Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 18

Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 18
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR18 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Dines Mikaelsen, ferðamálafrömuður með fl eiru á Grænlandi H lutirnir gerast hratt núna eftir að ég hef kom- ist í samband við fólk á Íslandi,“ segir Dines Mik- aelsen, ferðamálafrömuður, veiði- maður og listamaður frá Græn- landi. Hann leggur meðal annars stund á ferðamálafræði og er staddur hér á landi í verknámi hjá íslenskum ferðaþjónustufyrir- tækjum. Dines er fyrst innfæddi Græn lendingurinn á Austur-Græn- landi sem stofnar eigið ferðaþjón- ustufyrirtæki. Hann býður upp á gistingu og leiðsögn. Meðal annars hefur hann farið þrjár ferðir þvert yfir Grænlandsjökul. „Já, eða tvær og hálfa, því einu sinni fór ég ekki yfir ísinn til baka.“ Dines valdi Ísland til tólf vikna námsdvalar sem er hluti af námi hans. Hann byrjaði dvöl sína hjá Borea Adventures á Ísafirði og var hjá fyrirtækinu í um fjórar vikur í sumar. Núna er hann í miðri við- burðaríkri dvöl hjá Arctic Advent- ures í Reykjavík. Ánægður með Ísland „Í raun er tvöfaldur ávinningur af Íslandsdvölinni fyrir mig. Bæði fæ ég innsýn inn í hvernig gróin ferðaþjónustufyrirtæki starfa og hvernig þau setja upp vel heppn- aðar ferðir og svo kem ég mér líka upp mikilvægum samstarfs- aðilum,“ segir Dines, en þegar eru uppi ráðagerðir um aukið sam- starf hans og Borea á Ísafirði. „Það er líka svo stutt á milli land- anna okkar. Heima á Grænlandi er heldur engin fyrirtæki að finna til samstarfs því þar á ég í harðri samkeppni við dönsk ferðaþjón- ustufyrirtæki og fæ enga aðstoð þar,“ bætir hann við, en segist sjálfur leggja áherslu á að fá sam- landa sína til liðs við sig þar. „Ég er nýbúinn að ráða þrjá vana græn- lenska leiðsögumenn og er svo með tíu sem stýrt geta hundasleðum.“ Með auknu samstarfi við íslensk fyrirtæki segist Dines geta tekist á við dönsku fyrirtækin á jafn- réttisgrundvelli og lítur fram- tíðina björtum augum. Svo mikla áherslu leggur hann á tenginguna við Ísland að hann hóf fyrir um ári að læra íslensku. „Og núna skil ég svona flest sem sagt er í kring um mig. Ég var hins vegar lengi búinn að reyna að komast í tengsl við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, en það var raunar ekki fyrr en í fyrra að það tókst.“ Með mörg járn í eldinum „Svo erum við líka að leggja loka- hönd á nýja vefsíðu fyrir fyrir- tækið mitt, en hún verður á slóðinni dines-tours.com. Vefur- inn ætti að vera tilbúinn eftir tvær vikur eða svo.“ Á nýja vefnum segir Dines að hægt verði að panta ferðir og nálgast upplýsingar um Græn- land, auk þess sem þar verði hægt að kaupa beint margvíslegt hand- verk eftir hann sjálfan sem hingað til hefur verið sent annað í sölu. Þá segist Dines eiga þrjú hús á Grænlandi sem hann nýti undir starfsemi sína.Eitt leigir hann ferðafólki sem kemur til skemmri dvalar og annað segist hann svo leigja stjórninni, en í því húsi er ekki vatnssalerni og hentar það því síður í leigu til ferðamanna. „Þriðja húsið er ég svo að gera upp og stefni á að vera þar með veitingasölu og kaffihús fyrir ferðafólk. Setja til dæmis saman nestispakka sem henta í lengri og skemmri ferðir,“ segir hann. Dines er með mörg járn í eld- inum önnur en ferðaþjónustuna. Veiðimennska er honum í blóð borin, hann sker út listmuni og grímur, málar myndir, safnar orðum sem eru að hverfa úr græn- lenskri tungu og er með í smíðum bók þar sem hann ætlar fyrstur manna að færa á blað þjóðlegan fróðleik Grænlendinga. Þegar hann var strákur kom líka kennari auga á hvað hann var listfengur og endaði það með því að Dines var fenginn til að búa til mynda- bók um lífið á Grænlandi, bara 12 ára gamall. „Þetta hafði heilmikil áhrif. Ágóðann af bókinni gat ég svo notað til að komast seinna í ársdvöl á Nýja-Sjálandi þar sem ég lærði ensku,“ segir hann. Ísbirni er hægt að hræða Þótt Dines vilji koma þjóðlegri þekkingu á bók segir hann Græn- lendinga samt duglega að halda henni við. Til dæmis séu strákar sem vilji leggja stund á náhvala- veiðar dregnir um í kanóum sínum af kraftmiklum mótorbát, til að búa þá undir kraftinn í hvalnum. „Þessar veiðar geta verið hættu- legar.“ Í ferð með Borea til Grænlands í sumar fékk hann líka tækifæri til að sýna hluta þekkingarinn- ar. Í ferðinni kom ísbjörn synd- andi að bátnum sem þau voru á en Dines var á kajak í sjónum. „Og ég heyrði hvernig hann lét smella í tönnunum, en þá veit maður að hann er í árásarham. Þetta kenndi afi minn mér. Hann og pabbi kenndu mér líka hvernig hægt er að fæla frá árásargjarna ísbirni,“ segir hann en úti í sjónum hélt hann fyrir munninn og blés mjög fast frá sér í gegn um nefið svona fimm sinnum. „Svo þarf að rymja hátt eins og ísbjörn, fimm sinnum og slá fast með árunum í sjóinn.