Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 72
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR48 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI FH er með afar þægilega stöðu eftir sigurinn á ÍBV í gær. Leikurinn var leikur tveggja hálf- leikja. FH hefði átt að afgreiða leikinn í fyrri hálfleik en hleypti ÍBV inn í þeim seinni og litlu mátti muna að ÍBV hefði jafnað. FH hafði ótrúlega yfirburði í fyrri hálfleik. Þeir réðu lögum og lofum strax frá fyrstu mínútu og byrjuðu strax að þjarma að hálf- daufum Eyjamönnum. Atli Guðnason fékk fyrsta dauðafæri leiksins en lét verja frá sér. Björn Daníel kom þó FH yfir eftir rúmlega korter. Hann fékk þá laglega sendingu í teiginn frá Guðjóni Árna og afgreiddi send- inguna smekklega í fjærhornið. Flott mark. Öll færi fyrri hálfleiks voru FH-inga og Einar Karl hefði átt að skora er hann komst einn í gegn eftir að Tonny hafði dottið fyrir framan teiginn. Skot hans fór í slána. Fjöl- margar sóknaraðgerðir FH-inga sköpuðu usla en það sama verður ekki sagt um ÍBV. Vannýtt færi FH-inga Sóknarleikur liðsins var í algjörum molum og varnarmenn FH svitn- uðu varla við að brjóta niður hugmynda snauðar og máttlausar sóknar- aðgerðir gestanna. Þess utan slitnaði allt of mikið á milli varnar og miðju hjá ÍBV og FH fékk fjöl- margar skyndi sóknir þar sem voru þrír á móti þremur eða tveir á móti tveimur. Það var ekki ÍBV að þakka að FH skyldi ekki nýta færin sín en með réttu hefði þessi leikur átt að vera búinn í hálfleik. FH fékk svo sannarlega færin til þess að ganga frá leiknum. ÍBV nýtti sér það í síðari hálf- leik að vera enn inni í leiknum. Andri Ólafsson kom af bekknum og smám saman náði ÍBV tökum á leiknum. Leikurinn snerist algjör- lega við er Eyjamenn tóku loksins við sér. Þeir settu FH undir mikla pressu og voru ekki fjarri því að jafna. Að sama skapi opnaðist vörn þeirra illilega við pressuna en sem fyrr voru sóknarmenn FH-inga klaufar upp við mark gestanna. Tryggvi kominn úr agabanni Margir vildu sjá Tryggva Guð- mundsson koma inn af bekknum en hann var í fyrsta skipti í leik- mannahópi ÍBV eftir verslunar- mannahelgi. ÍBV hefði ekki veitt af töfrum Tryggva í teignum þegar þeir pressuðu hvað mest og í raun óskiljanlegt að Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, skyldi ekki henda honum inn á völlinn fyrr í þessum mikilvæga leik fyrst hann var á annað borð að kalla á hann í hópinn á nýjan leik. Mánaðarbann og fjórir leikir „Upphaflega þegar Tryggvi fór í bann hugsaði ég mér mánaðar- bann og fjóra leiki. Ef hann myndi standa sig þá var möguleiki á að hann kæmi aftur inn í hópinn. Hann gerði það og æfði vel. Hann er kominn úr banni og tiltækur aftur. Ég hefði sett hann inn fyrr ef ég hefði vitað að hann skoraði. Mér fannst liðið bara vera að spila svo vel er við pressuðum þá að ég setti hann ekki inn. Kannski hefði ég átt að skipta fyrr inn en maður veit aldrei,“ sagði Magn- ús um Tryggva og bætti við að Tryggvi myndi spila áfram með liðinu ef hann færi eftir þeim reglum sem væru settar. „Við erum enn að berjast um Evrópusæti og hættum ekki. Við eigum samt ekki séns á titlinum lengur. Það er alveg ljóst,“ sagði Magn- ús svekktur en hann var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði enda voru hans