Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 44

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 44
10 • LÍFIÐ 31. ÁGÚST 2012 Það ættu flestir að kannast við það að standa fyrir framan auðan vegg og hafa ekki hugmynd um hvað á að gera eða hvar á að byrja. Ég tók saman nokkrar af uppáhaldslausn- unum mínum en þær virka í flestum rýmum. Stór plaköt, listaverk og mynda- rammar með fjölskyldumyndum eru til dæmis góðar og einfaldar lausnir sem koma yfirleitt vel út. Ef þú þorir taktu þá myndavegginn á næsta stig og hengdu upp þyrpingu af gömlum speglum eða diskum, útkoman gæti komið skemmtilega á óvart. Krítar- veggur inni í eldhúsi eða svefnher- bergi eru flottir og einnig góð leið fyrir litla fólkið til þess að drepa tímann. Tímabundnar lausnir eru sniðugar, sértaklega fyrir leigu- taka eða þá sem vilja hafa kost á að stökkva til og breyta innanhúss við litla fyrirhöfn. Klipptu út litaðan pappír og búðu til mósaík vegg, börnin geta hjálpað til við það. Washi- límbönd hafa einnig verið vin- sæl en þau eru mjög skemmti- leg ef sköpunargleðin er við völd og auðvelt er að fjarlægja böndin og breyta þeim. Hér er búið að skreyta heilan vegg með gömlum hurðum. Útkoman er mjög flott! Diskaþyrping á vegg getur komið skemmtilega á óvart. Krítarveggur er sniðugur fyrir börnin. Myndaveggur fjölskyldunnar.Heimskort á vegginn – bæði flott og fræðandi. Speglar af ýmsum stærðum og gerðum er flott lausn á vegginn. Washi-límbönd hafa verið mjög vinsæl undanfarið. LAUSNIR Á VEGGINN Eftir Bríeti Ósk Guðrúnardóttur innanhúshönnuð. Bjóðum það besta í evrópskri húsgagnahönnun og glæsilegt úrval gjafavöru. PIPA R/TBW A • SÍA • 102927 M-SÓFINN íslensk framleiðsla sniðin að þínum þörfum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.