Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 32
1. september 2012 LAUGARDAGUR32
N
eil Armstrong,
sem steig fæti á
yfirborð tunglsins
fyrstur manna
árið 1969, lést
fyrir skemmstu
eins og flestir vita. Andlát Arm-
strongs varð mörgum tilefni til
þess að rifja upp tunglferðirnar
og hversu einstakt afrek það var
að koma mannfólki upp á annan
hnött í geimnum, en vekur einnig
upp spurningar um af hverju
mannaðar tunglferðir lögðust af.
Tunglið er talið hafa myndast
við árekstur jarðarinnar og
annars hnattar, skömmu eftir
myndun sólkerfisins. Frá því að
mannfólkið kom fyrst fram á
sjónarsviðið hefur tunglið vakið
með þeim bæði furðu og forvitni.
Flestir menningarheimar höfðu
sína sýn á tunglið og margir til-
báðu tunglið sem guð.
Tunglið og tunglferðir hafa
einnig átt sinn sess í bókmenntum
þar sem bók Jules Verne, Ferðin
til tunglsins, sem gefin var út
1865, ber líklega hæst.
Geimkapphlaupið
Þrátt fyrir að vísindalegur áhugi
á nánari könnun á tunglinu hafi
verið til staðar alla tíð var það
ekki fyrr en í kalda stríðinu á
seinni helmingi síðustu aldar sem
kraftur komst í rannsóknir með
hinu svokallaða geimferðakapp-
hlaupi milli stórveldanna. Banda-
ríkin og Sovétríkin kepptust þar
við að sanna yfirburði sína með
afrekum á vísindasviðinu.
Mörgum þótti vel í lagt þegar
John F. Kennedy Bandaríkjafor-
seti kynnti árið 1961 það mark-
mið að senda Bandaríkjamenn
til tunglsins áður en áratugurinn
væri á enda.
Á þessum tíma fóru Banda-
ríkjamenn einmitt halloka í
kapphlaupinu. Sovétmenn höfðu,
fjórum árum áður, sent Júrí Gag-
arín á braut um jörðu og sendu
einnig fyrsta könnunargeim-
farið, Luna 2, til tunglsins árið
1959. Þetta var auðmýkjandi og
hvatti NASA til dáða og var allt
lagt í verkefnið, sem síðar varð að
Apollo-leiðöngrunum.
Risastökkið
Sovétmenn héldu forskotinu enn
um sinn með því að lenda Luna 9
á yfirborði tunglsins árið 1966 og
senda myndir til baka. Síðar sama
ár fór Luna 10 á braut um tunglið
fyrstur gervihnatta.
NASA hlaut hins vegar uppreisn
æru þegar áhafnarmeð limir Apollo
8 urðu fyrstu mennirnir sem
komust á braut um tunglið og sáu
meðal annars fjærhlið tunglsins
fyrstir manna, um jólaleytið 1968.
Sumarið eftir lenti Apollo 11 á
hinu svokallaða Rósemishafi og
Armstrong tók sitt stutta risa-
stökk út á yfirborð tunglsins.
Buzz Aldrin kom á eftir honum
og nýr kafli tók við í sögu geim-
rannsókna.
Næstu ár lentu fimm önnur
mönnuð geimför NASA á tunglinu
og tíu geimfarar spígsporuðu þar
léttir í spori, og stunduðu ýmiss
konar rannsóknir.
Síðasti maðurinn sem steig
niður fæti á tunglið var Eugene
Cernan sem hélt heim á leið 14.
desember 1972.
Sovétmenn stóðu ekki með
hendur í skauti meðan á Apollo-
leiðöngrum NASA stóð, heldur
fóru ómönnuð Luna-för Sovét-
manna til tunglsins og til baka
með bergsýni.
Frá miðjum sjöunda ára tugnum
og fram að árinu 1976 lentu 65
för á tunglinu en eftir það hættu
tungllendingar jarðarbúa með
öllu.
Tunglvatn vakti áhugann
Tunglferðir féllu í skuggann
af öðrum könnunarverkefnum.
HRINGFERÐ UM HIMINGEIMINN
Mannlaust á tunglinu í 40 ár
Neil Armstrong féll frá fyrir skemmstu en með risastökki sínu árið 1969 var hann í fararbroddi brautryðjenda NASA sem stigu
fyrstir fæti á yfirborð tunglsins. Enginn hefur hins vegar komið á tunglið frá árslokum 1972 og þrátt fyrir margs konar hug-
myndir um mannaðar tunglferðir er ekki útlit fyrir að breyting verði á í fyrirsjáanlegri framtíð, eins og Þorgils Jónsson komst að.
