Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 44
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR32 Um þrjú hundruð tíundu bekkingar hafa verið bókað- ir á Ljósmynda- og fræðslu- sýningu um kjarnorku- árásirnar á Hírósíma og Nagasaki sem stendur yfir í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu til 13. septem- ber. Nýr námsvefur er til í tengslum við hana. „Þegar við vorum að undirbúa sýn- inguna um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki og afleiðing- ar þeirra kom upp sú hugmynd að fá grunnskólakennara til að útbúa gott námsefni fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla í tengslum við sýninguna. Það þótti ekki ráðlegt að fara neðar í aldri, það eru svo alvarleg atriði sem þar koma fram,“ segir Margrét Sigrún Björnsdóttir, umsjónarmaður sýningarinnar í Borgarbókasafninu við Tryggva- götu. Hún kveðst hafa frétt af flinkum kennara í námsefnisgerð. Sá heiti Halldór Björgvin Ívarsson og hafi kennt við Vörðuskóla í Mos- fellsbæ. „Ég hélt að hann mundi koma með fjögur eða fimm A4-blöð, nei, nei, þá bara bjó hann til heil- an kennsluvef í sumar, á milli þess sem hann reri á sjó frá Djúpavogi. Vefurinn er mjög notendavænn og tengist vel námsmarkmiðum aðalnámsskrár í samfélagsfræði, þjóðfélagsfræði, náttúrufræði og umhverfismennt. Markmið kennsluefnisins er að það nýtist til að undirbúa nemendur fyrir sýn- inguna og að gefa þeim tækifæri til að vinna áfram með efnið þegar komið er í kennslustofuna. Við byrjuðum að kynna skól- um þessa nýjung í síðustu viku og höfum fengið mjög góðar undirtekt- ir, nú þegar hafa hátt í þrjú hundr- uð grunnskólanemendur verið bók- aðir.“ Sýningin í Borgarbókasafn- inu við Tryggvagötu kom hingað á vegum The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Ato- mic Bomb. Hún samanstendur af fimmtíu veggspjöldum með ljós- myndum og upplýsandi texta um það sem gerðist í Hírósíma og Nagasaki 1945, um sprengjurn- ar og um áhrifin á fólk og mann- virki. Einnig um friðarviðleitni og takmörkun á útbreiðslu kjarnorku- vopna. „Aðaláherslan er á kjarn- orkuvopnin og hversu skelfileg þau geta verið. Í því felst sú hvatning til þjóða heims að eyða þessum vopn- um. Það er tilgangurinn,“ lýsir Mar- grét. „Ég reyndi að gera efnið áhuga- vert,“ segir Halldór, höfundur námsefnisins sem er á sjó með föður sínum utan við Djúpavog þegar í hann næst. Hann færir sig út að borðstokknum til að ná betra sambandi. Þegar honum er hrósað fyrir vefinn segir hann: „Ef ég tek eitthvað að mér þá vil ég gera það almennilega, það er miklu skemmti- legra þannig. Þetta er efni sem ég þekki og hef kennt í unglingadeild og er mest samfélagsmiðað. Það er mikið unnið ef nemendur fá áhuga á því sem þeir eru að fást við. Ég man það frá því ég var í skóla að ég var mun viljugri til námsins ef ég hafði gaman af viðfangsefnunum. Það hefur ekkert breyst. Líka reyndi ég að hafa verkefnin fjölbreytt þannig að hver og einn gæti fundið þar eitt- hvað við sitt hæfi og að kennararnir hefðu einhverju úr að velja. Ég held þetta sé aðgengilegt og skýri sig að miklu leyti sjálft.“ Sýningin verður í Háskóla Íslands frá 14. september til 9. október og á Akureyri frá 13. til 29. október. Slóðin á vef hennar er www.hirosimanagasaki.is og þar er flipi sem nefnist Fræðsla fyrir skóla. Nauðsynlegt er að bóka tíma ef um bekkjarheimsókn er að ræða. gun@frettabladid.is menntun@frettabladid.is Ég hélt að hann mundi koma með fjögur eða fimm A4-blöð, nei, nei, þá bara bjó hann til heilan kennsluvef … GRUNNSKÓLANEMAR HÖFÐU ERLENT MÓÐURMÁL Á SÍÐASTA SKÓLAÁRI. Alls voru 42.365 nemendur í grunnskólum landsins síðasta vetur og hlutfall þeirra sem áttu sér annað mál en íslensku að móðurmáli því tæp 6%. Heimild: Hagstofa Íslands 2.417 Námsefni tengt kjarnorkuárásum VIÐ OPNUN Masanobu Chita, forstjóri Nagasaki minningarsafnins sem sýningin kemur frá, Erla Kristín Jónasdóttir, staðgengill borgarbókavarðar, og Margrét S. Björnsdóttir, umsjónarmaður sýningarinnar. HLIÐARVERKEFNI Sem dæmi um verkefni sem