Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 40

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 40
1. september 2012 LAUGARDAGUR40 K lukkan er tíu að morgni og leikar- ar Þjóðleikhússins að tínast í hús bak- dyramegin. Sumir eru komnir til að æfa Dýrin í Hálsaskógi sem á að frumsýna 8. september, þeirra á meðal þeir Jóhannes Haukur og Ævar Þór. En áður en sminkurnar ná til þeirra eru þeir króaðir af í viðtal og fyrsta spurning er hvern- ig stemningin sé í Hálsaskógi. „Stemningin í Hálsaskógi er hress og baksviðs eru allir vinir enn þá. En ef sýningin gengur í mörg ár gæti auðvitað farið að slitna upp úr vinskapnum og við farið að klóra hvert annað í smink- stólnum,“ segir Jói. Þar er greini- lega stutt í refseðlið! Lilli klifurmús er stærsta hlut- verk Ævars Þórs til þessa. „Ég útskrifaðist fyrir tveimur árum úr leiklistarskólanum og þetta hlut- verk er stór biti og mjög góður biti,“ segir hann. Jói: „Árni Tryggva er búinn að sjá Ævar sem Lilla og gefa sam- þykki sitt. (Snýr sér að Ævari) Hvað var það aftur sem hann sagði þegar þú hittir hann eftir æfinguna?“ Ævar: „Ég spurði hann hvort þetta hefði sloppið og hann hló og sagði: „Já, rétt fyrir horn.“ Svo bætti hann við grínlaust að hann hefði skemmt sér vel og var ánægður með hversu nálægt upp- haflegu uppsetningunni sýningin væri. Við fylgjum líka handritinu sem mest. Það er svo stórt hjarta í þessu verki.“ Jói: „Já, við leggjum okkur fram við að flytja það orðrétt af því fólk þekkir það svo vel. Hins vegar gefum við okkur mikið frelsi í allri sviðsetningu, lýsingu, búningum og leikmynd. Ævar: „Leikmynd Ilmar Stefáns- dóttur er alger ævintýraheimur bæði fyrir börn og fullorðna.“ Hversu margar uppfærslur skyldu þessir ungu menn sjálfir hafa séð? Jói: „Við misstum af Bessa og Árna. Síðari uppfærsla þeirra var 1977 og ég er ekki fæddur fyrr en 1980 og Ævar seinna. En ég sá hana 1994, þegar Örn lék Lilla og síðustu uppfærslu sá ég bara á DVD. Ævar: „Það er alveg eins með mig. Svo hlustuðum við líka á spól- urnar fram og til baka. Eitt af því sem ég hlustaði á þegar ég fór að sofa.“ Jói: „Þess vegna er eitt sem verð- ur að halda í, það er hláturinn hans Bessa sem Mikki refur. Ég legg mína túlkun í refinn en ég reyni að nota hláturinn hans Bessa því hann er svo frábær.“ Ævar: „Eftir að síðasta sýn- ing var sett á DVD fór Örn Árna niður í sjónvarp og fann þar gaml- ar upptökur með Bessa og Árna, tvö atriði sem höfðu verið tekin upp fyrir Stundina okkar. Þau eru svarthvít og restin af sýningunni er ekki til. Við skoðuðum þessi atriði og það er svo gaman að sjá karlana í aksjón. Þeir voru nefni- lega fimmtugir þegar þeir léku Mikka og Lilla í seinna skiptið. Hvað Árni fer létt með að klifra, það er alveg magnað.“ Ævar: „Stærsta tréð er fjórir metrar og ég verð að sveifla mér þangað en refurinn hann kemst auðvitað ekkert, þótt hann langi.“ Jói: „Fyrst Bessi og Árni gátu þetta fimmtugir þá ætti okkur ekki að vera vorkunn. Það er aðallega Snorri Engilbertsson sem leikur bakaradrenginn sem fær aldeilis að sprikla í sýningunni.” Nokkur börn í einu herbergi leik- hússins höfðu vakið athygli blaða- manns þegar hann kom inn. Þau gerðu sér dælt við Jóa og gerðu til- raun til að kyrrsetja hann. Í ljós kemur að þau leika í Dýrunum. Jói: „Það er hópur af börnum í sýningunni. Yndislegum börnum.“ Ævar: „… og hæfileikaríkum. Þau fóru í gegnum inntökuferli og voru vandlega valin enda þurfa þau að kunna fimleika og að syngja og dansa.“ Jói: „Ég er alltaf að stríða krökk- unum og geng alveg í barndóm við að umgangast þau.“ Nú byrja þeir félagar að hlaða hvorn annan slíku lofi að blaða- maður veit ekkert hvað er sagt í gríni og hvað ekki svo hann ákveð- ur að slíta viðtalinu. Jói: „Ég vil bara enda á að segja hvað Ævar er frábær …“ Ævar: „… og Jói er alls ekki síðri.“ Börnunum baksviðs hefur fjölg- að meðan á viðtalinu stóð og andlit þeirra hafa breyst í héra, kanínur og fleiri skógardýr. En öll virðast þau vinir.“ UPPSETNINGAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Stórt hjarta í þessu Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ævar Þór Benediktsson fá að leika Mikka ref og Lilla klifurmús á fjölum Þjóðleikhússins á næstu vikum. Gunn- þóra Gunnarsdóttir hitti þá og komst að því að utan sviðs eru þeir vinir. Torbjörn Egner, hinn norski leikritahöfundur, fæddist árið 1912 og hefði því orðið hundrað ára í ár. Barnaleikrit hans; Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Síglaðir söngvarar og Karíus og Baktus, hafa notið fádæma vinsælda hér á landi og laðað til sín um 300 þúsund áhorfendur í Þjóðleik- húsinu. Þar fyrir utan hafa þau verið sýnd hjá áhugamannaleikfélögum víða um land. Fyrsta verkið sem sviðsett var eftir Egner hér á landi var Kardimommu- bærinn, árið 1960. Frumsýning Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi árið 1962 var fyrsta frumsýning verksins í heiminum þar sem leikarar fóru með hlutverkin. Áður hafði verkið verið flutt í brúðuleikhúsi í Noregi. Uppsetning Dýranna í Hálsaskógi nú er hálfrar aldar sýningarafmæli leik- ritsins. Hún er undir stjórn Ágústu Skúladóttur. Heimild: www.leikhusid.is. ALDARAFMÆLI HÖFUNDARINS 1962 Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason Lilli klifurmús í flutn ingi Árna og Mikki hans Bessa hittu í mark. 1977 Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason. Leikurinn endurtekinn og gefinn út á plötu og segulbandsspólu. 1992 Örn Árnason og Sig- urður Sigurjónsson Örn fetaði í fótspor föður síns og lék Lilla en Sigurður lék Mikka. 2003 Atli Rafn Sigurðarson og Þröstur Leó Gunn- arsson. Litrík sýning sem var gefin út á dvd- og geisladiski. ➜ ➜ TILBÚNIR Í SLAGINN Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ævar Þór Benediktsson í Hálsaskógi á Stóra sviði Þjóðleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.