“ Eftir að hafa gert þetta um stund lagði björninn á flótta upp á ísinn og fólkið um borð í bátnum fagnaði. ÍSBJÖRNINN VERKAÐUR Dines Mikaelsen er mikill veiðimaður og býr að reynslu sem gengið hefur mann fram af manni. Fjölskylda hans er frá Isortoq-byggðinni á austurströnd Grænlands, en þar segir sagan að finna megi suma færustu veiðimenn heims. MYND/DINES MIKAELSEN Í REYKJAVÍK Dines Mikaelsen, sem einungis er 35 ára gamall, hefur þrisvar farið með ferðamenn á hundasleða yfir Grænlands- jökul. Yngri bróðir hans hefur farið níu sinnum. „Ég er þolinmóðari en hann og fer þess vegna fyrir hann þegar hópar þýskra ferðamanna koma,“ segir Dines glettinn, án þess að skýra það nánar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tekur slaginn eftir dvöl á Íslandi Ekki er átakalaust fyrir Grænlending að hasla sér völl í ferðaþjónustu þar í landi. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Dines Mikaelsen, fyrsta Grænlendinginn á Austur-Grænlandi sem stofnar eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Dines er margreyndur veiði- maður sem umhugað er um grænlenska menningu. Hann skýrir meðal annars frá hvernig hræða megi árásargjarnan ísbjörn. ÚTSKURÐUR Meðal þess sem Dines tekur sér fyrir hendur er að skera út í bein (líkt og hér að ofan) og rekavið. MYND/DINES MIKAELSEN BÓK OG KENNSLUEFNI Dines hjálpaði bróður sínum að læra ensku með því að teikna myndir og rita hjá ensk heiti hlutanna. Undir blöðunum má sjá bók sem kom út eftir hann tólf ára gamlan. Ágóðinn af útgáfunni kostaði árs námsdvöl hans á Nýja-Sjálandi þar sem hann nam ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Eftir eitt til tvö ár stefnir Dines Mikaelsen á að gefa út bók þar sem safnað hefur verið saman margvíslegum grænlenskum fróð- leik. „Mér er annt um menningu þjóðar minnar, en hingað til hefur menningararfurinn bara gengið mann fram af manni í munn- mælum,“ segir Dines um leið og hann dregur upp úr pússi sínu skissubók með fjölda nákvæmra teikninga þar sem rituð hafa verið heiti hluta og lýsing á því hvernig á að nota þá. Til dæmis má sjá hundasleða og ólar, hunda, hnífa og hvað eina annað sem Grænlendingar hafa notað til að draga fram lífið í áranna rás. „Hver hluti ólarinnar á sér nafn,“ segir Dines og bendir á mynd af festingu sem spennt er á sleðahund. Þá má sjá hvernig kanóar eru gerðir og uppbyggðir, því við hvalveiðar á slíku farartæki er afar mikilvægt að þeir renni rétt, og víki á réttan hátt til hliðar þannig að veiðimaður geti beitt skutli sínum. Eins eru upplýsingar um hvernig setja á saman fláningarhníf og um hvernig nýta megi hina ýmsu hluta af þeim dýrum sem veidd eru á Grænlandi. Þannig eru ísbirnir hátíðarmatur sem neytt er á jólum, í stórafmælum og við aðra hátíðlega viðburði. Enginn hluti skepnunnar fer til spillis, meira að segja beinin í framfótum þeirra eru nýtt í nagla í kanóa og sleða. „Ég lærði þessa hluti af afa mínum og föður og eins er það um marga aðra,“ segir hann. Óvíst er hins vegar að þekkingunni verði jafnvel haldið við alls staðar þegar fram líða stundir og því vill hann koma þessum fróðleik á bók. „Þetta kenna Grænlendingar hverjir öðrum, en segja ekki útlenskum fræðimönnum sem komið hafa til Grænlands til að skrifa bækur um grænlenska menningu og fræði.“ Þá safnar Dines líka orðum sem ekki eru lengur notuð í grænlensku. „Ég er búinn að heimsækja um það bil hundrað gamalmenni til þess að safna þessum orðum, sem annars myndu bara hætta að heyrast og gleymast þar með,” segir hann. „Við Grænlendingar getum ekki skorast undan því verkefni að gæta að menningararfi okkar.“ Í framhaldinu segist Dines svo stefna á frekari skrif. „Faðir minn hefur fallist á að ég skrifi sögu hans og af því er ég mjög stoltur,“ segir Dines, en pabbi hans er grænlenski stjórnmálamaðurinn Vittus Mikaelsen, þingmaður og bæjarstjóri í Ammassalik. Dines segir ekki vanta efniviðinn í þá frásögn enda himinn og haf á milli þeirra aðstæðna sem faðir hans óx upp við og dagsins í dag. „Hann sá til dæmis í fyrsta skipti danskan mann fyrir um fimmtíu árum,” segir hann, en sá viðburður vakti mikla kátínu og forvitni í krakkahópnum í þorpinu. Stefnir á útgáfu bókar með það fyrir augum að bjarga menningararfleifð Grænlendinga frá glötun ÚR SKISSUBÓKINNI Hér má sjá hvar Dines hefur teiknað sleðahund og skráð heiti allra hluta hans. „Hver einasti hluti hundsins á sér nafn,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.