Meðal-
fjarlægð
milli jarðar
og tungls:
384.400 km
Jörðin
Massi: 5,98 x 1024 kg
Þvermál: 12.756 km
Tunglið
Massi: 7,347 x 1022 kg
Þvermál: 3.474 km
Vegalengd: 1.534.832 km
Ferðatími: Rúmir sjö sólarhringar
RISASTÖKKIÐ Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin eyddu einum degi á yfirborði tunglsins. Tíu landar þeirra fylgdu á eftir næstu þrjú árin, en í 40 ár hefur enginn
stigið þar fæti, en vel má merkja ummerki vegna dvalar manna á tunglinu. MYND/NASA
● Þó að tunglferðirnar hafi verið farnar í
vísindalegum tilgangi var aðeins einn
geimfaranna, Harrison Schmitt, vísinda-
maður að atvinnu.
● Tunglbíll var með í för í síðustu þremur
leiðöngrunum til að auðvelda rannsóknir.
● Alan Shepard hafði golfkylfu og tvo bolta
með sér. Hann sló tvö vindhögg áður en
hann hitti fyrri boltann, en þann seinni
hitti hann í fyrsta.
● Samtals voru Apollo-geimfararnir tólf
við störf utan lendingarfarsins í 22
klukkustundir og söfnuðu rúmum 110
kílóum af geimgrjóti.
● Ekkert ríki getur slegið eign sinni á tunglið
samkvæmt samningi frá árinu 1967.
● Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að jörðu.
Því er engin „skuggahlið“ á tunglinu.
(Heimildir: NASA og stjörnufræðivefurinn)
Sovét menn einbeittu sér að MIR-
geimstöðinni og NASA beindi
athygli sinni að könnun Mars og
óravíddum geimsins.
Upp úr 1990 voru sendir gervi-
hnettir á braut um tunglið og
vöktu upp getgátur um að ís væri
að finna undir yfirborðinu. Til að
kanna það voru nokkur för látin
brotlenda á yfirborðinu í þeirri
von að gufa myndi rísa upp en svo
fór ekki, þó síðar kæmi í ljós að
vatn er að finna þar í takmörkuðu
magni, helst við norðurpólinn.
Hætt vegna hruns
Efnahagsfárviðrið sem gekk
yfir heiminn upp úr haustinu
2008 hafði mikil áhrif á áætlanir
NASA, enda hafa framlög til
stofnunarinnar dregist verulega
saman, með tilheyrandi endur-
skipulagningu.
Meðal þess sem var slegið
út af borðinu voru hugmyndir
um mannaðar tunglferðir sem
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti boðaði árið 2004 að gætu
orðið fyrir árið 2020. Stefna eftir-
manns hans, Baracks Obama,
miðar hins vegar að því að koma
mönnum á Mars um eða upp úr
árinu 2030.
Stemningin fyrir tunglferðum
virðist takmörkuð sem sannaðist
ágætlega þegar Newt Gingrich,
sem sóttist eftir útnefningu Repú-
blikanaflokksins fyrir komandi
forsetakosningar, boðaði upp-
setningu mannaðra geimstöðva
á yfirborði tunglsins innan ára-
tugar en var hann dreginn sundur
og saman í háði.
Aðrar geimvísinda stofnanir,
ESA í Evrópu, Rússar, Kín-
verjar, Japanir og Indverjar,
hafa uppi áform um frekari könn-
un tunglsins og hafa mannaðar
ferðir komið til tals, en enginn
sem stendur vinnur beint að slíku.
Kínverjar stefna að því að
senda geimjeppann Chang‘e 3 til
tunglsins á næsta ári, sem yrði
fyrsta geimfarið sem lendir þar
frá árinu 1976. Indverjar og Jap-
anir boðuðu fyrir nokkrum árum
mannaðar ferðir til tunglsins
fyrir 2030 í þeim tilgangi að reisa
þar geimstöð, en verkefnið er ekki
enn hafið.
Loks má nefna Aurora-verk-
efni ESA sem felur meðal annars
í sér mannaðar könnunarferðir
til Mars, en á heimasíðu verk-
efnisins er meðal annars velt upp
þeim möguleika að geimstöð verði
komið fyrir á tunglinu til að sinna
ferðum til Mars.
