Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 18
18 1. september 2012 LAUGARDAGUR Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteins- son kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvæn- leg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaup- þings. Frásögn Víglundar var kunnug- leg. Það voru einmitt þessi orð sem ég heyrði haustið 2010 frá fyrrum starfsmanni Arion banka þegar hann hringdi í mig og til- kynnti mér að Arion banki ætlaði að taka Haga hf. af fjölskyldu minni. Félagið sem við höfðum byggt upp í rúm 20 ár og hófst með opnun Bónuss árið 1989. Ég spurði þennan starfsmann hvers vegna. Honum varð fátt um svör. Hann viðurkenndi að engin rök stæðu fyrir því að aðrir myndu reka Bónus betur en fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið. Ófarir okkar væru tengdar fjár fest- ingum í ólíkum geira þar sem hlutabréf í Högum höfðu verið sett að veði. Eftir snörp orða- skipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: „Þú ert á listanum!“ „Hvaða lista?“ spurði ég. „Nú list- anum um aðila sem á að kála.“ Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hluta- bréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: „Þú ert á listanum.“ Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á? Hvar er listinn Arion banki? Fjármál Jón Ásgeir Jóhannesson stofnandi Bónuss Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Milton Friedman og farvegur peninganna Í ár eru liðin 100 ár frá fæð-ingu eins skarpasta hagfræð- ings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahaf- ans Miltons Friedman. Fried- man var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðs- kerfi og pólitískt kerfi. Munur- inn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin pen- ingum í sjálfan þig. Þá er pen- ingunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafn- aði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæm- lega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bók- ina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bóka- verslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðs- kerfið í megindráttum, þ.e. pen- ingarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða pen- ingum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælis- gjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningur- inn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú gisk- aðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitt- hvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veit- ingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upp lýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjón- varpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim ara- grúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmála- menn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórn- málamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjalda glaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhuga- manna um grundvallarmann- réttindi á borð við einstaklings- frelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Fjármál Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma sam- henginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Hvers vegna að læra NLP – Coaching/markþjálfun? Kynningarfundur í Bústaðakirkju (Bústaðavegs megin) mánud. 3. sept. kl 17:30 NLP Practitioner – Coach (120 st. lotunám) hefst 6. sept. og lýkur með mati 25. nóv. 2012 NLP Master PC (120 st. lotunám) hefst 11. okt. og lýkur með mati 26. Jan. 2013 Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir - Alþ.vottaður NLP- Enneagram kennari og HR-Coach Skráning í síma 899 1939 og mail: hbbjarnadottir@hotmail.com Sjá nánari uppls. á: www.bruen.is • Vegna þess að NLP - Coaching er ein virkasta og mest notaða aðferð sem fyrirtæki og einstaklingar nýta til breytinga og stefnumótunar í heiminum í dag • Vegna þess að þú vilt bæta stjórnunar- og stefnumótunar hæfileika þína • Vegna þess að þú vilt bæta samskipti þín við sjálfa/n þig • Vegna þess að þú vilt lifa lífi sem endur spegla verðgildi þín á dýpra plani... Í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks er haustdagskráin að hefjast í rúmgóðum og björtum húsakynnum að Höfðabakka 9.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.