Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 17

Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 17
FIMMTUDAGUR 23. ágúst 2012 17 NEYTENDUR Tilkoma verslunar Bauhaus á íslenskan byggingar- vörumarkað hefur hingað til ekki haft teljandi áhrif á verð á byggingarvörum. Þetta segir í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka frá því á þriðjudag, þar sem vitnað er í mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu bygg- ingarverðs. Bauhaus hóf rekstur í maí en er ekki inni í verðkönnuninni. Inn- lent efni hjá þeim sem fyrir eru hefur hins vegar hækkað í verði um 0,3 prósent síðan um miðjan maí. Á meðan hefur innflutt efni lækkað um 0,9 prósent, en sú verðlækkun er, að sögn greining- ardeildarinnar, að öllum líkind- um öll tilkomin vegna styrkingar krónunnar á sama tímabili. - þj Byggingarvörumarkaðurinn: Verð hafa ekki lækkað með til- komu Bauhaus BYGGINGARVINNA Flest bendir til þess að verð á byggingavörumarkaði hafi ekki lækkað eftir að Bauhaus kom inn á innlendan markað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar hafði um miðjan ágúst lækkað um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Vísital- an stóð í 114,8 stigum um miðj- an mánuðinn. „Verð á innfluttu efni lækkaði um eitt prósent, sem skýrir lækkun vísitölunnar,“ segir á vef Hagstofunnar. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka á þriðjudag er bent á að umtalsvert hafi hægt á hækk- unartakti byggingarkostnaðar undanfarna mánuði. Árshækkun vísitölunnar nemi nú 3,9 prósent- um. „Undanfarið ár hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 7,3 prósent, og er fasteignaverð því að hækka mun hraðar en byggingarkostnaður um þessar mundir.“ - óká Byggingarkostnaður minnkar: Fasteignaverð hækkar meira en vísitalan EFNAHAGSMÁL Innlán íslenskra heimila hafa dregist saman um 7% á síðastliðnu ári, að því er fram kemur í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans. Innlán fyrirtækja, annarra en eignarhaldsfélaga, hafa hins vegar aukist um 7,4%. Í Peningamálum kemur fram að samdráttur innlána heimila endur- spegli að hluta að raunávöxtun inn- lána er neikvæð sem hefur hvatt heimili til að auka við neyslu á var- anlegum neysluvarningi. Þá hefur sparnaður sömuleiðis verið nýttur til fjárfestinga í húsnæði auk þess sem innstæður hafa verið fluttar í sjóði sem gefa betri ávöxtun. - mþl Peningamál Seðlabankans: Minni sparn- aður heimila FASTEIGNIR Neikvæð raunávöxtun inn- lána er talin hafa ýtt undir fjárfestingu í húsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Ísmagn við norðurheim- skautið mun ná sögulegu lágmarki í lok mánaðarins samkvæmt mæl- ingum Cryosat-gervihnattar ESA, evrópsku geimferðastofnunarinn- ar. Bandarískir vísindamenn sem skoðað hafa gögnin frá Cryosat segja að ísmagnið nú sé talsvert minna en á sama tíma árið 2007 þegar fyrra metið var sett. Ís við norðurheimskautið bráðnar iðu- lega nokkuð yfir sumarið og nær ísmagnið jafnan lágmarki í seinni hluta september. Miðað við stöð- una nú telja vísindamennirnir þó líklegt að gamla metið yfir lítið ísmagn falli strax fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt nýjustu mælingum Cryosat var ísmagnið þann 13. ágúst síðastliðinn 483.000 fer- kílómetrum minna en á sama tíma árið 2007. Jafngildir það ríflega fjóru og hálfu Íslandi. Ísmagn við norðurheimskaut- ið er mælt þannig að þau svæði Norður-Íshafsins þar sem ís þekur meira en 15% svæðisins eru reikn- uð með en önnur svæði ekki. Cryosat-gervihnettinum var skotið á loft árið 2010 en hann hefur það hlutverk að fylgjast með ísmagni við heimskautin. - mþl Ísmagn við norðurheimskautið mun brátt ná sögulegu lágmarki: Ísmagn í Norður-Íshafi aldrei minna NORÐURPÓLLINN Ísmagn við norðurheimskautið nær yfirleitt lágmarki á ári hverju í seinni hluta september. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.