Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 3
Ert þú WOW?
– við leitum að liðsauka
Höfðatún 12 Ísland / Iceland105 Reykjavík +354 590 3000 wowair@wowair.iswww.wowair.is
Endurskoðunarséní
– þarf að hafa unun af bókhaldi
Aðalbókari
Óskum eftir að ráða öflugan bókara
með víðtæka reynslu á sínu sviði. Þarf
að hafa yfirburðaþekkingu á Navision
og frumkvæði í starfi. Starfið felst í
bókhaldi, skýrslugerð, afstemmningum
og fleiri æsispennandi verkefnum.
Viðskiptamenntun af endurskoðunar-
eða fjármálasviði er nauðsyn.
Ferðamálafrömuður
– þarf að vera snöggur að pakka
Verkefnastjóri hjá WOW ferðum
Við leitum að hugmyndaríkum starfs-
krafti í framleiðslu og skipulagningu
pakkaferða. Þarf að hafa reynslu og
þekkingu á pakkaferðum fyrir hópa
og einstaklinga og sölu til erlendra
ferðamanna. Ekki spillir fyrir að hafa
einlægan áhuga á ferðalögum, mikið
keppnisskap og skemmtilega sýn
á lífið og tilveruna.
Tölvunarfagurkeri
– þarf að vera viðmótsþýður
Viðmótsforritari
Viljum ráða forritara til að vinna í hópi
hugbúnaðarsérfræðinga, með áherslu
á viðmótsforritun. Ef þú getur látið IE8
hegða sér skikkanlega og ert flennifær
á CSS og Jquery þá viljum við þig í
hópinn! Háskólagráða í tölvunarfræði
eða haldgóð reynsla í hugbúnaðargerð
er skilyrði, sem og mikil og góð reynsla
af vefforritun. -hönnun og myndvinnslu.
Forritarafóstra
– þarf að kunna að telja
Verkefnastjóri tölvudeildar
Yfirlit með verkefnisstjórnun hóps
forritara. Þarfagreining vegna nýrra
verkefna og mat á umfangi þeirra. Þarf
að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði
eða reynslu af hugbúnaðargerð og
verkefnastjórnun í hugbúnaðargeira.
Þarf að geta forritað í .NET (VB, C#).
Þekking á Umbraco er kostur.
Tungumálatryllir
– þarf að kunna stafrófið
Ritstjóri
VIð viljum ráða ritstjóra yfir erlendu
efni WOW air. Þarf að vera snillingur
og/eða séní í að skrifa ensku og hafa
brennandi áhuga á Íslandi og öllu sem
það hefur upp á að bjóða. Viðkomandi
er ábyrgur fyrir því að efnisþættir á
erlendum vefsvæðum okkar séu WOW.
Tungumálakunnátta er lykilatriði
– því fleiri, því betra.
Hugbúnaðarforkur
– þarf að skilja tölvur
Hugbúnaðarsérfræðingur
Óskum eftir hörkuduglegum starfs-
manni til að vinna í öflugum hópi
sérfræðinga að þróun kerfa WOW air.
Þarf að hafa háskólagráðu í tölvunar-
fræði eða reynslu af hugbúnaðargerð.
Góð kynni af .NET (VB, C#), MS SQL,
HTML, CSS, jQuery er æskileg, sem
og viðamikil þekking á Umbraco.
Erum við að leita að þér?
Ekki hika við að senda umsókn
á starf@wowair.is fyrir 8. sept.