Halldór B. Ívarsson stingur upp á að 10. bekk- ingar spreyti sig á út frá sýningunni, hvort sem er í skólastofunni eða sem heimavinna eru: ■ Heimsstyrjöldin síðari ■ Kalda stríðið ■ Samtök og stofnanir sem berjast fyrir friði í heiminum. Hægt er að fara í kennslubækur, bækur á skólabókasafninu eða nota veraldar- vefinn. UMSJÓNARMAÐUR SÝNINGARINNAR „Mark- mið kennsluefnisins er að það nýtist til að undirbúa nemendur fyrir sýninguna,“ segir Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verzlunarskóli Íslands skaraði fram úr í heilsueflingu á síðasta skólaári að mati Embættis land- læknis. Dómnefnd komst nýverið að þessari niðurstöðu og verður skólanum afhentur verðlauna- gripur og peningaverðlaun í dag af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Að því er fram kemur á vef landlæknis tóku 31 framhalds- skóli þátt í verkefninu Heilsu- eflandi framhaldsskóli á síðasta skólaári. Verkefnið „byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjón- arhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks,“ eins og segir á vef embættisins. Höfuð- áhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. - sbt Heilsuefling verðlaunuð SKARAR FRAM ÚR Verzlunarskóli Íslands fær gullepli fyrir heilsueflingu. „Það er mikil breyting að byrja í menntaskóla en ég fer samt með flestum vinum mínum,“ segir Halldóra Íris Magnúsdóttir. Hún byrjar í Fjölbrautaskóla Suður- lands í dag en Selfoss er heima- bær hennar. Hún segist hafa ákveðið skóla meðal annars vegna nálægðar við heimili sitt. „Þetta er hverfisskól- inn minn og ég er tvær mínútur að labba þangað,“ segir hún og bætir við að FSU sé góður skóli. Hún æfir knattspyrnu af kappi með Ungmennafélaginu Selfossi og stefnir á þátttöku í fótboltaaka- demíu FSU. Hún sparkar ekki dag- langt í bolta heldur er hún einnig dugleg við námið og dúxaði við útskrift úr grunnskólanum sínum, Vallaskóla. Hún segir nokkurn mun vera á námi grunnskóla og menntaskóla. „Ég þarf að hugsa meira sjálf um námið núna.“ Hún talar af reynslu en hún hefur þegar lokið önn í framhaldsskóla í fjarnámi. „Já, ég er búin með 103 í stærðfræði, ensku og íslensku og tíu einingar í vali.“ Halldóra er ávallt með marga bolta á lofti en hún var formað- ur nemendafélagsins í Vallaskóla og liggur því beint við að spyrja hvort hún stefni á mikla þátttöku í félagslífinu? „Já. Það er ein- mitt það sem maður er spenntur fyrir,“ segir hún og játar að böllin séu spennandi og einnig mögulegt skiptinám. - hþt Hugsar meira sjálf um námið NÝNEMI Halldóra segir það mikla breyt- ingu að byrja nám í menntaskóla en nú þegar hefur hún lokið önn í fjarnámi. MYND/STÚDÍÓ STUND Nýnemar í framhaldsskólum Framhaldsskólar landsins voru settir í vikunni og hóf fjöldi nýnema menntaskólagöngu sína. 4.273 tíundu bekkingar sóttu um framhalds- skóla fyrir haustið eða 96,7% af nemum í tíunda bekk sem eru samtals 4.421 samkvæmt Hag- stofu Íslands. Við bjóðum 20% af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga. Sjáðu nánari upplýsingar um námsvild á islandsbanki.is *Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum. Við bjóðum góða þjónustu www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn Menning og skipulag háskóla frá kynjasjónarmiði er heiti fyrir- lesturs sem Pat O’Connor, pró- fessor í félagsfræði við Limerick háskóla á Írlandi, heldur á morg- un í Háskóla Íslands. „Háskólar líta á sig sem kyn- hlutlausar stofnanir þar sem aðeins verðleikar ráða frama og velgengni. Pat O‘Connor kynnir rannsóknir sínar sem sýna að skipulag og menning háskóla endurspegla kynja-, kynþátta- og stéttamisrétti. Hún sýnir hvernig forsendur, viðmið og gildi ýta undir karlmiðlæga stofnana- menningu. Hún fjallar jafnframt um valkosti og leiðir til úrbóta,“ segir á heimasíðu háskólans. Fyrirlesturinn, sem er hald- inn á vegum MARK, Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarann- sókna, hefst klukkan 12 í stofu 202 í Odda. Hann er á ensku. - sbt Ræðir um misrétti í háskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.