menn engan veginn til- búnir í slaginn þá. Víti til varnaðar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hýr á brá eftir leikinn enda tók hans lið risaskref í átt að titlinum. „Við erum þar sem við viljum vera. Vítin eru samt til staðar. Manchester United klúðraði niður forskoti síðasta vetur og Keflavík átti átta stig á FH árið 2008. Við getum bara tekið fyrir einn leik í einu. Nú er þetta í okkar höndum og þannig viljum við hafa það. Ef við förum fram úr okkur og fögnum núna þá lendum við í vandræðum,“ sagði Heimir kátur. Næstu leikir í deildinni fara fram á sunnudag en FH-ingar mæta Keflvíkingum á mánudags- kvöld. henry@frettabladid.is HELGI VALUR DANÍELSSON og félagar í sænska liðinu AIK tryggðu sér í gær sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA með ótrúlegum 2-0 sigri á CSKA Moskvu í Rússlandi í gær. AIK vann samanlagt 2-1 en heimamenn sóttu nánast látlaust í gær án þess að skora. Helgi Valur spilaði allan leikinn fyrir AIK. Vítin eru til staðar. Manc- hester United klúðraði niður forskoti síðasta vetur og Keflavík átti átta stig á FH árið 2008. HEIMIR GUÐJÓNSSON ÞJÁLFARI FH FH 2-0 ÍBV 1-0 Björn Daníel Sverrisson (16.) 2-0 Kristján Gauti Emilsson (90+3.) Vodafone-völlurinn, áhorf.: 1.960 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–13 (9–5) Varin skot Gunnleifur 4 – Abel 5 Horn 7–5 Aukaspyrnur fengnar 13–17 Rangstöður 1–2 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 – Danny Thomas 6, Freyr Bjarnason 7, Pétur Viðarsson 6 (72., Kristján Gauti Emilsson -), Guðjón Árni Antoníusson 6 – *Björn Daníel Sverrisson 7, Bjarki Gunnlaugsson 6, Hólmar Örn Rúnarsson 6 – Einar Karl Ingvarsson 6 (65., Guðmann Þórisson 5), Atli Guðnason 7, Albert Brynjar Ingason 6. ÍBV 4–3–3 Abel Dhaira 7 – Matt Garner 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Rasmus Christiansen 6, Arnór Eyvar Ólafsson 6 – George Baldock 4, Þórarinn Ingi Valdimarsson 4 (85. Tryggvi Guðm. -), Guðmundur Þórarinsson 7 – Tonny Mawejje 6, Víðir Þorvarðar- son 4 (46., Andri Ólafsson 7), Christian Olsen 6. FÓTBOLTI Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis í 4-0 sigr- inum á Keflavík í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Valur vann einnig 4-0 sigur í fyrri leiknum og virðist henta liðinu vel að mæta Bítlastrákunum af Reykjanesinu. „Lokatölurnar gefa rétta mynd af leiknum og við hefðum getað unnið enn stærri sigur að mínu mati. Ég man ekki eftir því að þeir hafi átt færi í leiknum og heldur ekki í fyrri umferðinni,“ segir framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í deildinni og er á meðal markahæstu manna, aðeins 21 árs að aldri. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir hjá Valsmönnum í sumar. Nánast ríkir sú regla að liðið vinni og tapi leikjum til skiptis. Því væri margt vitlausara en að spá Hlíðarendapiltum tapi í leik liðsins á sunnudag gegn Stjörnunni. „Við ætlum að breyta þessu jójó- gengi okkar,“ segir Kolbeinn sem tók sér frí frá knattspyrnu að loknu sínu fyrsta ári í öðrum flokki. Þá var Kol- beinn 18 ára og segist hreinlega hafa fengið leiða á fótbolta. „Gunnlaugur Jónsson, sem þá þjálfaði Val, fékk mig til að mæta á æfingar aftur,“ segir Kolbeinn sem var í leikmannahópi Vals í síðasta leik Íslandsmótsins sumarið 