Völin og kvölin
Ýmis álitamál koma upp þegar
kostir og gallar mannaðra rann-
sóknarferða til tunglsins eru
bornar saman við ómannaðar
ferðir. Í fyrsta lagi yrði kostn-
aður gríðarlegur í erfiðu árferði,
í annan stað fylgir mikil áhætta
mönnuðum ferðum til tunglsins
og loks er óvíst hvort manns-
handarinnar sé þörf við rann-
sóknir á tunglinu, í ljósi þess hve
há þróaður rannsóknarbúnaður
er orðinn, og þá hvort slíkt svari
kostnaði og áhættu.
Á móti kemur að undir búningur
eins flókinna leiðangra og hér
er talað um hefur í för með sér
mikla framþróun á fjölmörgum
sviðum sem skilar sér allt niður
í almennar neytendavörur, með
tilheyrandi ágóða fyrir efnahags-
kerfi. Þá geta mannaðar tungl-
ferðir búið vísindamenn undir
ferðir til Mars að því ógleymdu að
á tunglinu má finna ýmiss konar
auðlindir sem má nota til lengri
geimferða.
Eins og stendur er þó ekkert í
hendi og fátt sem bendir bein línis
til þess að nokkur muni ganga í
fótspor Armstrongs og kollega
hans.
(Heimildir: Stjörnufræðivefur-
inn, NASA.gov og Wikipedia.org)
A llt frá lendingu Armstrongs og félaga á Apollo 11 hefur hópur manna og kvenna haldið því fram
fullum fetum að allir leiðangrarnir séu blekking. Menn
hafi í raun aldrei gengið á tunglinu, geimgöngur hafi
verið sviðsettar á jörðu niðri og fullyrðingar um annað
séu runnar undan rifjum NASA og bandarískra stjórn-
valda.
Meðal þess sem hinir vantrúuðu benda á er að
bandaríski fáninn sem Buzz Aldrin stakk niður á
tunglinu virðist blakta, þrátt yfir að slíkt eigi ekki
að vera mögulegt þar sem ekkert andrúmsloft sé á
tunglinu. Því er svarað til að fáninn hafi ekki blakt,
heldur aðeins virst vera á hreyfingu vegna þess
að hann var krumpaður og ekki rétt settur á fána-
stöngina.
Þá furða margir sig á að á ljósmyndum frá tungl-
inu sjást aldrei stjörnur á himni. Það má hins vegar
skýra með því að myndirnar eru teknar að degi til
á tunglinu þar sem bæði beint sólarljós og endur-
kast frá yfirborði tunglsins gerir mannsauganu og
myndavélalinsum ómögulegt að sjá stjörnurnar á
himninum.
Besta sönnunin fyrir áreiðanleika NASA-leiðangr-
anna eru hins vegar viðbrögð Sovétmanna á sínum
tíma. Hefðu Bandaríkjamenn staðið í einhverju
vafasömu í leiðöngrunum hefðu Sovétmenn, með
sín fínu njósnatæki, ekki hikað við að upplýsa um
svindlið til að reyna að koma höggi á þennan erki-
andstæðing sinn.
Samsæriskenningar um tunglferðir
FÁNINN VIÐ HÚN Krumpur í fánanum vöktu tortryggni í
hugum margra. Þær áttu sér hins vegar eðlilegar skýringar.
Tunglfararnir tólf og molar úr tunglferðum
Tólf geimfarar NASA fóru til tunglsins í sex ferðum á árunum 1969 til 1972. Átta
þeirra eru enn á lífi í dag.
Geimfarar Dagsetning Tími á tunglinu
Neil Armstrong og Buzz Aldrin ...............................21. júní 1969 ................................................. 21 klst.
Pete Conrad og Alan Bean ......................................19. til 20. nóv. 1969 ................................31,5 klst.
Alan Shepard og Edgar Mitchell ............................5. til 6. febrúar 1971 ................................. 33,5 klst.
David Scott og James Irwin .....................................30. júlí til 2. ágúst 1971 ...............................67 klst.
John W. Young og Charles Duke ...........................20. til 23. apríl 1972 ..................................... 71 klst.
Eugene Cernan og Harrison Schmitt ...................11. til 14. des. 1972 .......................................75 klst.
SÁ FYRSTI Neil Armstrong, sem féll frá ekki alls fyrir
löngu 82 ára gamall, mælti hin fleygu orð „eitt lítið
skref fyrir manneskju, en risastökk fyrir mannkynið
allt“ þegar hann steig niður til yfirborðsins. MYND/NASA