópa um
allan heim en þó mest fyrir fyrir-
tæki sem fara með starfsmenn í
hópeflis- og hvataferðir, á fundi
og ráðstefnur og einnig sýningar
erlendis.“
Það eru margir kostir fólgn-
ir í því fyrir fyrirtæki og hópa að
leita til Surprize ferða. Surprize
ferðir eru í samstarfi við alþjóð-
lega keðju hótelmiðlara – Helms-
briscoe. Þetta er stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar í heiminum með
um 1200 samstarfsaðila í 50 lönd-
um. Með þessu samstarfi hafa
Surprize ferðir aðgang að upp-
lýsingum um hótel og áfanga-
staði um allan heim. „Við deilum
meðal annars upplýsingum um
hótel sem við vinnum með á innra-
neti Helmsbriscoe. Þannig fáum
við upplýsingar beint frá aðilum
sem hafa notað þjónustu þessara
hótela og getum betur ráðlagt við-
skiptavinum okkar. Annað sem
gerir það eftirsóknarvert að vinna
með okkur er að Helmsbriscoe
er með stærstu viðskiptavinum
allra helstu hótelkeðja í heimin-
um í dag. Það hjálpar okkur við að
ná fram mjög góðum samningum
við hótelin um verð og annað það
sem máli skiptir fyrir hópinn. Rús-
ínan í pylsuendanum er síðan sú
að fyrir þessa þjónustu við hótel-
bókun greiðir viðskiptavinurinn
ekki neitt. Við vinnum eingöngu á
þóknun frá hótelunum.“
Á starfsferli sínum hefur Harpa
unnið með fjölmarga hópa mjög
víða eða nánast í öllum heimsálf-
um. Misjafnt er hversu mikla þjón-
ustu viðskiptavinir vilja. Stundum
er það eingöngu hin svokallaða
hótelmiðlun, þ.e. að finna og bóka
hótel fyrir hópinn. Síðan eru líka
hópar og fyrirtæki sem vilja að-
stoð við bókun á flugi, skipulagn-
ingu á viðburðum, hópefli, ráð-
stefnum og fleira. „Við höfum til
dæmis verið að vinna mikið með
sjávarútvegssýningu sem haldin
er í Brussel á hverju ári. Þar höfum
við skipulagt marga viðburði fyrir
viðskiptavinina auk þess sem við
höfum verið með mikið af her-
bergjum sem við bókum bæði fyrir
hópa og einstaklinga. Við sinnum
þjónustu fyrir bæði smáa og stóra
viðskiptavini og ef á þarf að halda
höfum við líka aðgang að vinnu-
kröftum þessa mikla fjölda sér-
fræðinga á vegum Helmsbriscoe
ef um er að ræða mikil viðskipti
eða stórar ráðstefnur. Fyrirtæk-
ið getur því stækkað eftir því sem
þörf er á.“ Frekari upplýsingar má
nálgast á www.surprizetravel.is og
www.helmsbriscoe.com.
Hópferðir um allan heim
Mikil reynsla og gott tengslanet einkennir þjónustu Surprize ferða. Fyrirtækið
hefur þjónustað mörg af stærri fyrirtækjum landsins.
„Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim,“ segir Harpa Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Surprize ferða. MYND/GVA
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, s. 512 5427, tp. elsaj@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.