Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 8

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 8
1. september 2012 LAUGARDAGUR8 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 5 69 68 1 0/ 11 Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst er eftir verkefnum á sviði: Atvinnuþróunar og byggðamála Velferðar- og vinnumarkaðsmála Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013. Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra. Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012 Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni: www.byggdastofnun.is/ipa Bæði Jóhanna og Ögmundur gagnrýndu Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra, harðlega þegar kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hann hefði brotið gegn jafnréttislögum árið 2004. Þá réð hann Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Björn hafði þá sagt að jafnréttislögin væru barn síns tíma, og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hafði tekið í sama streng. „Hroki og vankunnátta hæstvirtra forsætisráðherra og dóms- málaráðherra á jafnréttislögum er hrópandi,“ sagði Jóhanna meðal annars á þingi árið 2004 í umræðum um málið. „Hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati,“ sagði hún einnig. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu,“ sagði Ögmundur um málið þá. Hafa bæði sett fram harða gagnrýni STJÓRNSÝSLA Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttis- mála í innanríkisráðu neytinu, eftir að nefndin úr skurðaði að Ögmund- ur Jónasson innanríkis ráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síð- astliðnum. Í því máli hafði forsæt- isráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkis- ráðherra um ráðningu sýslu- manns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefnd- arinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirs- dóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dóm- stóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislög- um frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðun- arfresta. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætis ráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðn- ingarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnis nefndir verði fengn- ar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is Ráðuneytið skoðar málið Úrskurður kærunefndar jafnréttismála er í skoðun í innanríkisráðuneytinu. Hvorki ráðuneyti né kær- andi hafa tekið ákvörðun um framhaldið. Í síðasta tilviki var reynt að ná sáttum við kæranda. ÖGMUNDUR OG JÓHANNA Ráðherrarnir hafa báðir fengið á sig úrskurði frá kæru- nefnd jafnréttismála. Nú skoðar innanríkisráðuneytið framhald málsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.