Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 43
NÝTT FRUM-
VARP
Vitneskjan um skyld-
ur og réttindi verður
að liggja fyrir hjá
þeim fyrirtækjum
sem annast þýðing-
armikla þjónustu
fyrir samfélagið.
Áðurnefnt lagafrum-
varp mun skerpa
þennan skilning og
færa verkefni kirkju-
garða nær þeim
raunveruleika sem
við búum við í upp-
hafi 21. aldar.
ASHER QUINN Í SALNUM
Hinn þekkti tónlistarmaður Asher Quinn verður með tón-
leika í Salnum í kvöld kl. 20 sem nefnast The Spirit of 2012
Concert. Asher er þekktur söngvari, lagasmiður, hljóðfæra-
leikari og listamaður sem hefur gefið út 25 plötur og selt
tæplega milljón plötur um allan heim.
OPIÐ HÚS Þórsteinn
Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma, opnar
dyrnar fyrir gestum á
morgun í tilefni af átta-
tíu ára afmæli Fossvogs-
kirkjugarðs. MYND/GVA
Vígsla Fossvogskirkjugarðs fór fram 2. september árið 1932 og markaði nýtt upphaf Kirkju-
garða Reykjavíkur sem stofnunar. Í
tilefni þess verður haldin hátíðarguð-
sþjónusta í Fossvogskirkju klukkan 14 á
morgun. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
(KGRP), segir það hafa verið framsýna
menn sem tóku þá ákvörðun árið 1932
að setja niður kirkjugarð í Fossvogi,
austan við Öskjuhlíð.
„Þá voru þeir ekki síður stórhuga sem
tóku ákvörðun um uppbyggingu í Foss-
vogi árið 1941. Það var gert við erfiðar
aðstæður á stríðstímum,“ segir Þór-
steinn.
Miklar lýðfræðilegar breytingar hafa
orðið í þjóðfélaginu á síðustu áttatíu
árum. Íbúar í Reykjavík voru 35.975 árið
1932 sem voru 32 prósent af íbúatölu
landsins og það ár létust um 400 bæjar-
búar. Í árslok 2011 voru í Reykjavík-
urprófastsdæmum um 154.332 íbúar
og það ár létust um 1018 manns á því
svæði. Árið 2011 voru 48 prósent af íbú-
um landsins innan Reykjavíkurprófasts-
dæma, en íbúatala í heild var tæplega
320 þúsund það ár. Þá mun hlutfall 67
ára og eldri tvöfaldast hér á landi á ára-
bilinu 2010 til 2060 samkvæmt miðspá
Hagstofunnar.
„Á þessum tölum má sjá að verkefni
KGRP og annarra kirkjugarða munu
aukast meira á næstu 48 árum en þau
gerðu á síðustu 80 árum, þegar þjóðin
var að meðaltali mun yngri,“ segir Þór-
steinn. Nýir söfnuðir í Reykjavík hafa
einnig bæst við ásamt söfnuðum í
Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. KGRP
hafa umsjón með fimm kirkjugörðum:
Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði,
Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkju-
garði og Viðeyjarkirkjugarði. Á teikni-
borðinu er stór kistukirkjugarður
sunnan og vestan við Úlfarsfell. Sá
kirkjugarður mun taka við af Gufunes-
kirkjugarði og verður að vera tilbúinn
innan fimmtán ára.
Við Fossvogskirkjugarð eru þrjú
athafnarými fyrir kistulagningabænir
og útfarir og þar eru einnig bálstofa og
líkhús, sem þjónar höfuðborgarsvæð-
inu og raunar öllu landinu. Að hátíðar-
guðsþjónustunni lokinni verður hægt að
ganga um garðinn og skoða aðstöðuna.
Á eftir verður boðið upp á afmæliskaffi.
Þórsteinn segir verkefni starfsmanna
kirkjugarðanna mörg og vandasöm og
brýnt að þau séu unnin af kostgæfni.
„Nú liggur fyrir frumvarp um breyt-
ingu á lögum sem tilgreina verkefni
kirkjugarða, sem vonandi verður lagt
fyrir Alþingi í haust. Þá verður betur
en áður kveðið á um þær skyldur sem
kirkjugarðar eiga að axla fyrir sam-
félagið. Það er brýnt að skyldur og rétt-
indi séu gagnsæ og augljóst til hvers sé
ætlast og hvaða umbun hver og einn
skuli hljóta fyrir unnin störf.“
80 ÁRA AFMÆLI
KIRKJUGARÐAR REYKJAVÍKUR KYNNA Hátíðarguðsþjónusta fer fram í
Fossvogskirkju á morgun í tilefni af áttatíu ára afmæli Fossvogskirkjugarðs.
Salsa
Break
Street
Hip Hop
Freestyle
Brúðarvals
Lady’s style
Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn – Unglingar – Fullorðnir
Innritun
og upplýsingar
á dansskoli.is eða
í síma 553 6645
Salsa
Break
Street
Zumba
Hip Hop
Freestyle
Barnadansar
Argentískur Tangó
Samkvæmisdansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn – Unglingar – Fullorðnir
Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553-6645 | dans@danskoli.is
Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar