Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 6
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR6 SVEITARSTJÓRNIR „Það þarf að skýra hvernig framsóknarmenn hafa hugsað sér að axla pólitíska ábyrgð á þessum gjörningi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks á Höfn í Hornafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fór kostnaður sveitarfélags- ins Hornafjarðar algerlega úr bönd- um í aðdraganda þess að RÚV gerði sjónvarpsþætti um framkvæmdir á Höfn um miðjan júní. Í stað þess að vera þrjár milljónir króna, eins og samþykkt var, er kostnaðurinn nú talinn 13,8 milljónir. Í Fréttablaðinu í gær útskýrði Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að kostnaðurinn hafi meðal annars farið úr böndum vegna hraðans í málinu. Fram kom í svörum við fyrirspurn Björns Inga í bæjarráði að ákvarðanir hafi ekki allar verið teknar á lögformlegan hátt. Eftir að svörin voru lögð fram vildi Björn Ingi að því yrði svarað hver bæri ábyrgð á umframeyðsl- unni. Kvað hann svörin gefa til kynna að áminna ætti þann starfs- mann bæjarins sem ábyrgur væri fyrir verkinu. Einn starfsmaður bæjarins hefur einmitt verið send- ur í leyfi vegna málsins. Í yfirlýsingu sem Hjalti bæjar- stjóri sendi í gær undirstrikar hann að RÚV beri enga ábyrgð á fram- kvæmdum bæjarins vegna þátta- gerðarinnar. „Framkvæmdir sem ráðist var í í tengslum við upptöku á sjónvarpsþætti RÚV eru á ábyrgð starfsmanna sveitarfélagsins en ekki á ábyrgð RÚV eða annarra,“ segir Hjalti. Sem fyrr segir telur Björn Ingi enn standa upp á fulltrúa Fram- sóknarflokksins, sem eru í hreinum BRUNI Slökkvilið var kallað að Bryndísarsjoppu við Hringbraut 16 í Hafnarfirði í gærmorgun en þar logaði eldur. Í húsinu, sem stóð autt, var starfrækt sjoppa til ársins 2008. Slökkvilið var tvær klukku- stundir að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði manns í gær sem sást hlaupa frá Bryndísarsjoppu í gær- morgun. Talið er að sá hafi borið eld að húsinu. Mað- urinn er meðalmaður á hæð, alskeggjaður, sköllóttur og þybbinn. Hann hafði ekki fundist þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Húsið er ekki ónýtt þótt töluverðar skemmdir hafi orðið af völdum elds, reyks og vatns. Til stendur að flytja húsið af horni Hringbrautar og Selvogsgötu. Það hefur raunar staðið til í allt sumar. „Það var kveðið á um að húsið skyldi farið 25. júní en það er verið að bíða eftir þinglýsingu afsals,“ sagði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, við Fréttablaðið þann 5. júlí. Þá var aðeins dagasp- ursmál hvenær afsali yrði þinglýst og ekkert því til fyrirstöðu að húsið færi. „Afsalinu var þinglýst í júlí,“ sagði Guðrún Ágústa í gær. „Síðan óskaði eigandinn eftir fresti því það var ekkert tilbúið á nýjum stað hússins.“ Nú er ráð- gert að húsið fari fyrr en síðar. Búið er að steypa grunn á nýjum stað og beðið eftir tilskildum leyfum fyrir flutningnum. „Ég heyrði síðast af húsinu í fyrradag og þá átti húsið að vera farið fyrir vikulok- in,“ sagði Guðrún Ágústa enn fremur í gær. - bþh Talið er að kveikt hafi verið í Bryndísarsjoppu en húsið átti að vera löngu farið: Þybbinn karl sást hlaupa í burt SJOPPULEGT Eldur var borinn að húsinu innan frá. Slökkvistarf gekk vel. Húsið er því heilt þótt töluverðs viðhalds