Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3TÍSKA
DANSKAR LÍNUR
TÍSKUVIKAN Í KAUPMANNAHÖFN Margt gladdi augað á tískuvikunni í
Kaupmannahöfn sem lauk nýlega. Fólk tók saman örfá sýnishorn.
Stina Goya er gjarnan nefnd drottning danska tísku-bransans. Hún brást ekki
aðdáendum sínum með vorlín-
unni 2013 en henni tekst að búa
til klæðilegar og þægilegar flíkur
sem þó skera sig úr hvunndegin-
um hvað varðar mynstur og liti.
Hönnun danska merkisins
Ganni fékk Silfurþráðinn í ár,
verðlaun sem veitt eru nýliðum
á tískuvikunni. Fötin frá Ganni
þykja lífleg og klæðileg. Þá fékk
hönnun Baum und Pferdgarten
Gullhnappinn í ár en tímaritið
Alt for damerne hefur veitt
þessi verðlaun allt frá árinu
1984 til fatahönnuða sem þykja
skara fram úr. Malene Birger
sýndi síðan fáguð snið að vanda
en sumarlínuna einkenndu
bjartir og sterkir litir svo sem
bleikt og fjólublátt í bland við
svart og hvítt.
Nýjasta Barbie-dúkkan kom á markað
fyrr í þessum mánuði. Hún hefur verið
kölluð Barbie-draggdrottning þar sem
hún minnir mjög á hönnuð sinn, Phil-
lipe Blond, sem er samkynhneigður
og gengur ávallt í kvenfötum. Phillipe
Blond er helmingur The Blonds en
maður hans, David Blond, starfar með
honum. Mattel, sem framleiðir Barbie,
hefur hins vegar kallað nýjustu dúkk-
una demants-Barbie og vissulega er
hún glamúrrík, rétt eins og öll hönnun
The Blonds. Mattel hefur ekki kynnt
dúkkuna sem draggdrottningu. The
Blonds eru verðlaunahönnuðir, starf-
andi í New York og hanna fyrir allar
helstu stórstjörnur heims. Má þar
nefna Lady Gaga, Rihönna, Söruh Jes-
sicu Parker, Jennifer Lopez, Fergie,
Christinu Aguilera, Selenu Gomez and
Beyonce Knowles. Öll helstu tísku-
blöð heims hafa fjallað ítarlega um
The Blonds. Dragg-Barbie er alls ekki
ólík hinni venjulegu Barbie-dúkku
þótt hún sé heldur meira förðuð og
í yfirdrifnum glamúrfatnaði. Bar-
bie hefur oft vakið upp spurningar
varðandi kvenleika og fegurð. Kannski
Barbie-draggdrottningin sé svar
markaðarins við vinsældum dragg-
keppna um allan heim. Sumum finnst
þó að réttnefnið hefði verið dragg-
drottningin Ken.
BARBIE-DRAGGDROTTNING
DRAGGDROTTNING Mattel kallar hana
demantsdúkkuna en úti í samfé-
laginu er talað um hana
sem draggdrottningu.
GANNI fékk
Silfurþráðinn,
verðlaun sem
veitt eru ný-
liðum.
STINE GOYA
BAUM UND PFERDGAR-
TEN Merkið hlaut verð-
launin Gullhnappinn sem
tímaritið Alt for damerne
hefur veitt frá árinu 1984.
www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141
Vorum að opna með fulla
verslun af glæsilegri haustvöru!
NÝ SENDING AF
VETRARFATNAÐI!
DRAGTIR, KJÓLAR, ALLT
FYRIR ODDFELLOW.
Skipholti 29b • S. 551 0770
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
20% afsláttur
St. 38-48
Haustvörurnar komnar
áður 14.990,-
nú 11.990,-
áður 16.990,-
nú 13.590,-
Við erum á Facebook