Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 48
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR36 Verðmæti kaupaukans 9.500 krónur E A U OCÉANE Andaðu. Skynjaðu. Upplifðu. Ferskan sjávarandvara á húð þinni. Eau upplyftandi og rakagefandi líkamsúði með ferskum sjávartónum og blómailmi. Húðin verður endurnærð. Eau Océane, dekur fyrir líkama og sál. Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biothem vörur fyrir 7.500 krónur eða meira: ~ Skin Ergetic dagkrem 15 ml ~ Skin Ergetic næturkrem 15 ml ~ Skin Ergetic dropar 5 ml ~ Skin Vivo augnkrem 2 ml ~ Biosource eau micellaire hreinsivatn 30 ml ~ Lait Corporel húðmjólk 100 ml. *Gildir á kynningunni meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin. BIOTHERM BOMBA Í DEBENHAMS 23. – 29. ÁGÚST HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 23. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 16.30 Horse Orchestra leikur fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. ➜ Leiklist 21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu 37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights. Þjóðsögur og margvíslegt íslenskt efni er á dagskránni sem er flutt á ensku. Aðgangseyrir er kr. 2.500 en kr. 2.000 fyrir nema og 1.500 fyrir börn 6 til 16 ára. ➜ Tónlist 18.00 Hljómsveitin Grísalappalísa heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. 20.00 Austurrísk-íslenska tríóið Ensemble úngút heldur tónleika í Fríkirkjunni. 21.00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kára- son kemur fram í Kaldalónssal Hörpu ásamt jazzhljómsveit sinni frá New York, Melismetiq. 21.00 Stelpur Rokka! halda tónleika á Faktorý til styrktar rokksumarbúðum árið 2013. Fram koma Oléna, Upside Drown (CA) og Boogie Trouble. Aðgangseyrir er kr. 1.000 sem renna óskertar til verkefnisins, auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum til þess. 21.00 Kvatrett Andrésar Þórs kemur fram á Heitum fimmtudegi á Græna Hattinum, Akureyri. Auk Andrésar skipa kvartettinn þeir Agnar Már Magnússon píanóleikari, Scott McLemore trommu- leikari og Þorgrímur Jónsson kontra- bassaleikari. 21.00 Hljómsveitin Melchior heldur tónleika á Café Rosenberg þar sem ný plata þeirra, Matur fyrir tvo, verður tekin fyrir í bland við eldra efni. Aðgangseyrir er kr. 1.900. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Endemis vitleysa er yfirskrift hádegiserindis í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Skipuleggjandur Endemis, tímarits um samtímalist íslenskra kvenna, flytja fyrirlesturinn í tengslum við sýninguna Sjálfstætt fólk sem fer þar fram um þessar mundir. 20.00 Smári McCarthy heldur fyrir- lestur undir yfirskriftinni Miðstýring vs. dreifistýring: Tveggja alda þróun valds í hönnun. Fyrirlesturinn er haldinn í Hönnunarmiðstöð Íslands, fer fram á ensku og er ókeypis öllum. ➜ Sýningar 17.00 Sýningin Lesandi opnar í Safn- arahorni Gerðubergs. Þar gefur að líta hluta af minjagripasafni Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, bókaunnanda og fyrr- verandi landsbókavarðar. 17.00 Bandaríska listakonan Rebecca Goodale opnar sýninguna Rökkurljóð og sögur í Gerðubergi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis – Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags og tekur hann við af Halldóri Guð- mundssyni sem tekinn er við starfi framkvæmda- stjóra tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu. Páll er fæddur árið 1960 og hefur starfað sem ritstjóri og útgef- andi um áratugaskeið, auk þess sem kennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Páll var um árabil útgáfu- stjóri Máls og menningar og síðar Eddu útgáfu. Páll starfar líka sem rithöfundur og þýðandi, síðast sendi hann frá sér bókina Vigdís – kona verður forseti (2009) um ævi Vigdís- ar Finnbogadóttur. Á síðasta ári þýddi hann svo bókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, sem naut mikilla vinsælda. Skírnir hóf göngu sína árið 1827 og er elst tíma- rita á Norðurlöndum sem enn kemur út. Páll er 48. ritstjóri ritsins sem gefið er út af Hinu íslenska bókmennta- félagi. Páll ritstjóri Skírnis PÁLL VALSSON Sagan af klaustrinu á Skriðu er heiti nýútkominnar bókar eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur forn- leifafræðing. Steinunn stýrði upp- grefti á Skriðu, einni viðamestu fornleifa- rannsókn sem ráðist hefur verið í um ára- bil á Íslandi. Á daginn kom að Skriða var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heit- um bænum, heldur einn- ig skjól hinna sjúku og dauðvona. Í bókinni er saga stað- arins rakin, sagt frá leit- inni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum uppgraftr- arins sem er nýlokið og eru í verk- inu yfir 150 ljósmyndir, kort og teikningar. Steinunn Kristjánsdóttir fædd- ist í Barðastrandar- sýslu árið 1965. Hún nam fornleifafræði við Gautaborgarháskóla, lauk þaðan doktors- prófi árið 2004 og hefur fengist við rann- sóknir á Austurlandi um árabil. Steinunn er dósent í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands og Þjóðminja- safn Íslands. Skriðu gerð skil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.