Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 10
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR10
FRÉTTASKÝRING: Sænska réttarkerfið og Julian Assange
Vantrú Julians Assange á
sænsku réttarfari kemur
mörgum undarlega fyrir
sjónir, en á sér engu að
síður aðdraganda og ástæð-
ur. Kristinn Hrafnsson
segir málið aldrei hætta að
koma sér á óvart.
Á Vesturlöndum hefur málstað-
ur Julians Assange almennt notið
velvildar og málsvarar upplýs-
ingafrelsis hafa tekið undir með
honum, bæði um að raunveruleg
hætta sé á því að framselji Bret-
ar hann til Svíþjóðar verði hann
framseldur til Bandaríkjanna og
að konurnar tvær, sem hafa sakað
hann um kynferðisbrot, séu að
ganga erinda Bandaríkjanna.
Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst
og breska dagblaðið The Guardian
birti til dæmis nýverið leiðara þar
sem athyglinni er beint að sænsku
konunum tveimur sem sitja uppi
með að vera grunaðar um óheil-
indi.
Í leiðaranum er Assange sak-
aður um að blanda saman tveimur
óskyldum málum, baráttunni fyrir
málfrelsi annars vegar og ásök-
unum um kynferðisbrot á hendur
honum persónulega hins vegar:
„Að blanda þessu tvennu saman
gagnast engan veginn samtök-
unum sem hann stofnaði og hafa
unnið svo glæsilegt starf,“ segir í
leiðaranum.
Assange hefur hins vegar alltaf
haldið því fram að hættan sé raun-
veruleg og þar með óhjákvæmi-
lega tengd rannsókninni í Sví-
þjóð. Eingöngu þess vegna berjist
hann gegn framsali til Svíþjóðar,
ekki vegna þess að hann vilji ekki
svara spurningum sænska sak-
sóknarans.
Tortryggilegur aðdragandi
Þessi tortryggni gagnvart réttar-
farinu í Svíþjóð kemur hins vegar
mörgum á Vesturlöndum undar-
lega fyrir sjónir, enda Svíþjóð
fullgilt lýðræðis- og réttarríki,
ekki síður en Bretland, sem Ass-
ange virðist þó treysta betur til að
standa vörð um rétt sinn en Sví-
þjóð.
Kristinn Hrafnsson, talsmað-
ur Wikileaks, segir nokkur atriði
valda því að Assange sé á varð-
bergi gagnvart Svíþjóð. Eitt sé
allur aðdragandi málsins og and-
rúmsloftið frá upphafi.
„Það er rokið til og gefin út
ákæra og handtökuskipun. Þessu
er strax lekið út til fjölmiðla án
þess að dagspartur sé liðinn, og
síðan er Julian smurður yfir for-
síður götupressunnar í Svíþjóð án
þess að hann hafi einu sinni fengið
símtal frá lögreglunni um að hann
sé eftirlýstur raðnauðgari,“ segir
Kristinn. „Þetta gerðist fyrir slétt-
um tveimur árum síðan á laugar-
dagsmorgni. Klukkan fjögur sama
dag hafði þessi gagnapakki verið
færður í hendur á æðra settum
innan saksóknaraembættisins,
sem höfðu yfirfarið gögnin og
drógu strax handtökuskipunina
til baka og ákærurnar í leiðinni.“
Wikileaks er á þessum tíma
að undirbúa birtingu leyniskjala
Bandaríkjahers frá Írak, en á
meðan bíður Assange í Svíþjóð og
fer ítrekað fram á að hann verði
yfirheyrður.
„Því er aldrei sinnt og svo fimm
vikum síðar, þegar álagið er orðið
þannig að hann verður að kom-
ast til starfa, þá leitar lögmaður
hans álits hjá saksóknaraembætt-
inu sem segist ekkert hafa á móti
því að hann fari úr landi. Síðan fer
þessi leki í loftið hjá okkur með
gríðarlegum og harkalegum við-
brögðum frá bandarískum yfir-
völdum og digurbarkalegum yfir-
lýsingum frá stjórnmálamönnum
um að það eigi að afgreiða hann
eins og hryðjuverkamann, helst
eins og Osama bin Laden.“
Einmitt þá kemur fram krafa
um að Assange snúi aftur til Sví-
þjóðar. Gefin er út handtökuskipun
og hún send áfram til Interpol sem
gefur út handtökuskipun á hæsta
stigi.
„Það eru yfirleitt bara stór-
glæpamenn sem fá slíkar tilkynn-
ingar, grunaðir um skipulagða
glæpastarfsemi eða stríðsglæpi
eða eitthvað í þeim dúr,“ segir
Kristinn. „Í ljósi alls þessa skap-
ast tortryggni sem síðan eykst stig
af stigi.“
Tortryggni sem jókst stig af stigi
ASSANGE Á SVÖLUNUM Rúmlega tveir mánuðir er nú liðnir síðan Julian Assange leitaði hælis í sendiráði Ekvadors í London.
Hann flutti ávarp á svölum sendiráðsins um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/AFP
Landsbankinn er öflugur
samstarfsaðili fyrirtækja
Landsbankinn ármagnar vöxt og uppbyggingu
hjá Promens á Dalvík. Það er stefna bankans að vera
hreyfiafl í samfélaginu, styðja við árfestingar og vera
öflugur samstarfsaðili íslenskra fyrirtækja.