Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 110
1. september 2012 LAUGARDAGUR82 „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst,“ segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni show- rum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðs- maður pólska plötusnúðatví- eykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrir- spurnir í kjölfarið.“ Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin.“ - sm PERSÓNAN Nafn bloggsins er orðaleikur og vísar í romm, ætlunin er að fólk drekki í sig íslenska hönnun og list. ? Ásrún Magnúsdóttir Aldur: 23 ára Starf: Ég vinn sem dansari og danshöf- undur. Maki: Ég á kærasta sem heitir Atli Bollason. Foreldrar: Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir frönskukennari og Magnús Hauksson verkfræðing- ur, bæði eru þau algjörir snillar. Fjölskylda: Ég á tvö yngri systkini, Guðmund og Aðalheiði. Búseta: Bý í 101. Stjörnumerki: Sporðdreki. Ásrún gerðist dansandi pitsusendill á Dominos síðastliðinn miðvikudag í tilefni af Reykjavik Dance Festival. Damo Suzuki, fyrrverandi söngv- ari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. „Mig hefur lengi langað að koma til Íslands. Það er margt áhuga- vert þar, eins og vetnisstrætóar, eldfjöll, heitir hverir og óspillt náttúra. Landið er líka lengst frá megin landi Evrópu,“ segir Suzuki, sem er fæddur í Japan. Hljómsveitin Can spilaði til- raunakennt rokk, svokallað kraut- rock. Sveitin hafði mikil áhrif á þróun raftónlistar og hefur veitt mörgum þekktum flytjendum inn- blástur, þar á meðal David Bowie, Talking Heads, Brian Eno, Pave- ment og The Stone Roses. Kvikmyndin sígilda Metro polis eftir Fritz Lang verður sýnd á RIFF-hátíðinni og undir mynd- inni spilar Suzuki ásamt aðstoðar- mönnum sínum, eða hljóðberum eins og hann kallar þá. „Metro polis er frábær mynd og á vel við í dag þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára gömul. Myndin fjallar um hvernig „kerfið“ stjórnar heiminum. Ég vildi óska að þessi mynd fengi enn meira vægi hjá fólki. Þá myndum við búa í betri heimi.“ Eftir að Suzuki hætti í Can árið 1973 eftir aðeins þriggja ára veru í sveitinni, gerðist hann vottur Jehóva og sneri baki við tónlist- inni. Árið 1983 hóf hann aftur að spila og undanfarinn áratug hefur hann starfrækt tónlistarverkefnið Damo Suzuki´s Network. Hann ferðast víða um heim og flytur spunatónlist sína á alls kyns hátíð- um með hjálp tónlistarmanna í löndunum sem hann heimsækir. Hugmyndina fékk hann eftir að Íraksstríðið brast á með tilheyr- andi sprengjuregni og skotárásum. „Það voru mikil mótmæli víða um heim en eins og venjulega huns- uðu Bandaríkjamenn þau og drápu mörg börn og fleiri almenna borg- ara. Ofbeldi stjórnar heiminum og þegar ég sá fréttirnar af þessu hugsaði ég með mér að ég vildi gera eitthvað til að sporna við þessu ofbeldi.“ Vegna tónleikana á Íslandi hefur Suzuki óskað eftir aðstoð tveggja ungra og efnilegra íslenskra tón- listarmanna, eða bassaleikara og trommara. Áhugasamir geta sent tölvupóst á event@riff.is. Einnig spila með honum tveir þýskir tón- listarmenn sem hann fékk til liðs við sig með aðstoð þýska sendi- ráðsins á Íslandi, sem er sam- starfsaðili RIFF að tónleikunum. freyr@frettabladid.is DAMO SUZUKI: SYNGUR Á ALÞJÓÐLEGRI KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Fyrrum söngvari Can vill spila með Íslendingum TIL ÍSLANDS Damo Suzuki, fyrrum söngvari Can, er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn. NORDICPHOTOS/GETTY Can er uppáhaldshljómsveit Guðmundar Inga Markússonar úr rafhljómsveitinni Reptilicus. „Þetta er alveg frábært. Maður verður að reyna að komast á þennan viðburð,“ segir hann um tónleika Damo Suzuki á RIFF-hátíðinni. Reptilicus sýnir einmitt stuttmynd á sömu hátíð. Guðmundur Ingi býst ekki við því að bjóða sig fram til að spila með Suzuki. „Ég vildi að ég væri svona liðtækur til að djamma á sviði, en ég held ekki.“ Hann segir að Can hafi haft mótandi áhrif á Reptilicus þegar sveitin var stofnuð 1988. „Þetta með að halda tónleika þar sem þú mættir og spilaðir af fingrum fram með ákveðnum tækjum sem þú safnaðir saman var mjög innblásið af Can,“ segir hann. „Þetta er tónlistar- mannahljómsveit. Almenningur þekkir ekki mikið til hennar en þetta er hljómsveit sem er hátt skrifuð hjá öðrum músíköntum. Hún hefur haft miklu meiri áhrif en maður gerir sér grein fyrir.“ Guðmundur Ingi og Jóhann Eiríksson, félagi hans úr Reptilicus, hittu Holger Czukay bassaleikara Can í Köln árið 1998. „Við vorum að spila í Bonn og Köln er rétt við hliðina. Við eyddum nótt með Holgar Czukay og konunni hans en hann vakti þá á nóttunni og svaf á daginn.“ EYDDU NÓTT MEÐ BASSALEIKARA CAN Í KÖLN Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosa- lega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það,“ segir Þórunn Erna Clausen. Óútgefið lag Sjonna Brink, Days Gone By, var frumflutt á minningartónleikum um hann sem voru haldnir í Borgarleik- húsinu á afmælisdegi hans, 29. ágúst. Þá hefði Sjonni, sem var eiginmaður Þórunnar Ernu, orðið 38 ára en hann lést í janúar í fyrra. „Röddin hans er með í prufuupptöku af laginu og við höfðum það þannig á tónleikunum líka. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig,“ segir Þórunn Erna, sem samdi sjálf textann en notaði einnig þau orð sem heyrðust skýrt í prufuupp- töku Sjonna. Með Þórunni fluttu Vignir Snær Vig- fússon, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir fyrrum samstarfsmenn Sjonna lagið á tónleikunum. „Mér finnst þetta frábært lag eftir Sjonna. Það er algjör synd að hann var ekki búinn að klára textann og syngja það alveg sjálfur en svona er lífið. Við kláruðum þetta fyrir hann og gerðum okkar besta.“ Til stendur að gefa lagið út seinni hlutann í september og stjórnar Vignir Snær upptökunum. Aðspurð segist Þórunn Erna vera mjög ánægð með minningartónleikana. „Sjonni var svo frábær tónlistarmaður og lagahöfundur og ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því fyrr en það sér þetta á einu kvöldi hversu mikið magn af góðum lögum hann átti,“ segir hún. „Það voru fimmtán söngvarar sem komu fram og það voru allir að blómstra í öllum lögum. Það var mikil hjartahlýja í salnum, á sviðinu og baksviðs og þetta var bara ein- stakt. Það voru einhverjir töfrar í loft- inu.“ - fb Frumflutti óútgefið lag Sjonna FRUMFLUTTI LAG SJONNA Þórunn Erna Clausen frum- flutti lag Sjonna Brink, Days Gone By. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BLOGGAR UM ÍSLENSKA HÖNNUN Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. Farðu skynsamlega með þitt Fé! Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit- kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja. Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.