sé þörf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Axli pólitíska ábyrgð á sjónvarpsgjörningi Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir framsóknarmenn, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar, þurfa að skýra hvernig þeir ætli að axla pólitíska ábyrgð á því að útgjöld sveitarfélagsins í tilefni sjónvarpsþátta margfölduðust. Kostnaðurinn fór úr böndunum Reyklaus og frjáls Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka. Námskeið til hjálpar þeim sem vilja losna við nikótínfíkn. Valgeir Skagfjörð heldur námskeið í Gerðubergi miðvikudaginn 5. september n.k. kl. 18.00. Skráning í síma 6612547 eða valska@simnet.is Frá aðeins kr. 99.900 í 14 nætur Stökktu til Costa del Sol 28. ágúst 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 28. ágúst í 14 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 99.900 - 14 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 28. ágúst. Roc Flamingo eða Griego Mar Frá kr. 119.900 í 14 nætur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 154.900 á mann. Sértilboð 28. ágúst í 14 nætur. meirihluta í bæjarstjórn, að skýra málið til hlítar. „Bæjarstjórnin ákvað að setja í þetta þrjár milljónir. Eftir það vissi enginn eitt eða neitt hvað var í gangi,“ segir Björn Ingi sem ítrek- ar þó að framkvæmdirnar hafi alls ekki verið unnar fyrir gýg. „Það má ekki gleyma því að auðvitað er margt af þessu sem var gert til bóta – þannig að þetta eru ekki allt saman peningar út um gluggann. Aðalatriði er að það voru engar heimildir fyrir þessu.“ Hjalti svarar því til að bæjar- ráðið hafi verið sammála um að taka þátt í verkefninu og lagt því til skýran ramma. „Til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig mun bæjarstjórn Hornafjarðar, á fundi sínum á morgun [í dag], taka til umræðu verklýsingu um hönn- un og undirbúning að uppbyggingu opinna svæða í sveitarfélaginu þannig að mál verði í góðum far- vegi hér eftir og verkferlar skýr- ir,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Tveir sjónvarps- þættir um framkvæmdir á Höfn voru teknir upp í sumar og sýndir á RÚV. Bæjarstjórinn segir mikið efni ósýnt og það geti bærinn nýtt til kynningar. a e a b G ki u og ur- gin ra st a gar ngu: st SAMGÖ umfer sumar umfer um Kja Vega Sa há gt. KJALV um K um a a SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri í Horna-firði, um það að útgjöld bæjarins í tilefni þáttagerðar Ríkissjón-varpsins í sumar urðu meira en fjórfalt hærri en áætlað var. Bæjarfulltrú-ar Sjálfstæðis-flokks óskuðu skýringa á mál-inu. Í svörum sem lögð voru fyrir bæjar-r á ð k e m u r fram að kostn-aður bæjarins, með beinum útgjöldum og vinnuframlagi, nemi 13,8 millj-ónum króna. Kostnaðaráætlun sem bæjaráð samþykkti var um þrjár milljónir. Munurinn er 360 prósent. „Þetta gerist með miklum hraða í aðdraganda þessara þátta. Bæjarráðinu var stillt upp með vonda valkosti skömmu fyrir töku þáttanna um hvort þeir eigi að fara fram eða hvort menn ættu hreinlega að sleppa þessu,“ segir Hjalti bæjarstjóri. Með þátttöku í verkefninu sáu menn tækifæri til kynningar á sveitarfélaginu, meðal annars á Norðurlöndunum.Ráðist var í alls kyns fk settir í vonda stöðu nokkrum dögum fyrir töku sjónvarps-þáttanna. Þá voru hugmyndir um söluhjallana fyrst