Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 25

Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 25
FIMMTUDAGUR 23. ágúst 2012 25 Ég hef lengi gagnrýnt stjórn-völd, óháð stjórnmálaflokk- um, fyrir áberandi vanhæfni við stjórnun sjálfstæðs og sjálfbærs samfélags. Í einni slíkri umræðu var ég óvænt spurður spurning- arinnar sem er yfirskrift hér. Ef mér yrðu fengin völdin í land- inu, hverju mundi ég breyta? Glottið á andliti spyrjanda benti til að hann teldi sig hafa mátað mig. En einmitt um þetta hef ég mikið hugsað. Í raun er það svo margþætt sem gera þarf strax og fjór- flokknum væri ýtt til hliðar. Taka þyrfti ákvörðun um að hætta við ESB umsóknina, segja upp Schengen-samningnum og gefa út nýja mynt sem tæki við af núverandi krónu. Gera þyrfti úttekt á því hvað þjóð- félagið þarf mikið fjármagn í veltufé, svo eðlilegt fjárstreymi haldist um allt þjóðfélagið, það geti gengið eðlilega og núver- andi starfsemi hafi nauðsynlegt rekstrarfé. Breyta þyrfti lögum um fjár- málafyrirtæki þannig að útlán og veltufé væru ekki skráð sem innlán. Þannig yrðu útlán bókuð sem skammtímavelta sem engin áhrif hefðu á bókfærða inn- lánaveltu. Sama fyrirkomulag yrði með launaveltu. Slík aðgerð setti stærð bankanna í rauntölur og lokaði fyrir stækkun þeirra með verðmætislausri talnaupp- söfnun. Ég mundi þegar í stað taka ákvörðun um að bakka út úr verðtryggingunni vegna þess að í grunninn er hún óheiðarleg og engar lagaforsendur hafa verið fyrir þeirri framkvæmd sem verið hefur. Til að valda ekki misræmi yrði vísitölunni bakk- að út, skuldir og eignir færðar niður um hina ólögmætu upp- söfnun sem verðtryggingin olli. Öll gengistryggð lán yrðu þegar í stað sett á frost og sam- komulag gert við lánastofnanir um að þær fengju að innheimta upphaflegan höfuðstól lánsins með þeim vöxtum og lánstíma sem lánasamningar segja fyrir um. Fallist þeir ekki á það, megi þeir búast við málssókn fyrir ólögmæta útlánastarfsemi. Út úr vitleysunum við fisk- veiðistjórnun yrði bakkað með líkum hætti og út úr verðtrygg- ingunni, þannig að þeir sem hefðu selt kvóta til aðila sem tók lán fyrir kaupverðinu, skiluðu fjármagninu aftur og það væri notað til að greiða niður lánið sem tekið var til kaupanna. Úthlutun aflaheimilda yrði síðan byggð á veiðireynslu, eins og í upphafi var ákveðið en aldrei farið eftir. Sett yrðu ný lög um bókhald ríkisins, þar sem beitt yrði sömu lykilaðferð og er í bankakerf- inu, þar sem allir reikningar kerfisins eru gerðir upp á hverri nóttu, eftir starfsdag. Þannig væri á hverjum morgni hrein staða rekstrargjalda, fram- kvæmda og tekna. Engin leið yrði þá að fara margar milljón- ir út fyrir rekstrarheimildir og menn stæðu samdægurs frammi fyrir þeim vitleysum sem gerð- ar væru. Og þeir yrðu að leysa þær vitleysur til að geta haldið áfram. Breytt yrði lögum um ráð- herraábyrgð, þannig að ráðherra væri með öllu óheimilt að taka ákvarðanir sem hefðu í för með sér fjárútlát eða aðrar skuld- bindingar ríkissjóðs, nema hafa áður fengið hjá Alþingi heimild til slíkra ákvarðana. Ráðherra væri persónulega ábyrgur fyrir öllum sínum lof- orðum og undirritunum þar til hann hefði fengið þau loforð eða samninga staðfesta af Alþingi. Breytt yrði lögum um mennta- kerfið þannig að mjög rík áhersla yrði lögð á að kenna fólki að þekkja alla áhrifaþætti þess að hið sjálfstæða þjóðfélag okkar sé tekjulega sjálfbært og hvernig við aukum tekjur þess (gjaldeyristekjur), til að standa undir batnandi lífsgæðum í landinu. Breytt yrði lögum um láns- viðskipti með lausafé, þannig að einungis væri hægt að gera greiðslutryggingu í þann hlut sem keyptur var gegn láni, en óheimilt að leita tryggingar eða fjárnáms í öðrum eignum. Einn- ig yrðu sett lög sem bönnuðu veðsetningu íbúðarhúsnæðis fyrir öðru lánsfé en því sem beint færi til byggingar, kaupa eða stórfellds viðhalds íbúðar- innar. Algjörlega yrði óheimilt að skrá fjárnám á íbúðarhús- næði sem fjölskyldan byggi í. Endurskoða þarf lögin um verðbréfamarkaði og bókhald, þar sem lokað yrði fyrir verð- mætislausar hækkanir á skráðu eignavirði, þannig að það væri einungis hreinn rekstrarhagn- aður á ársgrundvelli sem gæti hækkað skráð eignavirði og væntingar um framtíðarhagnað hefðu ekkert vægi til verðmæt- isaukningar. En, þar sem öll athyglin bein- ist að hringavitleysu liðinna áratuga, sem að mestu halda enn áfram, er lítil von um að ná athygli á jafnbrýn málefni og hér hafa verið rakin. Ég er því farinn að efast um að sjálfstætt lýðveldi okkar nái að verða 80 ára. Engin furða þó frumkvöðlar að sjálfstæði okkar væru von- sviknir yfir kæruleysi og vilja- leysi afkomenda sinna, núver- andi íbúa landsins. Hverju mundi ég breyta? KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið 45 mínútur 2x í viku Þjálfun á hlaupabrettum og lyftingar með lóðum. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. Æfingar og hörku keyrsla undir handleiðslu þjálfara sem leiðbeinir og hvetur áfram. Þrumu stemning! Hámarks fitubrennsla, aukin grunnbrennsla og betra þol. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is NÝTT - CLUB FIT 50+ fyrir konur og karla 50 ára og eldri Innifalið: • Þjálfun 2x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Hvatningarpóstur 1 x í viku frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum Stjórnmál Guðbjörn Jónsson fyrrverandi ráðgjafi GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.