Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 49

Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 49
Aino Freyja segir rannsóknir sýna með skýr-um og afgerandi hætti að fólk sækist frekar í að búa á svæði þar sem boðið er upp á ríkulega menningu heldur en í menningarsnauð- ari samfélögum. Þess vegna þarf sveitarfélag sem vill hlúa vel að íbúum sínum að sinna hinni menn- ingarlegu hlið til jafns við aðrar þarfir fólksins – það hefur beinlínis áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Í okkar menningarheimi eru gæði samfélags ekki aðeins metin út frá fjárhagslegum forsendum, heilbrigði eða menntun heldur einnig þeirri listrænu upplifun sem fólki er boðið upp á. Þess vegna er mjög mikilvægt að í okkar nærsam- félagi sé hlúð að menningarlegri velferð íbúanna með til að mynda tónleikahúsi eins og Salnum. Svo má þess geta að Salurinn skilar Kópavogsbæ mikilli og jákvæðri umfjöllun í fjölmiðlum.“ Þið eruð þessa dagana að bjóða upp á tónleika í hádeginu. Eru slíkir tónleikar vel sóttir? „Já, við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir þessari nýbreytni. Röðin er fjölbreytt og gaman að geta boðið upp á slíka viðburði með okkar besta tónlistarfólki sem og erlendum gestum. Til að mynda er mikill áhugi fyrir tónleikunum með þýska píanósnillingnum Thomasi Hell sem mun flytja klassískt 19. aldar verk eftir Brahms og nútímaverk eftir Ligeti. En hann hefur getið sér góðs orðs í Evrópu fyrir flutning á nútímaverkum. Við erum sannfærð um að þessir hádegistón- leikar auðgi mannlífið í miðbæ Kópavogs og geti lýst upp vetur þess fólks sem starfar í Kópavogi og nágrenni. Stuttir tónleikar sem lyfta sálinni á köldum vetrardegi og kaffisopi á eftir getur ekki klikkað.“ Hefur dregið úr aðsókn eftir að Harpan var opnuð eða er kakan einfaldlega að stækka? „Íslendingar virðast vera einstaklega miklir áhugamenn um tónlist og tónleika og hreinlega flykkjast á tónleika kvöld eftir kvöld. Salurinn er einstakur á þann hátt að þar komast áheyrendur í mikið návígi við tónlistarmenn og undantekn- ingalaust myndast hlý og skemmtileg stemning á tónleikum í Salnum. Við finnum ekki fyrir öðru en auknum áhuga fyrir því sem við erum að gera. Til að mynda er nánast slegist um miða á spjall- tónleika Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, en allir miðar seldust upp í fyrra. Eins eru tónlistarmenn ánægðir með góðan hljómburð í Salnum og þá nálægð sem hann býður upp á við áheyrendur.“ Finnst þér menning almennt mæta litlum skilningi? „Hvað svo sem segja má um skilning yfirvalda er menningarneysla fólks á Íslandi með mesta móti. Því er menningarskilningur hér satt að segja með ágætum. Við Íslendingar erum góðir í að vefja klassík og almennari verkum saman eins og til að mynda verður boðið upp á í Salnum í vetur undir yfirskriftinni Ef lífið væri söngleikur! þar sem okkar bestu leik- og sönglistarmenn fara yfir breitt svið söngleikjatónlistar á fernum tón- leikum. Verkin dansa á línu leikhúss og tónleika og ekki er annað að sjá en þeir veki mikinn áhuga hjá gestum okkar. Kópavogur hefur lagt mikið upp úr tónlist og má segja að með byggingu Salarins hafi bærinn lagt hornstein að góðu tónlistarlífi í bænum og sýnt skilning á mikilvægi menningar fyrir bæjar- félagið. Almennt má þó segja að þrátt fyrir að mörgu leyti ágæta umgjörð fyrir menningarvið- burði á Íslandi, svo sem í byggingu viðburða- húsa, þá skortir sárlega að meira sé lagt í sjálfa framleiðslu listviðburðanna.“ Nú ert þú búin að vera forstöðumaður í bráðum tvö ár. Hvernig líkar þér í þessu starfi? „Starfið er einstaklega fjölbreytt og skemmti- legt þar sem það krefst mikillar yfirsýnar og snertir á öllum þáttum framkvæmdastarfa auk listrænnar innsýnar vitaskuld. Á einum degi á maður til að bregða sér í hin ýmsu hlutverk svo sem listræns stjórnanda, kynningastjóra, verk- efnastjóra, fjármálastjóra o.s.frv. En það áhuga- verðasta við starfið er þó kannski það þegar okkur tekst að kveikja, næra og þróa hugmyndir í skapandi samstarfi ólíks fólks og svo fá að sjá þá hugmynd verða að veruleika á sviðinu og öðl- ast líf í höndum tónlistarmanna og áhorfenda.“ Kom þér eitthvað á óvart? „Það sem er gleðilegast og gefur manni mest er að sjá þegar fjölbreytt flóra gesta Salarins skemmtir sér vel hér á tónleikum og á saman ljúfa stund í Salnum. Til þess er jú leikurinn gerður.“ LISTRÆN UPPLIFUN Í SALNUM SÉRHANNAÐUR SALUR Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins, hefur stýrt þessu fyrsta sérhannaða tónleikahúsi landsins af miklum myndarskap í nærri tvö ár. Salurinn var tekinn í notkun 2. janúar 1999 og er rekinn af Kópavogsbæ. FLOTT HÚS Tónlistarmenn hafa verið afar ánægðir með hljómburðinn í Salnum í Kópavogi. STJÓRNANDINN Aino Freyja hefur stýrt Salnum með miklum myndarskap. FÓLK|HAMRABORG Hamraborgarhátíðin verður haldin laugardaginn 1. september. Hamraborginni verður breytt í göngugötu og ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin verður komin á fullt skrið kl. 11 um morguninn og mun standa fram eftir degi. Hittumst, gleðjumst og kynnumst hjarta Kópavogs Verslanir og þjónustuaðilar í Hamraborginni bjóða gestum ýmsar veitingar og tilboð í tilefni dagsins! Ungmennahúsið Molinn setur upp svið og ungir tónlistarmenn koma fram yfir daginn. Þess má einnig geta að gestum og gangandi býðst að stíga á stokk - svokölluð „open-mic“ stemning! Íþrótta- og tómstundafélög kynna vetrarstarf sitt með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Sannkölluð markaðsstemning. Áhugasamir selja notað og nýtt úr bílum sínum. Handverk, sultur, bækur, skart, fatnaður og margt fleira! Menningarstofnanir bæjarins eru opnar og tilvalið að líta við! 1. september frá kl. 11. 2012

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.