2010. Síðan þá hefur hann æft af krafti undir stjórn Kristjáns Guð- mundssonar og Freys Alexanderssonar og ber þeim vel söguna sem og liðsfélögum sínum. „Það er stutt í húmorinn í Valsliðinu. Menn eru góðir vinir og fínasta stemning. Það eru einhverjir hrekkjarar í liðinu. Ásgeir Ingólfs og Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðarson) og fleiri sem eru alltaf hver að stríða öðrum. Það er ekk- ert alvarlegt samt,“ segir Kolbeinn að spurður um hvort leikmenn þurfi að vera varir um sig hver gagnvart öðrum í búnings- klefanum. „Það er enginn samt að rugla neitt í mér,“ segir Kolbeinn léttur en fram- herjinn stæðilegi gat sér gott orð í hnefaleikum á sínum tíma. Hann hefur þó enga löngun til þess að ræða hnefaleikaferil sinn frekar. „Ég er fótboltamaður, ekki boxari,“ segir Kolbeinn. - ktd Kolbeinn Kárason er besti leikmaður 17. umferðar Pepsi-deildar karla:: Það ruglar enginn neitt í mér Lið 17. umferðar Markvörður Ögmundur Kristinsson, Fram Varnarmenn Arnór Eyvar Ólafsson, ÍBV Ármann Smári Björnsson, ÍA Alexander Scholz, Stjarnan Miðjumenn Finnur Ólafsson, Fylkir Tómas Leifsson, Selfoss Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Einar Karl Ingvarsson, FH Sóknarmenn Kristinn Ingi Halldórsson, Fram Kolbeinn Kárason, Valur Garðar Bergmann Gunnlaugsson, ÍA Ég er gulrótarmeistari í baksundi segir Gedda gulrót Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Undankeppni EM Serbía - Ísland 114-58 (66-29) Stig Íslands: Jakob Örn Sigurðarson 14, Hlynur Bæringsson 12, Logi Gunnarson 7, Helgi Már Magnússon 6, Ægir Steinarsson 5, Sigurður Þor- steinsson 4, Brynjar Þór Björnsson 3, Helgi Páls- son 3, Jón Arnór Stefánsson 2, Pavel Ermolinskij 2. Pepsi-deild karla FH 17 12 2 3 40-17 38 KR 17 9 4 4 32-22 31 ÍBV 17 8 3 6 28-16 27 ÍA 17 8 3 6 27-31 27 Stjarnan 17 6 8 3 35-31 26 Valur 17 8 0 9 28-25 24 Keflavík 17 7 3 7 27-27 24 Breiðablik 17 6 5 6 18-22 23 Fylkir 17 6 5 6 22-30 23 Fram 17 5 2 10 23-29 17 Selfoss 17 4 3 10 24-34 15 Grindavík 17 2 4 11 23-43 10 Evrópudeild UEFA Liverpool - Hearts 1-1 0-1 David Templeton (84.), 1-1 Luis Suarez (87.). Liverpool vann samanlagt, 2-1. AIK - CSKA Moskva 2-0 AIK vann samanlagt, 2-1. Newcastle - Atromitos 1-0 Newcastle vann samanlagt, 2-1. Öll úrslit úr leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. Enski deildarbikarinn Wolves - Northampton 3-1 Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves. ÚRSLIT FH-ingar með pálmann í höndunum FH er komið með sjö stiga forskot í Pepsi-deild karla eftir sterkan 2-0 sigur á ÍBV í gær. Eyjamenn eru úr leik í baráttunni um titilinn og það þarf mikið að gerast svo FH verði ekki Íslandsmeistari í ár. ÓHRÆDDUR Abel Dhaira átti góðan leik í marki ÍBV í gær. Hér er hann kominn langt frá marki sínu í baráttu við Guðjón Árna Antoníusson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Ísland mátti þola 56 stiga tap fyrir Serbíu í undan- keppni EM ytra í gær, 114-58. Ísland er í næstneðsta sæti riðils- ins með einn sigur í sex leikjum. Ísland komst í 5-2 forystu í upphafi leiks en þá komu þrettán serbnesk stig í röð. Heimamenn litu ekki um öxl og hreinlega stungu strákana af. - esá Undankeppni EM: Risastórt tap Íslands í Serbíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.