kynntar og ljóst að valið stæði þá á milli þess að láta hugmyndina verða að veruleika eða taka fyrir verk-efnið og beina tökuliði RÚ fram hjá ákvörðun bæjarráðs í framkvæmdinni en við höfum breytt til í stjórnsýslunni og erum enn þá að endurskipuleggja okkur. Það mun klárast í haust,“ segir Hjalti sem kveður flestar ef ekki allar framk Bæjarstjóri afsakar óreiðu við RÚV-þáttGríðarleg óreiða var í stjórnsýslu Hornafjarðar í aðdraganda þáttagerðar RÚV á Höfn í júní. Kostnaður fór margfalt fram úr áætlun. Skipulagstjórinn íhugaði að fá lögbann á söluhjalla sem reistir voru. Skiptar skoðanir eru um þættina. Á HORNAFIRÐI Í SUMAR Kátt var á hjalla á Hornafirði dagana 15. til 18. júní í sumar þegar þáttagerðarmenn Ríkisútvarpsins mynduðu framkvæmdagleði bæjarbúa. Á bæjarskrifstofunum voru menn í áfalli. MYND/SIGURÐUR MAR HALLDÓRSSON HJALTI ÞÓR VIGNISSON g yrir þurrkum. ér skýra stefnu varðandi þurrka, en jafnvel áströlsk stjórn- segja að sú stefna dugi ekki lengur til að takast á við loftslags-breytingar. - gb LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir margdæmdum 36 ára göml- um síbrotamanni sem grunaður er um fjölda afbrota undanfarna mánuði, meðal annars árásir á lögreglu og gróft ofbeldi gegn unnustu sinni. Alvarlegustu brotin er hann grunaður um að hafa framið gegn unnustunni. Annars vegar hafi hann slegið hana og síðan barið höfði hennar ítrekað utan í vegg þar til hún missti meðvit- und. Í hitt skiptið hafi hann rifið gat á buxur hennar, sett fingur sína upp í leggöng hennar, kallað hana hóru og hlegið og skömmu síðar hrint henni í gólfið, spark- að ítrekað í hana, tekið hana háls- taki og slegið í framan. Unnustan kærði árásina og sagði manninn ítrekað hafa beitt sig ofbeldi og meðal annars ökkla-, putta-, nef- og kinnbeins- brotið hana og skorið hana með hníf. Þá hafi hann bannað henni að eiga vini og farsíma og ekki leyft henni að eiga samskipti við fólk nema hann væri viðstaddur. Hún hefði reynt að fara frá honum en hann þá áreitt fjöl- skyldu hennar linnulaust uns hann hafi fundið hana og neytt síðan með valdi til að koma aftur heim með sér. Konan dró kæruna til baka símleiðis tveimur dögum síðar og segir í greinargerð lögreglu að líklega hafi maðurinn átt þar hlut að máli. Maðurinn var gripinn við að brjótast inn í hús í síðustu viku, sýndi mikinn mótþróa við hand- töku, réðst á lögreglumenn og hrækti á þá blóði. Hann er grun- aður um að hafa í fjölda ann- arra skipta veist að lögreglu- mönnum við skyldustörf. Þá er hann grunaður um líkamsárásir, meðal annars gegn starfsstúlku á myndbandaleigu og öryggisverði í verslun, fíkniefnabrot, þjófnaði og fleira. - sh Síbrotamaður talinn hafa neytt unnustu sína til að draga til baka kæru á hendur honum fyrir misþyrmingar: Grunaður um hrottalegt heimilisofbeldi Save the Children á Íslandi Maðurinn á að baki töluverðan sakaferil og hlaut sinn fyrsta dóm árið 1994. Síðan hefur hann verið dæmdur fyrir ýmis auðgunarbrot, fíkniefnasölu, brot gegn valdstjórn- inni og umferðarlagabrot. Margdæmdur ÁTVR neitar að upplýsa um sölu á áfengi á kostnaðarverði til ríkisstofnana. Er það ásættanlegt? JÁ 9% NEI 91% SPURNING DAGSINS Í DAG: Væri hernaðaríhlutun í Sýr- landi réttlætanleg? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.